Borgarstjóra brugðið yfir byssumynd DV Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2019 21:00 Dagur segist ýmsu vanur frá DV en ekki muna eftir annarri slíkri myndbirtingu. Vísir Dagblaðið DV birti samsetta mynd af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, þar sem byssumaður miðar skotvopni að höfði hans á vefsíðu sinni í kvöld. Myndin hefur síðan verið fjarlægð. Borgarstjóri segist ýmsu vanur af hálfu DV í borgarstjórnarmálum en að honum hafi verið brugðið þegar hann sá myndina. Myndin fylgdi upphaflega frétt DV um umræður í Facebook-hópnum „Stjórnmálaspjallinu“ um að Dagur hefði komið á hjóli í Höfða á fund með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Í fréttinni eru birt nokkur ummæli án þess að þeir sem höfðu þau uppi sé nafngreindir, þar á meðal ein þar sem sagði: „Hvar er riffillinn núna?“ Máni Snær Þorláksson, blaðamaður DV sem er skrifaður fyrir fréttinni á vef DV, staðfesti við Vísi að myndin af borgarstjóra með skuggamynd af manni miða riffli að höfðinu á honum hafi verið sett saman af DV en ekki fengin úr Facebook-hópnum. Spurður að því hvort DV hefði talið myndavalið við hæfi sagðist Máni Snær skilja hvernig myndin gæti misskilist, hún hafi verið unnin í fljótfærni og hann sæi að myndin væri ekki við hæfi. Hún yrði fjarlægð. Skipt hafði verið um mynd með fréttinni á níunda tímanum í kvöld en þá hafði upphaflega myndin lifað á vefsíðu DV í rúmar tvær klukkustundir.Hér má sjá skjáskot af samsettu myndinni sem DV birti á vef sínum í kvöld. Hún hefur síðan verið fjarlægð.SkjáskotÁbyrgðarhluti í ljósi nýlegra hótana gegn ráðherra Borgarstjóri hafði ekki séð mynd DV þegar Vísir óskaði eftir viðbrögðum hans í kvöld. Hann sagðist telja það afar sérstakt og alvarlegt dómgreindarleysi að sækja skítkast djúpt inn á internetið og lyfta því upp með slíkum „myndgjörningi“. „Mér var mjög brugðið að sjá þetta, satt best að segja, þó að maður sé ýmsu vanur, sérstaklega undanfarið, frá DV þegar kemur að borgarmálunum, þá man ég ekki eftir neinu svona,“ segir Dagur við Vísi. Spurður að því hvort að hann telji hættulegt af fjölmiðli að birta mynd sem gæti skilist sem hvatning til ofbeldis rifjar Dagur upp að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hafi fengið líflátshótun vegna þriðja orkupakkans nýlega. „Þess vegna er það ábyrgðarhluti að lyfta einhverju sem gæti skilist þannig eins og það sé sjálfsagt eða venjulegur hlutur,“ segir borgarstjóri. Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Sjá meira
Dagblaðið DV birti samsetta mynd af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, þar sem byssumaður miðar skotvopni að höfði hans á vefsíðu sinni í kvöld. Myndin hefur síðan verið fjarlægð. Borgarstjóri segist ýmsu vanur af hálfu DV í borgarstjórnarmálum en að honum hafi verið brugðið þegar hann sá myndina. Myndin fylgdi upphaflega frétt DV um umræður í Facebook-hópnum „Stjórnmálaspjallinu“ um að Dagur hefði komið á hjóli í Höfða á fund með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Í fréttinni eru birt nokkur ummæli án þess að þeir sem höfðu þau uppi sé nafngreindir, þar á meðal ein þar sem sagði: „Hvar er riffillinn núna?“ Máni Snær Þorláksson, blaðamaður DV sem er skrifaður fyrir fréttinni á vef DV, staðfesti við Vísi að myndin af borgarstjóra með skuggamynd af manni miða riffli að höfðinu á honum hafi verið sett saman af DV en ekki fengin úr Facebook-hópnum. Spurður að því hvort DV hefði talið myndavalið við hæfi sagðist Máni Snær skilja hvernig myndin gæti misskilist, hún hafi verið unnin í fljótfærni og hann sæi að myndin væri ekki við hæfi. Hún yrði fjarlægð. Skipt hafði verið um mynd með fréttinni á níunda tímanum í kvöld en þá hafði upphaflega myndin lifað á vefsíðu DV í rúmar tvær klukkustundir.Hér má sjá skjáskot af samsettu myndinni sem DV birti á vef sínum í kvöld. Hún hefur síðan verið fjarlægð.SkjáskotÁbyrgðarhluti í ljósi nýlegra hótana gegn ráðherra Borgarstjóri hafði ekki séð mynd DV þegar Vísir óskaði eftir viðbrögðum hans í kvöld. Hann sagðist telja það afar sérstakt og alvarlegt dómgreindarleysi að sækja skítkast djúpt inn á internetið og lyfta því upp með slíkum „myndgjörningi“. „Mér var mjög brugðið að sjá þetta, satt best að segja, þó að maður sé ýmsu vanur, sérstaklega undanfarið, frá DV þegar kemur að borgarmálunum, þá man ég ekki eftir neinu svona,“ segir Dagur við Vísi. Spurður að því hvort að hann telji hættulegt af fjölmiðli að birta mynd sem gæti skilist sem hvatning til ofbeldis rifjar Dagur upp að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hafi fengið líflátshótun vegna þriðja orkupakkans nýlega. „Þess vegna er það ábyrgðarhluti að lyfta einhverju sem gæti skilist þannig eins og það sé sjálfsagt eða venjulegur hlutur,“ segir borgarstjóri.
Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Sjá meira
Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15