Of ung til að spila með félagsliði sínu en má spila með landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 13:30 Velska landsliðið. Mynd/Heimasíða velska sambandsins Carrie Jones er ekki orðin sextán ára gömul og má því ekki enn spila með meistaraflokksliði Cardiff City. Hún hefur hins vegar valin í landsliðshóp Wales fyrir leik í undankeppni EM 2021. Það er því mjög líklegt að hennar fyrsti meistaraflokksleikur verði með A-landsliði þjóðar hennar en ekki með félagsliðinu. Wales mun spila á móti Færeyjum 28. ágúst og gegn Norður-Írlandi 3. september. Carrie Jones er nemi The Newtown High School og verður ekki sextán ára fyrr en eftir landsleikjahléð. Hún má ekki spila með Cardiff City áður en hún verður sextán. Það eru aftur á móti engar aldursreglur þegar kemur að A-landsliði Wales. Carrie Jones er mjög efnileg knattspyrnukona og hefur spilað fyrir bæði fimmtán og sautján ára landslið Wales.She's too young to play for her club... but not her country. Imagine making your international debut before you've kicked a ball for your club. More https://t.co/rPuOnoEmJi#bbcfootballpic.twitter.com/xCGk2GN0h5 — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2019 Það spilar vissulega inn í þessa ákvörðun landsliðsþjálfarans að tveir lykilmenn á miðju landsliðsins, Jess Fishlock og Rachel Rowe, slitu krossband. Hópurinn hefur því þynnst snögglega. „Ég bjóst ekki við því að vera valin því ég hef bara verið að einblína á sautján ára landsliðið. Ég vissi samt alveg að þessir leikir í undankeppninni væru á dagskránni. Ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað og hingað er ég komin,“ sagði Carrie Jones í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Ég byrjaði að spila fótbolta þegar ég var sjö ára og byrjaði að spila með strákaliði. Áður hafði ég spilað fótbolta á móti eldri frændum mínum. Frændur mínir eru miklir fótboltaáhugamenn og við í fjölskyldunni vorum vön að spila fimm á fimm á bóndabýli ömmu minnar. Þar byrjaði þetta allt,“ sagði Carrie Jones. „Þegar ég var að spila með strákaliðinu Newtown White Stars þá birtist einhver regla um að ég mætti ekki spila með strákum fyrr en ég væri tólf ára. Þá fór ég að spila með stelpum en byrjaði strax aftur að æfa með strákunum þegar reglan datt aftur út. Ég var að spila með strákunum á síðasta tímabili,“ sagði Carrie Jones. „Ég mun spila með Cardiff City á næsta ári og það er örugglega mikill munur á því að spila á móti fullorðnum konum en að spila á móti strákum,“ sagði Carrie. Carrie frétti af því að hún væri komin í A-landsliðið í afmælismatarboði föður hennar. Það má lesa meira um hana með því að smella hér.CARRIE JONES - @FAWales Women The year 9 pupil from Newtown high school @TheCyfle was called up by Jayne Ludlow to train with the @Cymru squad ahead of Thursday’s World Cup qualifier with Bosnia. Well done @CarrieJ123456pic.twitter.com/divN9DxV7a — Sgorio (@sgorio) June 6, 2018 EM 2021 í Englandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Carrie Jones er ekki orðin sextán ára gömul og má því ekki enn spila með meistaraflokksliði Cardiff City. Hún hefur hins vegar valin í landsliðshóp Wales fyrir leik í undankeppni EM 2021. Það er því mjög líklegt að hennar fyrsti meistaraflokksleikur verði með A-landsliði þjóðar hennar en ekki með félagsliðinu. Wales mun spila á móti Færeyjum 28. ágúst og gegn Norður-Írlandi 3. september. Carrie Jones er nemi The Newtown High School og verður ekki sextán ára fyrr en eftir landsleikjahléð. Hún má ekki spila með Cardiff City áður en hún verður sextán. Það eru aftur á móti engar aldursreglur þegar kemur að A-landsliði Wales. Carrie Jones er mjög efnileg knattspyrnukona og hefur spilað fyrir bæði fimmtán og sautján ára landslið Wales.She's too young to play for her club... but not her country. Imagine making your international debut before you've kicked a ball for your club. More https://t.co/rPuOnoEmJi#bbcfootballpic.twitter.com/xCGk2GN0h5 — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2019 Það spilar vissulega inn í þessa ákvörðun landsliðsþjálfarans að tveir lykilmenn á miðju landsliðsins, Jess Fishlock og Rachel Rowe, slitu krossband. Hópurinn hefur því þynnst snögglega. „Ég bjóst ekki við því að vera valin því ég hef bara verið að einblína á sautján ára landsliðið. Ég vissi samt alveg að þessir leikir í undankeppninni væru á dagskránni. Ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað og hingað er ég komin,“ sagði Carrie Jones í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Ég byrjaði að spila fótbolta þegar ég var sjö ára og byrjaði að spila með strákaliði. Áður hafði ég spilað fótbolta á móti eldri frændum mínum. Frændur mínir eru miklir fótboltaáhugamenn og við í fjölskyldunni vorum vön að spila fimm á fimm á bóndabýli ömmu minnar. Þar byrjaði þetta allt,“ sagði Carrie Jones. „Þegar ég var að spila með strákaliðinu Newtown White Stars þá birtist einhver regla um að ég mætti ekki spila með strákum fyrr en ég væri tólf ára. Þá fór ég að spila með stelpum en byrjaði strax aftur að æfa með strákunum þegar reglan datt aftur út. Ég var að spila með strákunum á síðasta tímabili,“ sagði Carrie Jones. „Ég mun spila með Cardiff City á næsta ári og það er örugglega mikill munur á því að spila á móti fullorðnum konum en að spila á móti strákum,“ sagði Carrie. Carrie frétti af því að hún væri komin í A-landsliðið í afmælismatarboði föður hennar. Það má lesa meira um hana með því að smella hér.CARRIE JONES - @FAWales Women The year 9 pupil from Newtown high school @TheCyfle was called up by Jayne Ludlow to train with the @Cymru squad ahead of Thursday’s World Cup qualifier with Bosnia. Well done @CarrieJ123456pic.twitter.com/divN9DxV7a — Sgorio (@sgorio) June 6, 2018
EM 2021 í Englandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira