Utanríkisráðuneytið greiddi KOM mest Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. september 2019 10:33 Starfsmenn utanríkisráðuneytisins við Rauðárstíg hafa aðgang að um 70 tíma- og vefritum. Vísir/VG Utanríkisráðuneytið greiddi rúmlega 7,5 milljónir króna á síðasta ári í hvers kyns áskriftir að dagblöðum, tímaritum og miðlum. Hæsta greiðslan var til almannatengslaskrifstofunnar KOM vegna fréttarits þess, Iceland News Brief, eða 1,6 milljónir króna. Þetta er meðal þess kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar. Þar má sjá að áskriftir ráðuneytisins voru alls 70 talsins og eru þær jafnt að alþjóðlegum stórtímaritum; á borð við Washington Post, Le Monde, Der Spiegel og Fiskeribladet, sem og vefritum og orðabókavefjum á borð við Snöru. Í útskýringu ráðuneytisins segir að oft er um nokkrar áskriftir að ræða, eins og í tilfelli Snöru þar sem þær eru 55 talsins.Friðjón Friðjónsson er framkvæmdastjóri og eigandi KOM.Í mörgum tilvikum sé einnig um að ræða rafrænan aðgang að miðlum og áskriftir „sem veita fjölmörgum aðilum, t.d. ræðisskrifstofum vegna landkynningarmála og öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar vegna aðgengis að gögnum, upplýsingum og greiningum.“ Ætla má að ráðuneytið sé þar m.a. að vísa til fyrrnefnds fréttabréfs KOM, sem sagt er ætlað þeim sem sem starfa í alþjóðlegu umhverfi og vilja fylgjast með gangi mála á Íslandi. Fréttabréfið er gefið út tvisvar í viku og inniheldur stutta samantekt frétta af íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi. Ráðuneytið er með eina áskrift að fréttabréfinu og hefur greitt fyrir hana 1,6 milljónir á ári sem fyrr segir. „Áskrifendur eru stjórnendur erlendra fyrirtækja með starfsemi á Íslandi, íslensk sendiráð erlendis, sendiráð erlendra ríkja í stjórnmálasambandi við Ísland auk ræðismanna Íslands um allan heim og stjórnenda erlendra fjármálafyrirtækja,“ segir í útskýringu almannatengslastofunnar og bætt við að fréttabréfið er sent til áskrifenda á rafrænu formi. Samkvæmt upplýsingum frá KOM fá um 200 starfsmenn utanríkisþjónustunnar fréttabréfið sent til sín með tölvupósti tvisvar í viku. Árleg áskrift að fréttabréfinu kostar 100 þúsund krónur og því ættu 200 móttakendur að greiða um 20 milljónir fyrir áskriftina. Ráðuneytið fær því „vænan afslátt“ að sögn KOM. Fyrirspurn Björns Levís og svar ráðuneytisins má nálgast hér.Fréttin var uppfærð kl. 11:45 eftir að nánari upplýsingar bárust frá KOM. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Utanríkisráðuneytið greiddi rúmlega 7,5 milljónir króna á síðasta ári í hvers kyns áskriftir að dagblöðum, tímaritum og miðlum. Hæsta greiðslan var til almannatengslaskrifstofunnar KOM vegna fréttarits þess, Iceland News Brief, eða 1,6 milljónir króna. Þetta er meðal þess kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar. Þar má sjá að áskriftir ráðuneytisins voru alls 70 talsins og eru þær jafnt að alþjóðlegum stórtímaritum; á borð við Washington Post, Le Monde, Der Spiegel og Fiskeribladet, sem og vefritum og orðabókavefjum á borð við Snöru. Í útskýringu ráðuneytisins segir að oft er um nokkrar áskriftir að ræða, eins og í tilfelli Snöru þar sem þær eru 55 talsins.Friðjón Friðjónsson er framkvæmdastjóri og eigandi KOM.Í mörgum tilvikum sé einnig um að ræða rafrænan aðgang að miðlum og áskriftir „sem veita fjölmörgum aðilum, t.d. ræðisskrifstofum vegna landkynningarmála og öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar vegna aðgengis að gögnum, upplýsingum og greiningum.“ Ætla má að ráðuneytið sé þar m.a. að vísa til fyrrnefnds fréttabréfs KOM, sem sagt er ætlað þeim sem sem starfa í alþjóðlegu umhverfi og vilja fylgjast með gangi mála á Íslandi. Fréttabréfið er gefið út tvisvar í viku og inniheldur stutta samantekt frétta af íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi. Ráðuneytið er með eina áskrift að fréttabréfinu og hefur greitt fyrir hana 1,6 milljónir á ári sem fyrr segir. „Áskrifendur eru stjórnendur erlendra fyrirtækja með starfsemi á Íslandi, íslensk sendiráð erlendis, sendiráð erlendra ríkja í stjórnmálasambandi við Ísland auk ræðismanna Íslands um allan heim og stjórnenda erlendra fjármálafyrirtækja,“ segir í útskýringu almannatengslastofunnar og bætt við að fréttabréfið er sent til áskrifenda á rafrænu formi. Samkvæmt upplýsingum frá KOM fá um 200 starfsmenn utanríkisþjónustunnar fréttabréfið sent til sín með tölvupósti tvisvar í viku. Árleg áskrift að fréttabréfinu kostar 100 þúsund krónur og því ættu 200 móttakendur að greiða um 20 milljónir fyrir áskriftina. Ráðuneytið fær því „vænan afslátt“ að sögn KOM. Fyrirspurn Björns Levís og svar ráðuneytisins má nálgast hér.Fréttin var uppfærð kl. 11:45 eftir að nánari upplýsingar bárust frá KOM.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira