Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA Ari Brynjólfsson skrifar 23. ágúst 2019 08:40 Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Hanna „Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Baldur segir óraunhæft að Bretar gangi inn í EFTA og þannig inn í EES vegna andstöðu ráðamanna í Noregi og Sviss. Ráðamenn ríkjanna segja samstarf EFTA og ESB ganga mjög vel, ef Bretar ganga þar inn gæti það orðið til að slettist upp á vinskapinn. „Svisslendingar og Norðmenn eru valdamiklir í EFTA, en ef Bretar ganga þar inn yrðu þeir langstærstir og hætta er á að þeir myndu ráða þar för og að þessi ríki misstu spón úr aski sínum.“ Staðan er einnig snúin í Bretlandi hvað inngöngu í EES varðar, segir Baldur. Ólíklegt sé að þeir sem vilja að Bretland gangi úr Evrópusambandinu vilji ganga inn í EES þar sem EFTA-ríkin í EES hafi mjög lítið að segja um lög sem komi frá Brussel. „Brexit-sinnar eru auk þess flestir mjög andsnúnir frjálsri för fólks innan ESB og EES og þeir vilja að Bretar stýri för. En fjórfrelsið er grundvallaratriði í EES-samningnum og þar á meðal frjáls för fólks,“ segir Baldur. „Menn hafa skoðað þetta og velt þessu upp, bæði hér á Íslandi og í Bretlandi, en flestir eru búnir að ýta þessu út af borðinu vegna þessara þátta. Þannig að það er ekki mjög raunhæft að þetta gerist í næsta mánuði eða yfirhöfuð.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
„Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Baldur segir óraunhæft að Bretar gangi inn í EFTA og þannig inn í EES vegna andstöðu ráðamanna í Noregi og Sviss. Ráðamenn ríkjanna segja samstarf EFTA og ESB ganga mjög vel, ef Bretar ganga þar inn gæti það orðið til að slettist upp á vinskapinn. „Svisslendingar og Norðmenn eru valdamiklir í EFTA, en ef Bretar ganga þar inn yrðu þeir langstærstir og hætta er á að þeir myndu ráða þar för og að þessi ríki misstu spón úr aski sínum.“ Staðan er einnig snúin í Bretlandi hvað inngöngu í EES varðar, segir Baldur. Ólíklegt sé að þeir sem vilja að Bretland gangi úr Evrópusambandinu vilji ganga inn í EES þar sem EFTA-ríkin í EES hafi mjög lítið að segja um lög sem komi frá Brussel. „Brexit-sinnar eru auk þess flestir mjög andsnúnir frjálsri för fólks innan ESB og EES og þeir vilja að Bretar stýri för. En fjórfrelsið er grundvallaratriði í EES-samningnum og þar á meðal frjáls för fólks,“ segir Baldur. „Menn hafa skoðað þetta og velt þessu upp, bæði hér á Íslandi og í Bretlandi, en flestir eru búnir að ýta þessu út af borðinu vegna þessara þátta. Þannig að það er ekki mjög raunhæft að þetta gerist í næsta mánuði eða yfirhöfuð.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira