Háu laun bæjarstjóranna dæmigert mál sem geti sett Lífskjarasamninginn í uppnám Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. ágúst 2019 12:07 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sést hér við undirritun kjarasamninga þann 3. apríl síðastliðinn. Eitt af meginmarkmiðum samninganna var að skapa svigrúm fyrir vaxtalækkanir. vísir/vilhelm Formaður VR segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningu um yfirbyggingu sveitarfélaga. Hann segir Lífskjarasamninginn eiga að tryggja að efsta lag samfélagsins hækki ekki meira heldur en samið var um kjarasamningum en að fleiri og fleiri dæmi séu að koma upp um að svo sé ekki. Tekjur bæjarstjóra hafa verið til umfjöllunar eftir að tekjublað Frjálsrar verslunar birti gögn úr álagningskrá ríkisskattstjóra. Níu tekjuhæstu sveitarstjórarnir eru með hærri laun en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún hefur gagnrýnt þessa þróun, meðal annars í þættinum Víglínan á Stöð 2 á síðasta ári. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í samtali við RÚV í gær að aðalatriðið sé gagnsæi og framkvæmdastjórar sveitarfélaga geti svarað fyrir þau laun sem eru greidd. Hann sagði ekki heppilegt að reyna miðstýra þessum háttum og kallar eftir ábyrgð sveitarfélaganna varðandi launaþróun.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.BSRBSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær launamun æðstu stjórnenda sveitarfélaga og annarra starfsmanna óréttlátan og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði launamunin svívirðilegan. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl eigi að tryggja að efsta lag samfélagsins eigi ekki að hækka meira heldur en samið var um í þeirra kjarasamningum. Hann segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningar um yfirbyggingu. „Ef við tökum bara fjöldann sem búum á þessu landi, um þrjú hundruð og sextíu þúsund manns, við náum ekki fjöldanum í Manchester til dæmis, samt erum við með bæjarstjóra og sveitarstjórnir út um allar trissur og yfirbyggingu eftir því,“ segir Ragnar.Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ trónir á toppi launalista bæjarstjóra landsins með tæplega þrjár milljónir á mánuði. Um helmingi hærri laun en borgarstjórinn í London.Ragnar segir há laun og yfirbyggingu sveitarfélaga vekja upp spurningar um hvort hugsa þurfi kerfið upp á nýtt og tekur sem dæmi Lífeyrissjóðina og rekstrarkostnaðinn þar og yfirbyggingu þeirra. „Hún er með þvílíkum eindæmum. Ég tók það saman og sá að fjörutíu og einn stjórnandi innan lífeyrissjóðanna fengu samanlagt yfir 800 milljónir í launagreiðslur á síðasta ári. Þetta eru svakalegar tölur þegar þú tekur þetta saman, sérstaklega í ljósi þess að við erum nánast á sama blettinum, segir Ragnar Ragnar segir að vel sé fylgst með þróun þessara mála eftir að Lífskjarasamningurinn var undirritaður. „Og við erum með endurskoðunarákvæði og við munum svo sannarlega nýta okkur það ef að forsendur eru ekki til staðar að halda þessu áfram og þess vegna er svo mikilvægt að allir sýni ábyrgð í samfélaginu til þess að halda þessu saman. En það eru alltaf fleiri og fleiri dæmi sem eru að koma upp um að það sé ekki og ef það heldur svo áfram að þá getum við leitt líkum að því að samningar munu ekki halda þegar upp er staðið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Formaður VR segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningu um yfirbyggingu sveitarfélaga. Hann segir Lífskjarasamninginn eiga að tryggja að efsta lag samfélagsins hækki ekki meira heldur en samið var um kjarasamningum en að fleiri og fleiri dæmi séu að koma upp um að svo sé ekki. Tekjur bæjarstjóra hafa verið til umfjöllunar eftir að tekjublað Frjálsrar verslunar birti gögn úr álagningskrá ríkisskattstjóra. Níu tekjuhæstu sveitarstjórarnir eru með hærri laun en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún hefur gagnrýnt þessa þróun, meðal annars í þættinum Víglínan á Stöð 2 á síðasta ári. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í samtali við RÚV í gær að aðalatriðið sé gagnsæi og framkvæmdastjórar sveitarfélaga geti svarað fyrir þau laun sem eru greidd. Hann sagði ekki heppilegt að reyna miðstýra þessum háttum og kallar eftir ábyrgð sveitarfélaganna varðandi launaþróun.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.BSRBSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær launamun æðstu stjórnenda sveitarfélaga og annarra starfsmanna óréttlátan og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði launamunin svívirðilegan. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl eigi að tryggja að efsta lag samfélagsins eigi ekki að hækka meira heldur en samið var um í þeirra kjarasamningum. Hann segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningar um yfirbyggingu. „Ef við tökum bara fjöldann sem búum á þessu landi, um þrjú hundruð og sextíu þúsund manns, við náum ekki fjöldanum í Manchester til dæmis, samt erum við með bæjarstjóra og sveitarstjórnir út um allar trissur og yfirbyggingu eftir því,“ segir Ragnar.Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ trónir á toppi launalista bæjarstjóra landsins með tæplega þrjár milljónir á mánuði. Um helmingi hærri laun en borgarstjórinn í London.Ragnar segir há laun og yfirbyggingu sveitarfélaga vekja upp spurningar um hvort hugsa þurfi kerfið upp á nýtt og tekur sem dæmi Lífeyrissjóðina og rekstrarkostnaðinn þar og yfirbyggingu þeirra. „Hún er með þvílíkum eindæmum. Ég tók það saman og sá að fjörutíu og einn stjórnandi innan lífeyrissjóðanna fengu samanlagt yfir 800 milljónir í launagreiðslur á síðasta ári. Þetta eru svakalegar tölur þegar þú tekur þetta saman, sérstaklega í ljósi þess að við erum nánast á sama blettinum, segir Ragnar Ragnar segir að vel sé fylgst með þróun þessara mála eftir að Lífskjarasamningurinn var undirritaður. „Og við erum með endurskoðunarákvæði og við munum svo sannarlega nýta okkur það ef að forsendur eru ekki til staðar að halda þessu áfram og þess vegna er svo mikilvægt að allir sýni ábyrgð í samfélaginu til þess að halda þessu saman. En það eru alltaf fleiri og fleiri dæmi sem eru að koma upp um að það sé ekki og ef það heldur svo áfram að þá getum við leitt líkum að því að samningar munu ekki halda þegar upp er staðið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira