Semen Altman, hinn 73 ára gamli þjálfari landsliðs Moldóvu, var ánægður með sína menn eftir 3-0 tapið gegn Íslandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli í dag.
Moldóvar áttu aldrei möguleika en þetta var fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Altman.
„Þetta var erfiður leikur. Við vorum tilbúnir í langar sóknir Íslendinga. Við gerðum okkar besta,“ sagði Altman og óskaði íslenska liðinu til hamingju með framistöðuna.
Hann hrósaði sínum mönnum fyrir að hafa verið klárir í verkið og reynt sitt besta. Ísland væri hins vegar sterkt lið og leikurinn verið góð reynsla fyrir gestina.
Það var alls ekki þannig að Moldóvar hefðu ekki reynt í leiknum í dag. En gæði vantaði og hugmyndir. Þeir virtust ekki alveg ganga í takt í aðgerðum sínum.
Aðspurður um möguleika Íslands sagði Altman það þjálfara Íslands að ræða um íslenska liðið.
„Íslendingar hafa sýnt að þeir eru mjög góðir.“
Þjálfari Moldóva hæstánægður með sína menn
Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar

Mest lesið

„Hann er tekinn út úr leiknum“
Körfubolti


„Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“
Körfubolti

Valur einum sigri frá úrslitum
Handbolti

Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér
Íslenski boltinn


Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð
Íslenski boltinn

Fyrsta deildartap PSG
Fótbolti

„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Íslenski boltinn
