Hugverk eða tréverk Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. september 2019 07:00 Íslenskt listalíf er kröftugt á heimsmælikvarða. Fyrir því er engin ein ástæða. Þó er hægt að fullyrða að listamannalaun og umhverfið sem listamönnum er hér skapað hefur meðal annars orðið til þess að íslenskt leikhús er metnaðarfullt, bókaútgáfa er í blóma, kvikmyndir eru stóriðja og myndlistarlífið í Reykjavík minnir á stórborg. Listamenn á borð við Björk og Ólaf Elíasson eru orðnir að fyrirtækjum, með fjölda fólks í vinnu. Ragnar Kjartansson, einn þekktasti myndlistarmaður samtímans, hefur sagst vera „eingetin afurð listamannalauna“. Stórbrotið listalíf smáþjóðar sýnir svo ekki verður um villst að hér er eitthvað gert rétt. Opinber stuðningur við list hefur verið stefna stjórnvalda um árabil. Endalaust má svo deila um hvernig það skuli gert. Ávinningurinn fyrir íslenskt samfélag er hins vegar ótvíræður. Land án listar væri fátækara samfélag. Listir eru auðlind í breiðari skilningi en þeim sem metinn verður í krónum og aurum. Þó blasir við samspil skapandi greina og annarrar atvinnustarfsemi. Galleristar og smiðir nærast á myndlistarmönnum. Hönnuðir, prentarar og bóksalar eiga allt sitt undir rithöfundum. Tónleikahátíðir sem trekkja að ferðamenn væru ekki haldnar án tónlistarmanna sem svo skapa störf fyrir tæknimenn. Þau merku tíðindi urðu svo í vikunni að Alþingi samþykkti tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að greiðslur til höfunda eða annarra rétthafa hugverks verði skattlagðar sem fjármagnstekjur í stað launatekna. Á mannamáli þýðir það að tekjur listamanna, vegna til dæmis tónlistarflutnings í útvarpi, upplesturs á ritverkum eða birtingar á myndverkum í bókum, verða skattlagðar eins og aðrar tekjur fólks af eignum sínum. Fjármagnstekjuskattur er 22 prósent. Til samanburðar er launaskattur í lægra þrepi 37 prósent og í efra þrepi 46 prósent. Fyrir málinu hefur lengi verið barist af hálfu þeirra sem í hlut eiga. Þeim hefur þótt ósanngjarnt að hugverk sé ekki skattlagt eins og tréverk; með öðrum orðum, að hugverkavarið efni sé ekki skattlagt eins og önnur peningaleg verðmæti á borð við fasteignir, fjármuni eða hlutabréf. Sanngjarnara sé að afnot af hugverkum, hvort sem um ræðir bækur, tónlist eða myndlist, sé skattlagt eins og um húsaleigu sé að ræða. Eflaust verður áfram þráttað um hvernig styrkja skuli skapandi greinar. Listamannalaun eru þyrnir í augum sumra. Afrek listamannanna okkar innan og utan landsteinanna sýna hins vegar svo ekki verður um villst að stefna stjórnvalda hefur margborgað sig; bæði í eiginlegum verðmætum og í þeirri lífsfyllingu sem listin veitir okkur. Skattalækkun fjármálaráðherrans er tímabær, sanngjörn og hið besta mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt listalíf er kröftugt á heimsmælikvarða. Fyrir því er engin ein ástæða. Þó er hægt að fullyrða að listamannalaun og umhverfið sem listamönnum er hér skapað hefur meðal annars orðið til þess að íslenskt leikhús er metnaðarfullt, bókaútgáfa er í blóma, kvikmyndir eru stóriðja og myndlistarlífið í Reykjavík minnir á stórborg. Listamenn á borð við Björk og Ólaf Elíasson eru orðnir að fyrirtækjum, með fjölda fólks í vinnu. Ragnar Kjartansson, einn þekktasti myndlistarmaður samtímans, hefur sagst vera „eingetin afurð listamannalauna“. Stórbrotið listalíf smáþjóðar sýnir svo ekki verður um villst að hér er eitthvað gert rétt. Opinber stuðningur við list hefur verið stefna stjórnvalda um árabil. Endalaust má svo deila um hvernig það skuli gert. Ávinningurinn fyrir íslenskt samfélag er hins vegar ótvíræður. Land án listar væri fátækara samfélag. Listir eru auðlind í breiðari skilningi en þeim sem metinn verður í krónum og aurum. Þó blasir við samspil skapandi greina og annarrar atvinnustarfsemi. Galleristar og smiðir nærast á myndlistarmönnum. Hönnuðir, prentarar og bóksalar eiga allt sitt undir rithöfundum. Tónleikahátíðir sem trekkja að ferðamenn væru ekki haldnar án tónlistarmanna sem svo skapa störf fyrir tæknimenn. Þau merku tíðindi urðu svo í vikunni að Alþingi samþykkti tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að greiðslur til höfunda eða annarra rétthafa hugverks verði skattlagðar sem fjármagnstekjur í stað launatekna. Á mannamáli þýðir það að tekjur listamanna, vegna til dæmis tónlistarflutnings í útvarpi, upplesturs á ritverkum eða birtingar á myndverkum í bókum, verða skattlagðar eins og aðrar tekjur fólks af eignum sínum. Fjármagnstekjuskattur er 22 prósent. Til samanburðar er launaskattur í lægra þrepi 37 prósent og í efra þrepi 46 prósent. Fyrir málinu hefur lengi verið barist af hálfu þeirra sem í hlut eiga. Þeim hefur þótt ósanngjarnt að hugverk sé ekki skattlagt eins og tréverk; með öðrum orðum, að hugverkavarið efni sé ekki skattlagt eins og önnur peningaleg verðmæti á borð við fasteignir, fjármuni eða hlutabréf. Sanngjarnara sé að afnot af hugverkum, hvort sem um ræðir bækur, tónlist eða myndlist, sé skattlagt eins og um húsaleigu sé að ræða. Eflaust verður áfram þráttað um hvernig styrkja skuli skapandi greinar. Listamannalaun eru þyrnir í augum sumra. Afrek listamannanna okkar innan og utan landsteinanna sýna hins vegar svo ekki verður um villst að stefna stjórnvalda hefur margborgað sig; bæði í eiginlegum verðmætum og í þeirri lífsfyllingu sem listin veitir okkur. Skattalækkun fjármálaráðherrans er tímabær, sanngjörn og hið besta mál.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun