Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 15:08 Richard Gere, leikari, talar við flóttafólk á Miðjarðarhafinu. aP/Valerio Nicolosi Richard Gere, leikari, heimsótti flóttafólk á Miðjarðarhafinu á föstudag. Hann flutti með sér matvæli um borð í skipið en það hefur verið staðsett nærri ítölsku eyjunni Lampedusa í meira en viku. Því hefur verið neitað hafnarstæði bæði á Ítalíu og Möltu. Löndin tvö krefja önnur Evrópuríki um að taka á móti fleira flóttafólki sem kemur yfir hafið. Leikarinn, sem er orðinn 69 ára gamall, ræddi við nokkra flóttamenn, sem flúðu frá Líbíu um borð í smyglbátum sem ekki voru sjófærir, áður en þeim var bjargað. Á meðal flóttafólksins var ungur maður og kornabarn hans. Gere hefur lengi verið virkur í mannréttindabaráttu og hefur reglulega verið tekið virkan þátt í loftslagsaðgerðum og stutt rannsóknir á eyðni. Hann hefur verið gerður útlægur frá Kína vegna baráttu sinnar í þágu mannréttinda í Tíbet. Hann var fyrir tilviljun á Ítalíu í vikunni þegar hann sá fréttir um vandræði bátsins, setti sig í samband við spænsku góðgerðasamtökin Open Arms og spurði þau hvað hann gæti gert. Þetta sagði talskona samtakanna í samtali við fréttastofu AP. Tveimur dögum síðar var Gere mættur til Lampedusa og aðstoðaði við að flytja birgðir um borð í skipið. „Það mikilvægasta fyrir þetta fólk er að komast að opinni höfn, komast af bátnum og í land og hefja nýtt líf,“ sagði Gere og hvatti alþjóðasamfélagið að „vinsamlegast styðja okkur hérna á Open Arms og hjálpa þessu fólki, bræðrum okkar og systrum.“ Önnur Evrópulönd hafa enn ekki svarað beiðni hjálparsamtakanna um að hleypa skipinu í höfn. Alþjóðaflóttamannastofnunin segir 39,289 flóttamenn hafa komið til Evrópu sjóleiðis það sem af er ári sem er um 34 prósentustigum minna en á sama tíma árið 2018. Þar kemur einnig fram að 840 manns hafi látið lífið á leiðinni frá Norður Afríku til Evrópu sjóleiðis í ár. Flóttamenn Hollywood Ítalía Malta Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Richard Gere, leikari, heimsótti flóttafólk á Miðjarðarhafinu á föstudag. Hann flutti með sér matvæli um borð í skipið en það hefur verið staðsett nærri ítölsku eyjunni Lampedusa í meira en viku. Því hefur verið neitað hafnarstæði bæði á Ítalíu og Möltu. Löndin tvö krefja önnur Evrópuríki um að taka á móti fleira flóttafólki sem kemur yfir hafið. Leikarinn, sem er orðinn 69 ára gamall, ræddi við nokkra flóttamenn, sem flúðu frá Líbíu um borð í smyglbátum sem ekki voru sjófærir, áður en þeim var bjargað. Á meðal flóttafólksins var ungur maður og kornabarn hans. Gere hefur lengi verið virkur í mannréttindabaráttu og hefur reglulega verið tekið virkan þátt í loftslagsaðgerðum og stutt rannsóknir á eyðni. Hann hefur verið gerður útlægur frá Kína vegna baráttu sinnar í þágu mannréttinda í Tíbet. Hann var fyrir tilviljun á Ítalíu í vikunni þegar hann sá fréttir um vandræði bátsins, setti sig í samband við spænsku góðgerðasamtökin Open Arms og spurði þau hvað hann gæti gert. Þetta sagði talskona samtakanna í samtali við fréttastofu AP. Tveimur dögum síðar var Gere mættur til Lampedusa og aðstoðaði við að flytja birgðir um borð í skipið. „Það mikilvægasta fyrir þetta fólk er að komast að opinni höfn, komast af bátnum og í land og hefja nýtt líf,“ sagði Gere og hvatti alþjóðasamfélagið að „vinsamlegast styðja okkur hérna á Open Arms og hjálpa þessu fólki, bræðrum okkar og systrum.“ Önnur Evrópulönd hafa enn ekki svarað beiðni hjálparsamtakanna um að hleypa skipinu í höfn. Alþjóðaflóttamannastofnunin segir 39,289 flóttamenn hafa komið til Evrópu sjóleiðis það sem af er ári sem er um 34 prósentustigum minna en á sama tíma árið 2018. Þar kemur einnig fram að 840 manns hafi látið lífið á leiðinni frá Norður Afríku til Evrópu sjóleiðis í ár.
Flóttamenn Hollywood Ítalía Malta Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira