Barbora Nováková frá Tékklandi vann sigur í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hún kom í mark á tímanum 3:00:40.
Í 2. sæti og fyrst Íslendinga var Jólmfríður J. Aðalsteinsdóttir. Hún er því Íslandsmeistari en Reykjavíkurmaraþonið er einnig Íslandsmeistaramót í maraþoni. Hólmfríður hljóp á tímanum 3:08:48.
Lidya Orozco Medina frá Spáni var í 3. sæti á 3:08:48.
Í 2. sæti á Íslandsmeistaramótinu í maraþoni kvenna var Melkorka Árný Kvaran á tímanum 3:23:32 og í því þriðja var Andrea Hauksdóttir á 3:26:24.
Barbora vann maraþonið | Hólmfríður Íslandsmeistari

Tengdar fréttir

Hlauparar leggja undir sig Reykjavík
Talsverð truflun verður á bílaumferð vegna Menningarnætur og Reykjavíkurmaraþonsins.

Hlynur og Alexandra unnu hálfmaraþonið
Hálfmaraþoni og 10 km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er lokið.

Arnar Íslandsmeistari í maraþoni fjórða árið í röð
Maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er lokið.