Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 19:00 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn.Fjölmennt var á fundinum í dagÞað var fjölmennt á fundinum sem hófst klukkan ellefu í morgun og þó nokkrir sem þurftu að standa þar sem öll sæti voru upptekin. Fundurinn er sá fyrsti af fimmtán sem þingflokkurinn fer um landið í vikunni. Bjarni Benediktsson formaður flokksins sagði á fundinum að fá mál hefðu verið eins vel undirbúin fyrir þingið og þriðji orkupakkinn. Hann telur að málið hljóti samþykki þegar það verður tekið fyrir á Alþingi í ágúst. „Við teljum að málið sé fullrætt. Þess vegna er það komið út úr utanríkismálanefnd, þess vegna sögðum við í júní að við værum tilbúin til að ljúka málinu. Ég held að það sé mikill meirihluti fyrir því á þingi að ljúka málinu,“ segir Bjarni. Bjarni líkti málþófi Miðflokksins á Alþingi um málið í vor við atriði í Hringleikahúsi. „Því er stundum haldið fram að þingið sé nokkurs konar hringleikahús. Í þessu máli í þessu máli hafa sumir listamannanna í þessu atriði sýnt atriði allan hringinn í hringleikahúsinu,“ segir Bjarni. Á þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnumÁ þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnum þar sem flokksmenn geta skorað á Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að efna til atkvæðagreiðslu um 3 orkupakkann. Hún gangi vel. „Hún gengur mjög vel og miklu betur en við þorðum að vona,“ segir Jón Kári. Hann segir að undirskriftarsöfnunni ljúki eftir 10 til 15 daga. Jón Kári er sannfærður um að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur feli það í sér fyrstu skref í átt að afsali á orkuauðlindunum. „Ef þetta verður samþykkt þá felur það í sér fyrstu skref í átt að afsali af mörgum“ segir hann. Ekki skylda um samþykki sæstrengs Bjarni Benediktsson segir þetta rangt, þá feli samningurinn ekki heldur í sér skyldu um samþykkja sæstreng til Íslands. „Ég er sömuleiðis algjörlega ósammála því að samþykki feli í sér framsal á orkustefnu Íslendinga,“ segir Bjarni. Þá greinir einnig á um hvernig samstaðan í flokknum um málið er. „Það er mjög mikil óánægja víða og í þessu máli er flokkurinn klofinn,“ segir Jón Kári. „Ég myndi ekki segja að það væri mjög alvarlegt ástand vegna málsins innan flokksins. Ég verð ekki var við klofning,“ segir Bjarni. Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn.Fjölmennt var á fundinum í dagÞað var fjölmennt á fundinum sem hófst klukkan ellefu í morgun og þó nokkrir sem þurftu að standa þar sem öll sæti voru upptekin. Fundurinn er sá fyrsti af fimmtán sem þingflokkurinn fer um landið í vikunni. Bjarni Benediktsson formaður flokksins sagði á fundinum að fá mál hefðu verið eins vel undirbúin fyrir þingið og þriðji orkupakkinn. Hann telur að málið hljóti samþykki þegar það verður tekið fyrir á Alþingi í ágúst. „Við teljum að málið sé fullrætt. Þess vegna er það komið út úr utanríkismálanefnd, þess vegna sögðum við í júní að við værum tilbúin til að ljúka málinu. Ég held að það sé mikill meirihluti fyrir því á þingi að ljúka málinu,“ segir Bjarni. Bjarni líkti málþófi Miðflokksins á Alþingi um málið í vor við atriði í Hringleikahúsi. „Því er stundum haldið fram að þingið sé nokkurs konar hringleikahús. Í þessu máli í þessu máli hafa sumir listamannanna í þessu atriði sýnt atriði allan hringinn í hringleikahúsinu,“ segir Bjarni. Á þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnumÁ þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnum þar sem flokksmenn geta skorað á Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að efna til atkvæðagreiðslu um 3 orkupakkann. Hún gangi vel. „Hún gengur mjög vel og miklu betur en við þorðum að vona,“ segir Jón Kári. Hann segir að undirskriftarsöfnunni ljúki eftir 10 til 15 daga. Jón Kári er sannfærður um að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur feli það í sér fyrstu skref í átt að afsali á orkuauðlindunum. „Ef þetta verður samþykkt þá felur það í sér fyrstu skref í átt að afsali af mörgum“ segir hann. Ekki skylda um samþykki sæstrengs Bjarni Benediktsson segir þetta rangt, þá feli samningurinn ekki heldur í sér skyldu um samþykkja sæstreng til Íslands. „Ég er sömuleiðis algjörlega ósammála því að samþykki feli í sér framsal á orkustefnu Íslendinga,“ segir Bjarni. Þá greinir einnig á um hvernig samstaðan í flokknum um málið er. „Það er mjög mikil óánægja víða og í þessu máli er flokkurinn klofinn,“ segir Jón Kári. „Ég myndi ekki segja að það væri mjög alvarlegt ástand vegna málsins innan flokksins. Ég verð ekki var við klofning,“ segir Bjarni.
Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira