Er Sigmundur Davíð orðinn Shakespeare? Michel Sallé skrifar 29. ágúst 2019 08:00 Ermarsundsgöngin sem tengja saman Frakkland og Bretland eru 25 ára. Hvað heyrði maður ekki á Bretlandseyjum þegar vinna við göngin hófst? Að óð dýr myndu ryðjast inn í landið, sem og hryðjuverkamenn, vínviðarmygla myndi yfirtaka hinar dásamlegu vínekrur Kents, og eins væri von á heilum her franskra köngulóa. Óttinn náði nær upp á hæstu svið konungsríkisins þegar Margaret Thatcher neitaði nokkurri hjálp hins opinbera. Shakespeare var kallaður til hjálpar (Ríkharður II):The other Eden, demi-paradise, / This fortress built by Nature for herself / Against infection and the hand of war, / This happy breed of men, this little world, / This precious stone set in the silver sea, / Which serves it in the office of a wall, / Or as a moat defensive to a house, / Against the envy of less happier lands, / This blessed plot, this earth, this realm, this (… Iceland?) Svo ég haldi áfram tilvitnunum í öðrum, ekki eins skáldlegum anda, en mjög líklegum, ef ekki sönnum, þá á breski verkamaðurinn sem ruddi burt síðasta steininum sem aðskildi Frakkland og Bretland að hafa hrópað upp: „Hér er hvítlaukslykt.“ Síðan þá hafa 430 milljónir farþega farið um göngin, og 86 milljónir farartækja; að sjálfsögðu hafa engar þessar heimsendaspár ræst, ekki einu sinni hvítlaukslyktin. Boris Johnson hefur ekki enn beðið um að göngunum verði lokað. Er þá Sigmundur Davíð orðinn að Ríkharði II? Ég læt Íslendingum eftir að ákveða sjálfir hvort eyja þeirra er „gimsteinn skorðaður í silfursjó“, og hvort þeir líti allir á sig sem „þetta heppna kyn“, beina afkomendur þeirra víkinga sem náttúran valdi til að komast til eyjunnar, koma sér þar fyrir og lifa af. En aðalspurningin er um víggirðingar og varnarskurði, og því miður er hún spurð með afskræmdum hætti: „Eigum við að gefa frá okkur þessar víggirðingar og varnarskurði til að þóknast evrópskum skrifstofublókum sem vinna í Ljubljana, aðsetri ACER?“ Eins og andrúmsloft er í dag þarf mikið hugrekki til að svara játandi. Þó varð ég hissa þegar ég var nú nýlega á Íslandi hve erfitt var fyrir þá neikvæðu að finna sterk rök fyrir afstöðu sinni. Þau voru oftast svipuð þeim sem heyrðust í Bretlandi fyrir 25 árum. Það er alger synd að mál þetta skuli vera svona afskræmt af skammarræðum Sigmundar Davíðs og vina hans. Það er augljóst að hans eini tilgangur er að hefna sín á brottrekstri úr Framsóknarflokknum eftir birtingu Panamaskjalanna. Því þessi spurning er mikilvæg og svar við henni þarf að vera laust við ástæðulausa tortryggni eða falsanir. Hér má til dæmis geta þess að franska rafmagninu er stjórnað í París en ekki í Ljubljana, franska ríkisstjórnin er með í ráðum hvað varðar verð, og rafmagnsfyrirtækin, hvort sem þau eru ríkisfyrirtæki eða einkafyrirtæki, ákveða sjálf það magn sem flutt er út eða inn á hverjum tíma, af því að það er erfitt að geyma rafmagn. Eyjan telur nú 360 þúsund íbúa, flesta þeirra borgarbúa, með réttmætu stolti af því sem náðst hefur, fjárhagslega og félagslega. Hún á fátt sameiginlegt með því sem var fyrir einni öld. Hún er nú á straumamótum: Á hún að dragast saman, ein úti á hafi, eða berast með þeim straumum, ekki bara efnahagslegum heldur líka félagslegum, sem hún hefur þegar haft mikinn hagnað af? Allt val felur í sér að einhverju verður að afsala. Er nær að afsala þér Evrópska efnahagssvæðinu frekar en víggirðingum og varnarskurðum? Hrunið mikla 2008 sýndi hve þessi vörn var mikil sjónblekking. Tekur því að bíða eftir næsta hruni til að fá staðfestingu á því?Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Panama-skjölin Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ermarsundsgöngin sem tengja saman Frakkland og Bretland eru 25 ára. Hvað heyrði maður ekki á Bretlandseyjum þegar vinna við göngin hófst? Að óð dýr myndu ryðjast inn í landið, sem og hryðjuverkamenn, vínviðarmygla myndi yfirtaka hinar dásamlegu vínekrur Kents, og eins væri von á heilum her franskra köngulóa. Óttinn náði nær upp á hæstu svið konungsríkisins þegar Margaret Thatcher neitaði nokkurri hjálp hins opinbera. Shakespeare var kallaður til hjálpar (Ríkharður II):The other Eden, demi-paradise, / This fortress built by Nature for herself / Against infection and the hand of war, / This happy breed of men, this little world, / This precious stone set in the silver sea, / Which serves it in the office of a wall, / Or as a moat defensive to a house, / Against the envy of less happier lands, / This blessed plot, this earth, this realm, this (… Iceland?) Svo ég haldi áfram tilvitnunum í öðrum, ekki eins skáldlegum anda, en mjög líklegum, ef ekki sönnum, þá á breski verkamaðurinn sem ruddi burt síðasta steininum sem aðskildi Frakkland og Bretland að hafa hrópað upp: „Hér er hvítlaukslykt.“ Síðan þá hafa 430 milljónir farþega farið um göngin, og 86 milljónir farartækja; að sjálfsögðu hafa engar þessar heimsendaspár ræst, ekki einu sinni hvítlaukslyktin. Boris Johnson hefur ekki enn beðið um að göngunum verði lokað. Er þá Sigmundur Davíð orðinn að Ríkharði II? Ég læt Íslendingum eftir að ákveða sjálfir hvort eyja þeirra er „gimsteinn skorðaður í silfursjó“, og hvort þeir líti allir á sig sem „þetta heppna kyn“, beina afkomendur þeirra víkinga sem náttúran valdi til að komast til eyjunnar, koma sér þar fyrir og lifa af. En aðalspurningin er um víggirðingar og varnarskurði, og því miður er hún spurð með afskræmdum hætti: „Eigum við að gefa frá okkur þessar víggirðingar og varnarskurði til að þóknast evrópskum skrifstofublókum sem vinna í Ljubljana, aðsetri ACER?“ Eins og andrúmsloft er í dag þarf mikið hugrekki til að svara játandi. Þó varð ég hissa þegar ég var nú nýlega á Íslandi hve erfitt var fyrir þá neikvæðu að finna sterk rök fyrir afstöðu sinni. Þau voru oftast svipuð þeim sem heyrðust í Bretlandi fyrir 25 árum. Það er alger synd að mál þetta skuli vera svona afskræmt af skammarræðum Sigmundar Davíðs og vina hans. Það er augljóst að hans eini tilgangur er að hefna sín á brottrekstri úr Framsóknarflokknum eftir birtingu Panamaskjalanna. Því þessi spurning er mikilvæg og svar við henni þarf að vera laust við ástæðulausa tortryggni eða falsanir. Hér má til dæmis geta þess að franska rafmagninu er stjórnað í París en ekki í Ljubljana, franska ríkisstjórnin er með í ráðum hvað varðar verð, og rafmagnsfyrirtækin, hvort sem þau eru ríkisfyrirtæki eða einkafyrirtæki, ákveða sjálf það magn sem flutt er út eða inn á hverjum tíma, af því að það er erfitt að geyma rafmagn. Eyjan telur nú 360 þúsund íbúa, flesta þeirra borgarbúa, með réttmætu stolti af því sem náðst hefur, fjárhagslega og félagslega. Hún á fátt sameiginlegt með því sem var fyrir einni öld. Hún er nú á straumamótum: Á hún að dragast saman, ein úti á hafi, eða berast með þeim straumum, ekki bara efnahagslegum heldur líka félagslegum, sem hún hefur þegar haft mikinn hagnað af? Allt val felur í sér að einhverju verður að afsala. Er nær að afsala þér Evrópska efnahagssvæðinu frekar en víggirðingum og varnarskurðum? Hrunið mikla 2008 sýndi hve þessi vörn var mikil sjónblekking. Tekur því að bíða eftir næsta hruni til að fá staðfestingu á því?Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun