

Huggulegt matarboð
Oftast er það þó þannig að eftir matarboðin eru allir sáttir og sælir. Skilaboðin fljúga á milli um hvað það hafi verið gaman að hittast og að þetta hafi ekki verið neitt mál og „við ættum að gera þetta miklu oftar“.
En auðvitað eru til undantekningar. Um daginn heyrði ég af fólki sem ætlaði að bjóða vinum sínum í mat og gerðu brúðkaupsafmæli sitt að tilefni. Eftirfarandi samskipti áttu sér stað í skilaboðaforriti:
„Hæhæ. Til hamingju með brúðkaupsafmælið og takk kærlega fyrir að bjóða okkur í mat á föstudaginn eftir 3 vikur. Við þiggjum það að sjálfsögðu. Reyndar komumst við ekki þann dag en eigum auðveldara með að koma á sunnudaginn eftir 2 vikur. Þannig að við komum bara þá. Já, og við reyndar höfum ekki tíma til þess að borða kvöldmat þannig að við mætum bara í hádeginu.“
Gestgjafarnir urðu ögn hvumsa en féllust á tillöguna og svöruðu: „Ekkert mál. Sjáumst í brunch á sunnudaginn eftir tvær vikur.“
En skilaboðin urðu aðeins fleiri frá gestunum. „Æði. Við erum á ketó og mætum með okkar eigin mat. Vonum að það sé í lagi. Annað; við erum ljósfælin og það væri því gott að fá staðfestingu á því að það verði dregið fyrir alla glugga þegar við komum. Við fáum kannski að senda mann heim til ykkar einhvern tímann á laugardaginn til þess að skoða gardínurnar. Ef þær eru ekki nógu góðar, þá er það ekkert mál. Við erum meira en til í að láta setja upp nýjar gardínur fyrir ykkur og þið þurfið ekkert að borga fyrir það. Vonum að þetta sé í góðu lagi. Hlökkum geggjað til að hitta ykkur.“
Gestgjafarnir voru orðnir verulega hissa á þessum samskiptum. Þau höfðu haldið nokkur matarboð með vinum úr sama vinahópi vikurnar á undan og það hafði ekki verið neitt svona vesen. En góð vinátta er gulls ígildi, hugsuðu þau og héldu sínu striki. „Við verðum líklega lítið heima á laugardaginn. Getum ábyrgst að gluggatjöldin eru vel þétt :) Auk þess spáir skýjuðu, þannig að þetta verður ekkert mál. Sjáumst hress,“ var svarið sem þau ákváðu að senda.
Engin fyrirhöfn
Gestirnir voru fljótir að sjá skapandi lausnir á þessari stöðu. „Hæ hæ. Takk fyrir skilaboðin og skilninginn á ljósfælni okkar. Hún er alvöru vandamál. Er þá ekki bara best að þið skiljið íbúðina eftir opna á laugardaginn og okkar menn komi sér bara sjálfir inn og setji upp hlerana? Það er allt í lagi okkar vegna. Þeir geta þá skoðað í leiðinni hvort það sé eitthvað annað sem þurfi að laga fyrir boðið.“
Getsgjafarnir vissu varla hvaðan á þau stóð veðrið og voru farin að velta fyrir sér hvort þetta væri hrekkur. Þau svöruðu: „Haha. Þið segið nokkuð. Eigum við kannski ekki bara að láta tæma stofuna þannig að þið getið komið með ykkar eigin húsgögn líka ;-). Sjáumst á sunnudaginn.“
Óhætt er að segja að þessi tilraun gestgjafanna hafi sprungið illilega í andlitið á þeim. Gestirnir svöruðu: „Vá. Þið eruð SVO GÓÐIR VINIR. Við ætluðum ekki að þora að spyrja um þetta. En þið þurfið alls ekki að hafa neinar áhyggjur af húsgögnunum. Við viljum alls ekki að það sé verið að hafa fyrir okkur þannig að mennirnir sem koma á laugardaginn geta bara séð um að taka út öll húsgögnin ykkar og koma með stólana sem henta betur fyrir okkur. Það er ekkert mál. Og við skulum passa upp á að þeir gangi vel frá þannig að þið verðið fljót að finna aftur ykkar eigin húsgögn og getið raðað þeim alveg eins og þið viljið þegar við erum farin.“
Gestgjafarnir svöruðu: „Eruð þið að grínast?“
En nei. Það var alls ekki. „Haha. Nei, ekkert grín. Við sjáum bara um að hreinsa til og gera íbúðina tilbúna fyrir matarboðið. Þetta verður rosa gaman. Sjáumst á sunnudaginn. P.S. Er í lagi að við komum með hafnaboltakylfur ef það yrði ráðist á okkur…óvíst að vita hvar óvinir sitja á fleti fyrir, og allt það?“
Tens og lítið glens
Matarboðið gekk víst bara vel. Kannski ekki mjög skemmtilegt. Andrúmsloftið er aðeins tens þegar gestirnir mæta vopnaðir og þá er erfiðara að vera með gaman og glens. Svo truflaði það einhverja nágranna að gestirnir lögðu bílnum sínum þvert yfir götuna þannig að enginn komst leiðar sinnar klakklaust. Og í þetta skipti var ekki hægt að segja eftir matarboðið að þetta hafi „ekki verið nein fyrirhöfn“ og gestgjafarnir ekki beint í skapi til að stinga upp á að „við ættum að gera þetta miklu oftar“. En samt—alltaf gaman að hitta góða vini.
Skoðun

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar