Steindi ætlar að koma með titilinn heim Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. ágúst 2019 06:30 Rock Thor Jr. og móðir hans, Sigríður Erna. Stífar æfingar voru í gangi þegar Fréttablaðið náði tali af Steinþóri Hróari Steinþórssyni. Hann keppir fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramótinu í luftgítar sem fram fer í finnsku borginni Oulu. Steinþór er Íslendingum kunnur sem Steindi Jr. en á mótinu gengur hann undir nafninu Rock Thor Jr. Steindi segir að listamaðurinn Sjón eigi heiðurinn af hinu nýja nafni. Sjón hefur verið ráðgjafi Steinda í ferlinu. Hann var sjálfur frumkvöðull í luftgítar á heimsvísu er hann lék með Sykurmolunum og kallaði sig Johnny Triumph. „Það er alltaf verið að taka hluti af Íslendingum, við fundum Ameríku, við fundum upp kokteilsósuna. Ég ætla að koma með þennan titil heim,“ segir Steindi ákveðinn. „Ég er mjög peppaður í þetta,“ segir Steindi. „Það má segja að Eurovision fölni í samanburði við þessa keppni. Hingað streyma þúsundir og stórir fjölmiðlar á borð við BBC eru hérna að fjalla um keppnina.“ Á sviðinu mun Steindi „spila“ undir við eitt lag, sem er bræðingur frá rokksveitum á borð við AC/DC. Hann hefur aðeins eina mínútu til að heilla dómnefndina sem inniheldur meðal annarra Doug Blair, gítarleikara W.A.S.P. Steindi spilar sjálfur ekki á alvöru gítar en það er ekki skilyrði. „Mig hefur alltaf langað til að verða bestur í einhverju. Ég sá auglýsingu fyrir Íslandsmeistaramótið á Eistnaflugi og ákvað að taka þetta mjög alvarlega og æfði stíft.“ Spurður um hver sé lykillinn að góðri frammistöðu í luftgítar segir Steindi: „Mestu máli skiptir að ná tengingu við áhorfendurna. Síðan skiptir búningurinn máli, líkamleg frammistaða og fleira. Við þurfum líka að fylgja reglunum, eins og að mega ekki „týna“ gítarnum.“ Með Steinda í för er Sigríður Erna Valgeirsdóttir, móðir hans, og hún er álíka spennt og hann. „Ég fór með til að peppa hann og sjá hann vinna keppnina. Ég er stolt af stráknum,“ segir Sigríður. Segir hún mikla stemningu í Oulu og fólk á öllum aldri þar samankomið. „Ég er ekki eina mamman sem fylgir keppanda, ég hitti eina frá Japan.“ Ríkjandi heimsmeistari er japönsk stúlka að nafni Nanami Nagura, sem gengur undir nafninu Seven Seas. Á meðal keppinauta Steinda í ár eru Bandaríkjamaðurinn Nordic Thunder og Frakkinn French Kiss. Líkt og Hatari gerði í Eurovision vill Steindi reyna að nýta tækifærið til að koma pólitískum skilaboðum á framfæri. „Pútín er að lenda í Helsinki í dag. Hann veit að það eru margir Rússar að keppa hérna. Ef hann kemur á keppnina reyni ég að ná tali af honum undir fjögur augu,“ segir Steindi áður en hann heldur aftur til æfinga. Birtist í Fréttablaðinu Finnland Tónlist Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Sjá meira
Stífar æfingar voru í gangi þegar Fréttablaðið náði tali af Steinþóri Hróari Steinþórssyni. Hann keppir fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramótinu í luftgítar sem fram fer í finnsku borginni Oulu. Steinþór er Íslendingum kunnur sem Steindi Jr. en á mótinu gengur hann undir nafninu Rock Thor Jr. Steindi segir að listamaðurinn Sjón eigi heiðurinn af hinu nýja nafni. Sjón hefur verið ráðgjafi Steinda í ferlinu. Hann var sjálfur frumkvöðull í luftgítar á heimsvísu er hann lék með Sykurmolunum og kallaði sig Johnny Triumph. „Það er alltaf verið að taka hluti af Íslendingum, við fundum Ameríku, við fundum upp kokteilsósuna. Ég ætla að koma með þennan titil heim,“ segir Steindi ákveðinn. „Ég er mjög peppaður í þetta,“ segir Steindi. „Það má segja að Eurovision fölni í samanburði við þessa keppni. Hingað streyma þúsundir og stórir fjölmiðlar á borð við BBC eru hérna að fjalla um keppnina.“ Á sviðinu mun Steindi „spila“ undir við eitt lag, sem er bræðingur frá rokksveitum á borð við AC/DC. Hann hefur aðeins eina mínútu til að heilla dómnefndina sem inniheldur meðal annarra Doug Blair, gítarleikara W.A.S.P. Steindi spilar sjálfur ekki á alvöru gítar en það er ekki skilyrði. „Mig hefur alltaf langað til að verða bestur í einhverju. Ég sá auglýsingu fyrir Íslandsmeistaramótið á Eistnaflugi og ákvað að taka þetta mjög alvarlega og æfði stíft.“ Spurður um hver sé lykillinn að góðri frammistöðu í luftgítar segir Steindi: „Mestu máli skiptir að ná tengingu við áhorfendurna. Síðan skiptir búningurinn máli, líkamleg frammistaða og fleira. Við þurfum líka að fylgja reglunum, eins og að mega ekki „týna“ gítarnum.“ Með Steinda í för er Sigríður Erna Valgeirsdóttir, móðir hans, og hún er álíka spennt og hann. „Ég fór með til að peppa hann og sjá hann vinna keppnina. Ég er stolt af stráknum,“ segir Sigríður. Segir hún mikla stemningu í Oulu og fólk á öllum aldri þar samankomið. „Ég er ekki eina mamman sem fylgir keppanda, ég hitti eina frá Japan.“ Ríkjandi heimsmeistari er japönsk stúlka að nafni Nanami Nagura, sem gengur undir nafninu Seven Seas. Á meðal keppinauta Steinda í ár eru Bandaríkjamaðurinn Nordic Thunder og Frakkinn French Kiss. Líkt og Hatari gerði í Eurovision vill Steindi reyna að nýta tækifærið til að koma pólitískum skilaboðum á framfæri. „Pútín er að lenda í Helsinki í dag. Hann veit að það eru margir Rússar að keppa hérna. Ef hann kemur á keppnina reyni ég að ná tali af honum undir fjögur augu,“ segir Steindi áður en hann heldur aftur til æfinga.
Birtist í Fréttablaðinu Finnland Tónlist Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Sjá meira