Píratar misstu yfirsýn yfir fjármál flokksins Björn Þorfinnsson skrifar 3. september 2019 06:15 Unnar kennir vaxtarverkjum um að yfirsýn hafi tapast. Fréttablaðið/valli Stjórnmálaflokkur Pírata tapaði 12,5 milljónum króna árið 2018. Þetta kom í ljós þegar ársreikningurinn var gerður opinber á aðalfundi flokksins um nýliðna helgi. Árlegt framlag ríkisins til Pírata er 72 milljónir króna og því kom rekstrarniðurstaðan fundarmönnum í opna skjöldu. Sérstaklega vakti sú staðreynd athygli að slegið hafði verið skammtímalán fyrir rúmlega 22 milljónum króna. Unnar Þór Sæmundsson, sem gegnt hefur embætti gjaldkera flokksins undanfarið ár, segir fjárhagslega stöðu hans þó sterka og reiknar með að Píratar verði skuldlausir í janúar á næsta ári. Margir þættir hafi stuðlað að þessari rekstrarniðurstöðu, meðal annars hafi skort yfirsýn yfir dýra kosningabaráttu flokksins. „Það má eiginlega kenna vaxtarverkjum um. Umfang starfsemi Pírata hefur aukist gríðarlega og þeir ferlar sem voru til staðar virkuðu ekki. Það olli því að yfirsýn yfir fjármálin tapaðist að einhverju leyti í kosningabaráttunni. Meðal annars var talsvert misræmi á því hvað aðildarfélögin fengu útdeilt af fjármunum. Það var ekki sanngjarnt og eitthvað sem við hyggjumst koma í veg fyrir að gerist aftur,“ segir hann. Unnar Þór segir að gríðarleg vinna hafi farið í að greina hvað fór úrskeiðis og koma fjármálum flokksins í réttan farveg. Liður í því hafi verið að opna bókhald flokksins, sem hafi verið harðlæst frá 2016. „Það brýtur í bága við lög Pírata að hafa ekki bókhaldið opinbert og því höfðum við að leiðarljósi að vinda ofan af því. Það tókst og við erum hreykin af því að geta opnað bókhaldið. Það leiðir síðan óhjákvæmilega til heilbrigðra skoðanaskipta um hvernig fjármunum flokksins sé ráðstafað,“ segir Unnar Þór. Að hans sögn eru Píratar að ganga í gegnum talsverðar breytingar á starfsemi sinni. „Þetta hefur verið sjálfboðaliðahreyfing frá upphafi en með auknum umsvifum fer að verða erfiðara að fá hæft fólk til að taka að sér verkefni í sjálfboðavinnu sem eru í raun full vinna. Stefna Pírata er sú að hafa flatan strúktúr en það er ekki þar með sagt að það eigi ekki að vera neinn strúktúr. Hreyfingin þarf því að taka þá umræðu hvort greiða skuli þóknun fyrir ákveðin verkefni innan flokksins,“ segir Unnar Þór. Hann ákvað að gefa ekki áfram kost á sér í embætti gjaldkera á aðalfundinum en mun sitja áfram í framkvæmdaráði flokksins. Ráðið mun síðan tilnefna eftirmann hans úr sínum röðum. „Þetta er mikilvægt og umfangsmikið starf og ég er viss um að við munum finna hæfan einstakling í embættið,“ segir Unnar Þór. Hann mun þó hvergi slá af varðandi starf sitt fyrir flokkinn því hann hyggst reyna fyrir sér í prófkjöri flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Píratar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira
Stjórnmálaflokkur Pírata tapaði 12,5 milljónum króna árið 2018. Þetta kom í ljós þegar ársreikningurinn var gerður opinber á aðalfundi flokksins um nýliðna helgi. Árlegt framlag ríkisins til Pírata er 72 milljónir króna og því kom rekstrarniðurstaðan fundarmönnum í opna skjöldu. Sérstaklega vakti sú staðreynd athygli að slegið hafði verið skammtímalán fyrir rúmlega 22 milljónum króna. Unnar Þór Sæmundsson, sem gegnt hefur embætti gjaldkera flokksins undanfarið ár, segir fjárhagslega stöðu hans þó sterka og reiknar með að Píratar verði skuldlausir í janúar á næsta ári. Margir þættir hafi stuðlað að þessari rekstrarniðurstöðu, meðal annars hafi skort yfirsýn yfir dýra kosningabaráttu flokksins. „Það má eiginlega kenna vaxtarverkjum um. Umfang starfsemi Pírata hefur aukist gríðarlega og þeir ferlar sem voru til staðar virkuðu ekki. Það olli því að yfirsýn yfir fjármálin tapaðist að einhverju leyti í kosningabaráttunni. Meðal annars var talsvert misræmi á því hvað aðildarfélögin fengu útdeilt af fjármunum. Það var ekki sanngjarnt og eitthvað sem við hyggjumst koma í veg fyrir að gerist aftur,“ segir hann. Unnar Þór segir að gríðarleg vinna hafi farið í að greina hvað fór úrskeiðis og koma fjármálum flokksins í réttan farveg. Liður í því hafi verið að opna bókhald flokksins, sem hafi verið harðlæst frá 2016. „Það brýtur í bága við lög Pírata að hafa ekki bókhaldið opinbert og því höfðum við að leiðarljósi að vinda ofan af því. Það tókst og við erum hreykin af því að geta opnað bókhaldið. Það leiðir síðan óhjákvæmilega til heilbrigðra skoðanaskipta um hvernig fjármunum flokksins sé ráðstafað,“ segir Unnar Þór. Að hans sögn eru Píratar að ganga í gegnum talsverðar breytingar á starfsemi sinni. „Þetta hefur verið sjálfboðaliðahreyfing frá upphafi en með auknum umsvifum fer að verða erfiðara að fá hæft fólk til að taka að sér verkefni í sjálfboðavinnu sem eru í raun full vinna. Stefna Pírata er sú að hafa flatan strúktúr en það er ekki þar með sagt að það eigi ekki að vera neinn strúktúr. Hreyfingin þarf því að taka þá umræðu hvort greiða skuli þóknun fyrir ákveðin verkefni innan flokksins,“ segir Unnar Þór. Hann ákvað að gefa ekki áfram kost á sér í embætti gjaldkera á aðalfundinum en mun sitja áfram í framkvæmdaráði flokksins. Ráðið mun síðan tilnefna eftirmann hans úr sínum röðum. „Þetta er mikilvægt og umfangsmikið starf og ég er viss um að við munum finna hæfan einstakling í embættið,“ segir Unnar Þór. Hann mun þó hvergi slá af varðandi starf sitt fyrir flokkinn því hann hyggst reyna fyrir sér í prófkjöri flokksins fyrir næstu alþingiskosningar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Píratar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira