Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2019 13:55 Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. Vísir/Vilhelm Mosfellingar eru orðnir langþreyttir á þungri umferð frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur. Greindu margir frá því í samfélagsmiðlum að það hafi tekið um 60 mínútur að ferðast leið sem tekur um tólf mínútur þegar umferð er ekki eins þung. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir fyrstu vikur skólanna vera verstu daga ársins en í bígerð sé 110 milljarða króna samkomulag sem eiga að fara í samgöngumál. Mosfellingar eiga sér umræðuvettvang á Facebook þar sem þeir ræða málefni bæjarfélagsins sín á milli. Þar mynduðust nokkuð heitar umræður um umferðina í morgun. Einn sem blandaði sér í málið sagðist vera nýfluttur til Mosfellsbæjar og furðaði sig á því hversu langan tíma tók að komast til vinnu í morgun. Spurði hann hreinlega hvort þetta teldist eðlilegt. Ekki stóð á svörum, umferðin þegar skólar byrja er mun þyngri og þyngist þegar færðin versnar í vetur. Annar sagðist hafa verið í 65 mínútur á leiðinni úr Mosfellsbæ og niður á Höfða, eitthvað sem tekur hann vanalega 12 mínútur. Er kallað eftir því að fleiri nýti sér almenningssamgöngur til að létta á umferðinni, margir myndu vilja nota borgarlínu en hún ekki í boði sem stendur. Er kallað eftir aðgerðum frá yfirvöldum í Reykjavík, Mosfellsbæ og nágrannabyggðum á borð við Akranes en ansi margir þar sækja borgina á hverjum degi vegna vinnu eða skóla. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við Vísi að mikið samstarf hafi verið á milli sveitarfélaga að undanförnu varðandi samgöngumál. Í bígerð sé samkomulag á milli ríkisins og sveitarfélaganna um að setja 110 milljarða í samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu næstu tíu árin.Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Á sú upphæð að renna í almenningssamgöngur og endurbætur vega. Haraldur segir Mosfellinga hafa lengi kallað eftir því að tvöföldun á Vesturlandsveginum á milli Reykjavegs og Langatanga verði lokið. Til stendur að fara í útboð á þeim kafla. „En það hefur ekki hjálpað þessu fólki sem beið í Ártúnsbrekkunni í morgun,“ segir Haraldur. Hann segir umferðina afar þunga þessa fyrstu daga þegar skólar byrja. Margir skutli nemendum í skóla þessa fyrstu daga en svo dregur úr því eftir því sem líður á haustið. Bæta þurfi þó samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu en Haraldur segir það helst gerast með því að bæta almenningssamgöngur og ráðast í vegaframkvæmdir. „Borgarlínan mun hjálpa til við það og það þarf að laga stofnvegi,“ segir Haraldur. Stofnvegirnir sem hann vísar til eru Miklabraut, Vesturlandsvegurinn og Reykjanesbrautin, þar myndist mestu teppurnar. Spurður hvort að það komi til greina af hálfu sveitarfélaganna að bjóða frítt í strætó þessa fyrstu daga skóla efast Haraldur um að það myndi einhverju breyta. Það sé ekki það dýrt í strætó í dag. „Strætó þarf líka að komast leiða sinna. Með borgarlínunni kemst hann leiða sinna á sérstakri akrein og þarf því ekki að vera innan um alla þessa umferð,“ segir Haraldur. Borgarlína Mosfellsbær Samgöngur Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Mosfellingar eru orðnir langþreyttir á þungri umferð frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur. Greindu margir frá því í samfélagsmiðlum að það hafi tekið um 60 mínútur að ferðast leið sem tekur um tólf mínútur þegar umferð er ekki eins þung. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir fyrstu vikur skólanna vera verstu daga ársins en í bígerð sé 110 milljarða króna samkomulag sem eiga að fara í samgöngumál. Mosfellingar eiga sér umræðuvettvang á Facebook þar sem þeir ræða málefni bæjarfélagsins sín á milli. Þar mynduðust nokkuð heitar umræður um umferðina í morgun. Einn sem blandaði sér í málið sagðist vera nýfluttur til Mosfellsbæjar og furðaði sig á því hversu langan tíma tók að komast til vinnu í morgun. Spurði hann hreinlega hvort þetta teldist eðlilegt. Ekki stóð á svörum, umferðin þegar skólar byrja er mun þyngri og þyngist þegar færðin versnar í vetur. Annar sagðist hafa verið í 65 mínútur á leiðinni úr Mosfellsbæ og niður á Höfða, eitthvað sem tekur hann vanalega 12 mínútur. Er kallað eftir því að fleiri nýti sér almenningssamgöngur til að létta á umferðinni, margir myndu vilja nota borgarlínu en hún ekki í boði sem stendur. Er kallað eftir aðgerðum frá yfirvöldum í Reykjavík, Mosfellsbæ og nágrannabyggðum á borð við Akranes en ansi margir þar sækja borgina á hverjum degi vegna vinnu eða skóla. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við Vísi að mikið samstarf hafi verið á milli sveitarfélaga að undanförnu varðandi samgöngumál. Í bígerð sé samkomulag á milli ríkisins og sveitarfélaganna um að setja 110 milljarða í samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu næstu tíu árin.Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Á sú upphæð að renna í almenningssamgöngur og endurbætur vega. Haraldur segir Mosfellinga hafa lengi kallað eftir því að tvöföldun á Vesturlandsveginum á milli Reykjavegs og Langatanga verði lokið. Til stendur að fara í útboð á þeim kafla. „En það hefur ekki hjálpað þessu fólki sem beið í Ártúnsbrekkunni í morgun,“ segir Haraldur. Hann segir umferðina afar þunga þessa fyrstu daga þegar skólar byrja. Margir skutli nemendum í skóla þessa fyrstu daga en svo dregur úr því eftir því sem líður á haustið. Bæta þurfi þó samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu en Haraldur segir það helst gerast með því að bæta almenningssamgöngur og ráðast í vegaframkvæmdir. „Borgarlínan mun hjálpa til við það og það þarf að laga stofnvegi,“ segir Haraldur. Stofnvegirnir sem hann vísar til eru Miklabraut, Vesturlandsvegurinn og Reykjanesbrautin, þar myndist mestu teppurnar. Spurður hvort að það komi til greina af hálfu sveitarfélaganna að bjóða frítt í strætó þessa fyrstu daga skóla efast Haraldur um að það myndi einhverju breyta. Það sé ekki það dýrt í strætó í dag. „Strætó þarf líka að komast leiða sinna. Með borgarlínunni kemst hann leiða sinna á sérstakri akrein og þarf því ekki að vera innan um alla þessa umferð,“ segir Haraldur.
Borgarlína Mosfellsbær Samgöngur Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira