Fyrsti leikur Bendtner fer fram á bak við luktar dyr: Hræddir við Bendtner-æðið í Köben Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2019 14:00 Nicklas Bendtner á blaðamannafundi þegar hann var kynntur sem leikmaður FCK. Getty/ Lars Ronbog Það hefur gripið um sannkallað Bendtner æði í Kaupmannahöfn eftir að danski knattspyrnumaðurinn Nicklas Bendtner ákvað að snúa heim til Danmerkur og semja við FCK. Allar FCK treyjurnar seldust upp á fyrsta sólarhringnum eftir að fréttist af samningi Bendtner við danska félagið. Nú er áhuginn svo mikill að fyrsti leikur Nicklas Bendtner fyrir FC Kaupamannahöfn verður að vera spilaður á bak við lokaðar dyr. Ástæðan fyrir því að engum áhorfendum verður hleypt inn á leikinn er að forráðamenn FCK óttast það að æfingavöllurinn myndi fyllast af fólki og þeir myndu ekki ráða við eitt eða neitt.'It's gone wild': Nicklas Bendtner to make first FC Copenhagen appearance behind closed doors for fear of overcrowding. By @m_christensonhttps://t.co/GRqc0kqG0h — Guardian sport (@guardian_sport) September 5, 2019Hinn 31 árs gamli Nicklas Bendtner kom til danska félagsins á frjálsri sölu en hann hefur spilað erlendis síðan að hann var sextán ára þar af í langan tíma með Arsenal en nú síðast með Rosenborg í Noregi. Þetta verður fyrsti fótboltaleikur Nicklas Bendtner síðan 28. apríl en umræddur æfingaleikur er á móti nágrönnunum í Bröndby og fer hann fram á þriðjudaginn kemur. „Þetta er klikkað. Ég held að markaðsdeildin okkar hafi aldrei lent í svona áður. Við þurfum örugglega að fara aftur til Preben Elkjær á níunda áratugnum til að finna annan danskan leikmann sem hefur svona mikla hetjustöðu meðal danskra knattspyrnuáhugamanna,“ sagði Ståle Solbakken stjóri FCK. „Þessi leikur er á móti Bröndby og það er alltaf eins og stríð. Það er ekki mögulegt að hleypa fólki inn. Það myndu koma stuðningsmenn frá báðum félögum og allt í einu væru við komin með þrjú til fjögur þúsund manns á æfingaleik. Við ráðum ekki við það á okkar æfingavelli,“ sagði Solbakken. Danski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Það hefur gripið um sannkallað Bendtner æði í Kaupmannahöfn eftir að danski knattspyrnumaðurinn Nicklas Bendtner ákvað að snúa heim til Danmerkur og semja við FCK. Allar FCK treyjurnar seldust upp á fyrsta sólarhringnum eftir að fréttist af samningi Bendtner við danska félagið. Nú er áhuginn svo mikill að fyrsti leikur Nicklas Bendtner fyrir FC Kaupamannahöfn verður að vera spilaður á bak við lokaðar dyr. Ástæðan fyrir því að engum áhorfendum verður hleypt inn á leikinn er að forráðamenn FCK óttast það að æfingavöllurinn myndi fyllast af fólki og þeir myndu ekki ráða við eitt eða neitt.'It's gone wild': Nicklas Bendtner to make first FC Copenhagen appearance behind closed doors for fear of overcrowding. By @m_christensonhttps://t.co/GRqc0kqG0h — Guardian sport (@guardian_sport) September 5, 2019Hinn 31 árs gamli Nicklas Bendtner kom til danska félagsins á frjálsri sölu en hann hefur spilað erlendis síðan að hann var sextán ára þar af í langan tíma með Arsenal en nú síðast með Rosenborg í Noregi. Þetta verður fyrsti fótboltaleikur Nicklas Bendtner síðan 28. apríl en umræddur æfingaleikur er á móti nágrönnunum í Bröndby og fer hann fram á þriðjudaginn kemur. „Þetta er klikkað. Ég held að markaðsdeildin okkar hafi aldrei lent í svona áður. Við þurfum örugglega að fara aftur til Preben Elkjær á níunda áratugnum til að finna annan danskan leikmann sem hefur svona mikla hetjustöðu meðal danskra knattspyrnuáhugamanna,“ sagði Ståle Solbakken stjóri FCK. „Þessi leikur er á móti Bröndby og það er alltaf eins og stríð. Það er ekki mögulegt að hleypa fólki inn. Það myndu koma stuðningsmenn frá báðum félögum og allt í einu væru við komin með þrjú til fjögur þúsund manns á æfingaleik. Við ráðum ekki við það á okkar æfingavelli,“ sagði Solbakken.
Danski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira