Meðferðin á útlendingum á vinnumarkaðnum Sólveig Anna Jónsdóttir og Agnieszka Ewa Ziólkowska skrifar 19. september 2019 08:00 Undanfarin ár hefur miklu púðri verið varið í að vekja athygli á þeim launamun sem ríkir á milli karla og kvenna á Íslandi. Er það afar réttmætt. Á hinn bóginn hafa þau sem stýra umræðunni í samfélaginu sýnt margháttuðum brotum atvinnurekenda gagnvart erlendum starfsmönnum í láglaunastörfum lítinn sem engan áhuga, þrátt fyrir að þar sé augljóslega um kerfisbundið misrétti að ræða. Nýútkomin skýrsla ASÍ sem ber heitið Hvað mætir útlendingum á íslenskum vinnumarkaði? sýnir svo ekki verður um villst það sem undirritaðar hafa lengi vitað: Á Íslandi eru í það minnsta tveir vinnumarkaðir. Einn er sá sem mætir menntuðu millitekjufólki, vinnumarkaður þar sem launaþjófnaður og ill meðferð eru sjaldgæf fyrirbæri. Allt annar er svo sá sem bíður láglaunafólks, ekki síst þeim sem hingað koma frá öðrum löndum. Í skýrslunni kemur fram svart á hvítu að helmingur launakrafna fjögurra stærstu aðildarfélaga ASÍ er frá aðfluttu fólki sem eru þó aðeins 19% alls vinnuafls í landinu.Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar.Útlendingar á íslenskum vinnumarkaði eru ekki aðeins líklegri til að verða fyrir launaþjófnaði og að komið sé í veg fyrir að þeir geti nýtt veikinda- og frítökurétt, rétt sem að verkafólk fyrri tíma lagði allt í sölurnar til að vinna. Til viðbótar við þá ömurlegu hegðun atvinnurekenda bætist við vanvirðandi framkoma, hótanir og það að aðgangur að húsaskjóli á gróðavæddum húsnæðismarkaði er notaður til að kúga fólk til hlýðni. Undirritaðar hafa einnig séð með eigin augum hvernig trúnaðarmenn af erlendum uppruna þurfa að þola að atvinnuöryggi þeirra er ógnað af yfirmönnum og atvinnurekendum sem þola ekki að þeir berjist fyrir eigin réttindum og félaga sinna. Ill meðferð og sviksemi gagnvart útlendingum og öðru láglaunafólki er smán á íslensku samfélagi. En auðvitað er ekki við öðru að búast en að þau sem minnst hafa völdin í samfélaginu verði helst fyrir kerfisbundnu óréttlæti. Réttlæti og sanngirni eru gildi sem hverfa fljótt þegar réttur hins sterka til að græða verður það sem allt snýst um. Gróðadýrkunin sem fengið hefur að gegnsýra íslenskt þjóðfélag hefur raunverulegar og alvarlegar afleiðingar fyrir vinnandi fólk og það er löngu tímabært að allir horfist í augu við það. Við setjum fram þá kröfu að á íslenskum vinnumarkaði verði farið í einu og öllu eftir kjarasamningum og að stjórnvöld efni samstundis loforðin frá því síðasta vor um að heimildir til refsinga verði auknar svo að ekki verði lengur hægt að komast með upp að stela af fólki launum eins og ekkert sé. Sannleikurinn er nefnilega sá að það er nákvæmlega staðan eins og hún er í dag. Við gerum okkur jafnframt grein fyrir því að eina lausnin sem dugar til langframa er að við sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks stöndum saman hlið við hlið, sama hvaðan við komum og sýnum að okkur er full alvara þegar við segjumst ætla að knýja fram þær breytingar sem við viljum sjá. Enginn getur neitað því að íslenskt samfélag hvílir á vinnu okkar og við sem lifum af því að selja aðgang að vinnuaflinu okkar vitum að samstaðan er okkar beittasta vopn. Með því að standa saman, hvaðan sem við komum úr veröldinni, tryggjum við best að réttindi okkar allra séu virt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sólveig Anna Jónsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur miklu púðri verið varið í að vekja athygli á þeim launamun sem ríkir á milli karla og kvenna á Íslandi. Er það afar réttmætt. Á hinn bóginn hafa þau sem stýra umræðunni í samfélaginu sýnt margháttuðum brotum atvinnurekenda gagnvart erlendum starfsmönnum í láglaunastörfum lítinn sem engan áhuga, þrátt fyrir að þar sé augljóslega um kerfisbundið misrétti að ræða. Nýútkomin skýrsla ASÍ sem ber heitið Hvað mætir útlendingum á íslenskum vinnumarkaði? sýnir svo ekki verður um villst það sem undirritaðar hafa lengi vitað: Á Íslandi eru í það minnsta tveir vinnumarkaðir. Einn er sá sem mætir menntuðu millitekjufólki, vinnumarkaður þar sem launaþjófnaður og ill meðferð eru sjaldgæf fyrirbæri. Allt annar er svo sá sem bíður láglaunafólks, ekki síst þeim sem hingað koma frá öðrum löndum. Í skýrslunni kemur fram svart á hvítu að helmingur launakrafna fjögurra stærstu aðildarfélaga ASÍ er frá aðfluttu fólki sem eru þó aðeins 19% alls vinnuafls í landinu.Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar.Útlendingar á íslenskum vinnumarkaði eru ekki aðeins líklegri til að verða fyrir launaþjófnaði og að komið sé í veg fyrir að þeir geti nýtt veikinda- og frítökurétt, rétt sem að verkafólk fyrri tíma lagði allt í sölurnar til að vinna. Til viðbótar við þá ömurlegu hegðun atvinnurekenda bætist við vanvirðandi framkoma, hótanir og það að aðgangur að húsaskjóli á gróðavæddum húsnæðismarkaði er notaður til að kúga fólk til hlýðni. Undirritaðar hafa einnig séð með eigin augum hvernig trúnaðarmenn af erlendum uppruna þurfa að þola að atvinnuöryggi þeirra er ógnað af yfirmönnum og atvinnurekendum sem þola ekki að þeir berjist fyrir eigin réttindum og félaga sinna. Ill meðferð og sviksemi gagnvart útlendingum og öðru láglaunafólki er smán á íslensku samfélagi. En auðvitað er ekki við öðru að búast en að þau sem minnst hafa völdin í samfélaginu verði helst fyrir kerfisbundnu óréttlæti. Réttlæti og sanngirni eru gildi sem hverfa fljótt þegar réttur hins sterka til að græða verður það sem allt snýst um. Gróðadýrkunin sem fengið hefur að gegnsýra íslenskt þjóðfélag hefur raunverulegar og alvarlegar afleiðingar fyrir vinnandi fólk og það er löngu tímabært að allir horfist í augu við það. Við setjum fram þá kröfu að á íslenskum vinnumarkaði verði farið í einu og öllu eftir kjarasamningum og að stjórnvöld efni samstundis loforðin frá því síðasta vor um að heimildir til refsinga verði auknar svo að ekki verði lengur hægt að komast með upp að stela af fólki launum eins og ekkert sé. Sannleikurinn er nefnilega sá að það er nákvæmlega staðan eins og hún er í dag. Við gerum okkur jafnframt grein fyrir því að eina lausnin sem dugar til langframa er að við sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks stöndum saman hlið við hlið, sama hvaðan við komum og sýnum að okkur er full alvara þegar við segjumst ætla að knýja fram þær breytingar sem við viljum sjá. Enginn getur neitað því að íslenskt samfélag hvílir á vinnu okkar og við sem lifum af því að selja aðgang að vinnuaflinu okkar vitum að samstaðan er okkar beittasta vopn. Með því að standa saman, hvaðan sem við komum úr veröldinni, tryggjum við best að réttindi okkar allra séu virt.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun