Kvikmyndin skartar virtum og reynslumiklum Hollywood leikurum, þeim John Hawkes, sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna, og Logan Lerman, sem hefur leikið í fjölmörgum stórmyndum eins og The Perks of Being a Wallflower.
End of Sentence er fyrsta mynd Elfars í fullri lengd, en stuttmynd hans Sailcloth hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin á RIFF árið 2011, auk þess að vinna Edduverðlaunin sem stuttmynd ársins 2012. Hún var líka lokaúrtak BAFTA- og Óskarsverðlauna það árið.
Vísir frumsýnir í dag nýja stiklu úr kvikmyndinni sem sjá má hér að neðan.