Eric Cantona fær forsetaverðlaun UEFA í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2019 10:15 Eric Cantona. Getty/ Ross Kinnaird Eric Cantona, fyrrum stórstjarna Manchester United og leikmaður franska landsliðsins, verður heiðraður sérstaklega þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í Mónakó á fimmtudaginn. Eric Cantona fær þar afhent forsetaverðlaun UEFA fyrir vinnu sína við það að gera líf annarra betra. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur verið mjög hrifinn af því sem Eric Cantona hefur gert síðan að hann setti knattspyrnuskó sína upp á hillu. Eric Cantona er nú 53 ára gamall en hann lék sinn síðasta leik á ferlinum með Manchester United vorið 1997. Cantona náði því að leika 45 landsleiki fyrir Frakka frá 1987 til 1995.Eric Cantona will receive the 2019 UEFA President's Award at the #UCLdraw in Monaco What a player #UCLpic.twitter.com/WVHx9XhxjX — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) August 27, 2019 „Þetta eru ekki aðeins verðlaun fyrir hans feril sem fótboltamanns þar sem hann var í hæsta gæðaflokki, heldur erum við einnig að heiðra hann fyrir þá persónu sem hann er,“ hefur BBC eftir Aleksander Ceferin. „Hann er í mínum augum, maður sem stendur vörð um það sem hann trúir á, maður sem segir sína skoðun og maður sem setur hjarta og sál í þau málefni sem hann styður,“ bætti Ceferin við."This award not only recognises his career as a player of the highest calibre, but also honours him for the person he is." Eric Cantona will be awarded the Uefa President's Award for his commitment to helping improve the lives of others. More: https://t.co/LtvTInAm9ypic.twitter.com/hmEpIEkwiD — BBC Sport (@BBCSport) August 27, 2019Eric Cantona vann ensku úrvalsdeildina fyrst með Leeds árið 1992 en hann vann hana síðan fjórum sinnum á fimm tímabilum með Manchester United frá 1993 til 1997. Hann var aðeins þrítugur þegar hann hætti óvænt vorið 1997. Aðrir sem hafa fengið forsetaverðlaun UEFA eru kappar eins og David Beckham, Johan Cruyff, Bobby Charlton, Franz Beckenbauer, Bobby Robson og Paolo Maldini.Eric Cantona skoraði 64 mörk í 143 deildarleikjum fyrir Manchester United.Getty/Ross Kinnaird Enski boltinn Frakkland Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjá meira
Eric Cantona, fyrrum stórstjarna Manchester United og leikmaður franska landsliðsins, verður heiðraður sérstaklega þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í Mónakó á fimmtudaginn. Eric Cantona fær þar afhent forsetaverðlaun UEFA fyrir vinnu sína við það að gera líf annarra betra. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur verið mjög hrifinn af því sem Eric Cantona hefur gert síðan að hann setti knattspyrnuskó sína upp á hillu. Eric Cantona er nú 53 ára gamall en hann lék sinn síðasta leik á ferlinum með Manchester United vorið 1997. Cantona náði því að leika 45 landsleiki fyrir Frakka frá 1987 til 1995.Eric Cantona will receive the 2019 UEFA President's Award at the #UCLdraw in Monaco What a player #UCLpic.twitter.com/WVHx9XhxjX — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) August 27, 2019 „Þetta eru ekki aðeins verðlaun fyrir hans feril sem fótboltamanns þar sem hann var í hæsta gæðaflokki, heldur erum við einnig að heiðra hann fyrir þá persónu sem hann er,“ hefur BBC eftir Aleksander Ceferin. „Hann er í mínum augum, maður sem stendur vörð um það sem hann trúir á, maður sem segir sína skoðun og maður sem setur hjarta og sál í þau málefni sem hann styður,“ bætti Ceferin við."This award not only recognises his career as a player of the highest calibre, but also honours him for the person he is." Eric Cantona will be awarded the Uefa President's Award for his commitment to helping improve the lives of others. More: https://t.co/LtvTInAm9ypic.twitter.com/hmEpIEkwiD — BBC Sport (@BBCSport) August 27, 2019Eric Cantona vann ensku úrvalsdeildina fyrst með Leeds árið 1992 en hann vann hana síðan fjórum sinnum á fimm tímabilum með Manchester United frá 1993 til 1997. Hann var aðeins þrítugur þegar hann hætti óvænt vorið 1997. Aðrir sem hafa fengið forsetaverðlaun UEFA eru kappar eins og David Beckham, Johan Cruyff, Bobby Charlton, Franz Beckenbauer, Bobby Robson og Paolo Maldini.Eric Cantona skoraði 64 mörk í 143 deildarleikjum fyrir Manchester United.Getty/Ross Kinnaird
Enski boltinn Frakkland Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjá meira