Kristján Andrésson stýrði Rhein-Neckar Löwen til sigurs á Ludwigshafen, 23-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Þetta var fyrsti deildarleikur Löwen undir stjórn Kristjáns sem tók við liðinu í sumar af Dananum Nikolaj Jakobsen.
Alexander Petersson skoraði fimm mörk úr sjö skotum fyrir Ljónin. Uwe Gensheimer var markahæstur með sjö mörk í sínum fyrsta leik fyrir Löwen síðan 2016.
Kiel vann öruggan sigur á Göppingen, 31-24, í fyrsta deildarleiknum undir stjórn Filips Jicha. Tékkinn tók við Kiel af Alfreð Gíslasyni í sumar.
Gísli Þorgeir Kristjánsson var ekki á meðal markaskorara hjá Kiel sem endaði í 2. sæti deildarinnar á síðasta tímabili.
Meistarar síðustu tveggja ára, Flensburg, hófu titilvörnina með sigri á Melsungen á útivelli, 19-24.
Alexander með fimm mörk í fyrsta deildarleik Kristjáns með Löwen

Tengdar fréttir

Viggó skoraði þrjú og fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Leipzig
Leipzig vann dramatískan sigur á Füchse Berlin, 24-23.

Arnór hafði betur gegn Geir í Íslendingaslag | Bjarki fer vel af stað með Lemgo
Keppni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta hófst í dag með þremur leikjum.