Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Jakob Bjarnar skrifar 26. ágúst 2019 11:46 Líf vill kjötafurðir úr mötuneytum borgarinnar en Sigmar telur slíkt skref afar varhugavert að stíga. Bændur eru uggandi vegna fyrirætlana borgaryfirvalda sem stefna að því leynt og ljóst að úthýsa öllu kjötmeti úr mötuneytum Reykjavíkurborgar, þar með talið skólum. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi segir ríkja þverpólitíska samstöðu meirihlutans í málinu. Sigmar Vilhjálmsson, talsmaður FESK (Félag eggja-, svína- og kjúklingabænda), telur þetta misráðið. „Það sem skiptir mestu máli er lýðheilsa barna og unglinga,“ segir Sigmar í samtali við Vísi. En, hann er faðir barna á skólaaldri. „Mér finnst skipta mestu að næringin sé í lagi. Ef hægt er að ná þeim markmiðum með grænkerastefnunni er það leið til að skoða en mér er það til efs að hún sé æskileg. Eins og staðan er í dag. Fjölbreytni í fæðu alltaf stóra atriðið í þessu.“ Um er að ræða stórt skref sem til stendur að stíga en á virkum degi á vegum borgarinnar eru um 23 þúsund manns í mat. Þar eru leik- og grunnskólabörn í meirihluta og síðan kemur starfsfólk borgarinnar. Árlega eru þetta um 7,7 milljónir máltíða – með öllu.Líf vill skrúfa fyrir allt kjötframboð Þetta kemur fram í pistli sem Líf skrifar um málið og birtir á Facebook en hún telur þarna í felast gríðarlegt tækifæri sem borgin hefur að minnka sótspor sitt. Óhætt er að segja að yfirlýsingar hennar séu umdeildar en það má sjá í athugasemdum við pistil hennar. Þar segir til dæmis einn: „Hætti að kjósa ykkur ef lambakjötið verður tekið af matseðlinum.“Líf Magneudóttir telur vert að skrúfa alfarið fyrir dýraafurðir í mötuneytum borgarinnar.Líf vísar til hvatningar grænkera þess efnis og segist yfir sig glöð með hana: „Enda hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að minnka verulega eða hætta öllu kjötframboði í mötuneytum borgarinnar.“ Hún segir þetta, að úthýsa kjöti úr mötuneytum borgarinnar, samræmast stefnu sem borgaryfirvöld hafa tekið sem snúi að mannréttindum, matarstefnu og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Sem miða að sama markmiði: „Að hlúa að fólki og náttúru. Að fækka eða hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar er samnefnari þessara stefna. Slíkt myndi bæði stuðla að aukinni lýðheilsu, meiri jöfnuði og eins myndi það stemma stigu við loftslagsvánni.“Stefna beri að hætta með dýraafurðir í mötuneytum Líf telur að draga eigi verulega úr framboði dýraafurða eða hætta alfarið að bjóða upp á þær í mötuneytum borgarinnar og segir meirihlutann samstiga í þeim pælingum. Að sögn Sigmars hafa Bændasamtökin þegar brugðist við með því að leita eftir hlutlausu áliti næringar- og manneldisfræðings. Hann telur vert, áður en lengra er haldið, að fyrir liggi mat frá hlutlausum fagaðilum en sjálfur hafi hann þá hugmynd í kollinum að börn þurfi próteinríka fæðu til að vaxa og dafna.Sigmar Vilhjálmsson telur próteinríka fæðu nauðsynlega fyrir börn og unglinga sem eru að vaxa úr grasi og varar við því að þetta skref verði stigið að óathuguðu máli.Vísir/VilhelmSigmar hefur áður sagt að sótt sé að landbúnaði úr öllum áttum. Hann segir þetta ekki stærstu orustuna í þeim efnum. En, vissulega sé þetta hugsanlega skref uggvænlegt.Óvarlegt að telja landbúnað mikilvirkan í kolefnislosun „Ræktun grænmetis er klárlega landbúnaður sem við viljum standa vörð um líka. Grænmeti á að vera stór hluti fæðu allra, ekki bara barna. Ég vil taka skýrt fram að ég er ekki næringarfræðingur en ég held að prótein og fita sé mikilvægur orkugjafi fyrir börn og unglinga. Og ég vona að borgaryfirvöld leiti álits fagaðila áður en hoppað er á þennan vagn.“ Sigmar vill einnig benda á, varðandi loftslagsvá að á Íslandi sé landbúnaður ábyrgur fyrir 13 prósentum af kolefnislosun Íslands alls. Þar sé því ekki allt sem sýnist. Grænkeralífsstíllinn sé ekki kolefnislosunarminni en landbúnaður því flytja þurfi inn eitt og annað sem honum tengist svo sem hnetur og ólíur ýmsar. Vísir hefur reynt að ná í bæði Guðrúnu Sigríði Tryggvadóttur formann BÍ og Guðfinnu Hörpu Árnadóttur formann Landsamtaka sauðfjárbænda nú í morgun, vegna málsins en án árangurs. Borgarstjórn Landbúnaður Reykjavík Vegan Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Bændur eru uggandi vegna fyrirætlana borgaryfirvalda sem stefna að því leynt og ljóst að úthýsa öllu kjötmeti úr mötuneytum Reykjavíkurborgar, þar með talið skólum. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi segir ríkja þverpólitíska samstöðu meirihlutans í málinu. Sigmar Vilhjálmsson, talsmaður FESK (Félag eggja-, svína- og kjúklingabænda), telur þetta misráðið. „Það sem skiptir mestu máli er lýðheilsa barna og unglinga,“ segir Sigmar í samtali við Vísi. En, hann er faðir barna á skólaaldri. „Mér finnst skipta mestu að næringin sé í lagi. Ef hægt er að ná þeim markmiðum með grænkerastefnunni er það leið til að skoða en mér er það til efs að hún sé æskileg. Eins og staðan er í dag. Fjölbreytni í fæðu alltaf stóra atriðið í þessu.“ Um er að ræða stórt skref sem til stendur að stíga en á virkum degi á vegum borgarinnar eru um 23 þúsund manns í mat. Þar eru leik- og grunnskólabörn í meirihluta og síðan kemur starfsfólk borgarinnar. Árlega eru þetta um 7,7 milljónir máltíða – með öllu.Líf vill skrúfa fyrir allt kjötframboð Þetta kemur fram í pistli sem Líf skrifar um málið og birtir á Facebook en hún telur þarna í felast gríðarlegt tækifæri sem borgin hefur að minnka sótspor sitt. Óhætt er að segja að yfirlýsingar hennar séu umdeildar en það má sjá í athugasemdum við pistil hennar. Þar segir til dæmis einn: „Hætti að kjósa ykkur ef lambakjötið verður tekið af matseðlinum.“Líf Magneudóttir telur vert að skrúfa alfarið fyrir dýraafurðir í mötuneytum borgarinnar.Líf vísar til hvatningar grænkera þess efnis og segist yfir sig glöð með hana: „Enda hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að minnka verulega eða hætta öllu kjötframboði í mötuneytum borgarinnar.“ Hún segir þetta, að úthýsa kjöti úr mötuneytum borgarinnar, samræmast stefnu sem borgaryfirvöld hafa tekið sem snúi að mannréttindum, matarstefnu og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Sem miða að sama markmiði: „Að hlúa að fólki og náttúru. Að fækka eða hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar er samnefnari þessara stefna. Slíkt myndi bæði stuðla að aukinni lýðheilsu, meiri jöfnuði og eins myndi það stemma stigu við loftslagsvánni.“Stefna beri að hætta með dýraafurðir í mötuneytum Líf telur að draga eigi verulega úr framboði dýraafurða eða hætta alfarið að bjóða upp á þær í mötuneytum borgarinnar og segir meirihlutann samstiga í þeim pælingum. Að sögn Sigmars hafa Bændasamtökin þegar brugðist við með því að leita eftir hlutlausu áliti næringar- og manneldisfræðings. Hann telur vert, áður en lengra er haldið, að fyrir liggi mat frá hlutlausum fagaðilum en sjálfur hafi hann þá hugmynd í kollinum að börn þurfi próteinríka fæðu til að vaxa og dafna.Sigmar Vilhjálmsson telur próteinríka fæðu nauðsynlega fyrir börn og unglinga sem eru að vaxa úr grasi og varar við því að þetta skref verði stigið að óathuguðu máli.Vísir/VilhelmSigmar hefur áður sagt að sótt sé að landbúnaði úr öllum áttum. Hann segir þetta ekki stærstu orustuna í þeim efnum. En, vissulega sé þetta hugsanlega skref uggvænlegt.Óvarlegt að telja landbúnað mikilvirkan í kolefnislosun „Ræktun grænmetis er klárlega landbúnaður sem við viljum standa vörð um líka. Grænmeti á að vera stór hluti fæðu allra, ekki bara barna. Ég vil taka skýrt fram að ég er ekki næringarfræðingur en ég held að prótein og fita sé mikilvægur orkugjafi fyrir börn og unglinga. Og ég vona að borgaryfirvöld leiti álits fagaðila áður en hoppað er á þennan vagn.“ Sigmar vill einnig benda á, varðandi loftslagsvá að á Íslandi sé landbúnaður ábyrgur fyrir 13 prósentum af kolefnislosun Íslands alls. Þar sé því ekki allt sem sýnist. Grænkeralífsstíllinn sé ekki kolefnislosunarminni en landbúnaður því flytja þurfi inn eitt og annað sem honum tengist svo sem hnetur og ólíur ýmsar. Vísir hefur reynt að ná í bæði Guðrúnu Sigríði Tryggvadóttur formann BÍ og Guðfinnu Hörpu Árnadóttur formann Landsamtaka sauðfjárbænda nú í morgun, vegna málsins en án árangurs.
Borgarstjórn Landbúnaður Reykjavík Vegan Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira