
Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið

Vilhjálmur Árnason, nefndarmaður Sjálfstæðisflokksins óskaði á dögunum eftir því að fundurinn yrði haldinn í kjölfar þess að flugrekstraraðilar ákváðu að draga úr flugframboði og fækka flugvélum.
Fulltrúar frá flugrekstraraðilum og ISAVIA koma fyrir nefndina á morgun.
Í skeyti frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins kemur fram að Vilhjálmur segir að brýnt sé að samgönguáætlun komi til framkvæmda sem allra fyrst.
„En þar munar helst um skosku leiðina í innanlandsflugi,“ segir Vilhjálmur en skoska leiðin felur meðal annars í sér niðurgreiðslu á innanlandsflugi fyrir íbúa á landsbyggðinni.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur lýst yfir áhyggjum af stöðu mála en hann segist vona að skoska leiðin verði tekin upp á næsta ári. Hann segir að fjármunirnir séu til.
Tengdar fréttir

Skilur ekki af hverju það er ekki búið að tryggja innanlandsflug eins og fyrirheit voru um
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar skilur ekki afhverju stjórnvöld séu ekki búin að tryggja innanlandsflug með niðurgreiðslu flugfargjalda sem fyrirheit voru um fyrir síðustu alþingiskosningar.

Erfiðleikar í innanlandsflugi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af samdrætti í innanlandsflugi og vill ekki að Ísland breytist í borgríki. Það sem af er ári hefur farþegum um aðra flugvelli en í Keflavík fækkað um 12 prósent.

Fjármunir til að niðurgreiða innanlandsflug eru til
"Miðað við þá vinnu sem hefur verið unnin að þá hefur verið bent á að einhverjar 700-800 milljónir myndu geta snúið við, talsvert þessari þróun, og veita fólki þennan möguleika á að fá niðurgreiddan flugmiða upp að tilteknum fjölda flugferða og þá fjármuni höfum við í dag," segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002
Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Samgönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið komið yfir sársaukamörk.