Amin var vísað úr landi þrátt fyrir hungurverkfall Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2019 17:17 Amin Ghayszadeh er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Amin Ghayszadeh, hælisleitandi frá Íran, hefur verið vísað úr landi. Þetta staðfesti Magnús D. Norðdahl, lögmaður Amin, í samtali við Fréttablaðið. Sunna Sæmundsdóttir ræddi við Amin í síðustu viku en hann hafði þá verið í hungurverkfalli í tólf daga til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun sinni til Grikklands. Amin Ghayszadeh er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Hann segist hafa orðið fyrir ofsóknum eftir að hafa skipt um trú og snúist frá Íslam til kristni. Þar sem hann óttaðist um líf sitt lagði hann á flótta. „Ég er frá Íran og átti bæði í trúarlegum og pólitískum erfiðleikum. Þess vegna varð ég að flýja," segir Amin Ghayszadeh.Sjá einnig: Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“Hann kom til Íslands í desember í fyrra og sótti um hæli. Líkt og margir aðrir flóttamenn fór hann þó fyrst til Grikklands þar sem honum var veitt alþjóðleg vernd. Hælisleitendur í þeirri stöðu eru endursendir þangað. Rauði krossinn á Íslandi hefur þó ítrekað varað við þessum endursendingum vegna bágra aðstæðna sem bíða fólksins þar. Umsókn Amins hlaut ekki efnismeðferð. Útlendingastofnun hafnaði honum í sumar og í byrjun ágúst hafnaði kærunefnd útlendingamála frestun á réttaráhrifum.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið sem tekið var við Amin í síðustu viku á meðan hungurverkfallinu stóð. Grikkland Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Mál tveggja ára stúlku sem hefur verið vísað úr landi fer fyrir Landsrétt Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess aðÞjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu. 9. ágúst 2019 19:00 Komu til Íslands á flótta en reka nú veitingastað og túlkaþjónustu Þau Hassan Raza Akbari og Zahra Mesbah Sayed Ali opnuðu í gær veitingastaðinn Afghan Style í Rimahverfinu í Grafarvogi. Staðurinn er sá fyrsti sem býður upp á afganskan skyndibita hér á landi. Hassan kom hingað til lands árið 2007 sem hælisleitandi en Zahra kom árið 2012 sem kvótaflóttamaður. 8. ágúst 2019 08:30 Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“ Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. 3. september 2019 19:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Amin Ghayszadeh, hælisleitandi frá Íran, hefur verið vísað úr landi. Þetta staðfesti Magnús D. Norðdahl, lögmaður Amin, í samtali við Fréttablaðið. Sunna Sæmundsdóttir ræddi við Amin í síðustu viku en hann hafði þá verið í hungurverkfalli í tólf daga til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun sinni til Grikklands. Amin Ghayszadeh er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Hann segist hafa orðið fyrir ofsóknum eftir að hafa skipt um trú og snúist frá Íslam til kristni. Þar sem hann óttaðist um líf sitt lagði hann á flótta. „Ég er frá Íran og átti bæði í trúarlegum og pólitískum erfiðleikum. Þess vegna varð ég að flýja," segir Amin Ghayszadeh.Sjá einnig: Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“Hann kom til Íslands í desember í fyrra og sótti um hæli. Líkt og margir aðrir flóttamenn fór hann þó fyrst til Grikklands þar sem honum var veitt alþjóðleg vernd. Hælisleitendur í þeirri stöðu eru endursendir þangað. Rauði krossinn á Íslandi hefur þó ítrekað varað við þessum endursendingum vegna bágra aðstæðna sem bíða fólksins þar. Umsókn Amins hlaut ekki efnismeðferð. Útlendingastofnun hafnaði honum í sumar og í byrjun ágúst hafnaði kærunefnd útlendingamála frestun á réttaráhrifum.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið sem tekið var við Amin í síðustu viku á meðan hungurverkfallinu stóð.
Grikkland Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Mál tveggja ára stúlku sem hefur verið vísað úr landi fer fyrir Landsrétt Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess aðÞjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu. 9. ágúst 2019 19:00 Komu til Íslands á flótta en reka nú veitingastað og túlkaþjónustu Þau Hassan Raza Akbari og Zahra Mesbah Sayed Ali opnuðu í gær veitingastaðinn Afghan Style í Rimahverfinu í Grafarvogi. Staðurinn er sá fyrsti sem býður upp á afganskan skyndibita hér á landi. Hassan kom hingað til lands árið 2007 sem hælisleitandi en Zahra kom árið 2012 sem kvótaflóttamaður. 8. ágúst 2019 08:30 Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“ Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. 3. september 2019 19:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Mál tveggja ára stúlku sem hefur verið vísað úr landi fer fyrir Landsrétt Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess aðÞjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu. 9. ágúst 2019 19:00
Komu til Íslands á flótta en reka nú veitingastað og túlkaþjónustu Þau Hassan Raza Akbari og Zahra Mesbah Sayed Ali opnuðu í gær veitingastaðinn Afghan Style í Rimahverfinu í Grafarvogi. Staðurinn er sá fyrsti sem býður upp á afganskan skyndibita hér á landi. Hassan kom hingað til lands árið 2007 sem hælisleitandi en Zahra kom árið 2012 sem kvótaflóttamaður. 8. ágúst 2019 08:30
Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“ Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. 3. september 2019 19:00