Líflátshótanir bróðurins í garð óléttrar eiginkonu leiddu til nálgunarbanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2019 13:47 Aaron og Nick Carter þegar allt lék í lyndi. Vísir/getty Nick Carter, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys, hefur fengið nálgunarbann á bróður sinn, Aaron Carter, eftir að sá síðarnefndi hótaði óléttri eiginkonu Nicks lífláti. Í yfirlýsingu sem Nick sendi frá sér í gær segir að honum hafi ekki verið annarra kosta völ en að fara fram á nálgunarbann „í ljósi hegðunar Aarons sem varð sífellt kvíðvænlegri.“ Með nálgunarbanninu er Aaroni gert að halda sig í a.m.k. þrjátíu metra fjarlægð frá Nick, fjölskyldu hans og heimili þeirra í Las Vegas. „Eftir að hafa íhugað málið vandlega þykir okkur systur minni, Angel, leitt að tilkynna að við sjáum okkur knúin til að fá nálgunarbann á bróður okkar, Aaron,“ segir í yfirlýsingunni. „[…] hann elur í brjósti hugmyndir og ásetning um að ráða óléttri eiginkonu minni og ófæddu barni mínu bana.“ Aaron kveðst gáttaður á ásökunum bróður síns. „Ég vil engum illt, síst af öllu fjölskyldu minni,“ sagði hann í færslu sem birtist á Twitter í gær.I am astounded at the accusations being made against me and I do not wish harm to anyone, especially my family.— Aaron Carter (@aaroncarter) September 17, 2019 Aaron hefur lengi glímt við fíknivanda og andleg veikindi og hefur verið óvæginn í garð bróður síns á Twitter síðan fregnir bárust af nálgunarbanninu. Aaroni hefur til að mynda verið tíðrætt um ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Nick en nauðgunarkæra gegn honum var látin niður falla í fyrra. Bræðurnir, sem eru báðir tónlistarmenn, nutu töluverðra vinsælda á tíunda áratugnum og snemma á þessari öld. Þeir komu saman fram í raunveruleikaþættinum House of Carters, þar sem fylgst var með stormasömu heimilislífi bræðranna og þriggja systra þeirra. Nick tilkynnti um það í maí síðastliðnum að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni, Lauren Carter. Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Nick Carter úr Backstreet Boys ekki ákærður fyrir nauðgun Hafði verið sakaður um að nauðga söngkonunni Melissa Schuman árið 2003. 12. september 2018 08:30 Einn söngvara Backstreet Boys hafnar ásökun um nauðgun Söngkona úr stúlknahljómsveit frá 10. áratugnum sakar Nick Carter úr Backstreet Boys um að hafa nauðgað sér árið 2002. 22. nóvember 2017 21:43 Backstreet Boys koma öllum á óvart með nýju lagi og myndbandi Bandaríska ofursveitin Backstreet Boys hefur gefið út nýtt lag og myndband við lagið Don't Go Breaking My Heart. 17. maí 2018 08:55 Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Sjá meira
Nick Carter, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys, hefur fengið nálgunarbann á bróður sinn, Aaron Carter, eftir að sá síðarnefndi hótaði óléttri eiginkonu Nicks lífláti. Í yfirlýsingu sem Nick sendi frá sér í gær segir að honum hafi ekki verið annarra kosta völ en að fara fram á nálgunarbann „í ljósi hegðunar Aarons sem varð sífellt kvíðvænlegri.“ Með nálgunarbanninu er Aaroni gert að halda sig í a.m.k. þrjátíu metra fjarlægð frá Nick, fjölskyldu hans og heimili þeirra í Las Vegas. „Eftir að hafa íhugað málið vandlega þykir okkur systur minni, Angel, leitt að tilkynna að við sjáum okkur knúin til að fá nálgunarbann á bróður okkar, Aaron,“ segir í yfirlýsingunni. „[…] hann elur í brjósti hugmyndir og ásetning um að ráða óléttri eiginkonu minni og ófæddu barni mínu bana.“ Aaron kveðst gáttaður á ásökunum bróður síns. „Ég vil engum illt, síst af öllu fjölskyldu minni,“ sagði hann í færslu sem birtist á Twitter í gær.I am astounded at the accusations being made against me and I do not wish harm to anyone, especially my family.— Aaron Carter (@aaroncarter) September 17, 2019 Aaron hefur lengi glímt við fíknivanda og andleg veikindi og hefur verið óvæginn í garð bróður síns á Twitter síðan fregnir bárust af nálgunarbanninu. Aaroni hefur til að mynda verið tíðrætt um ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Nick en nauðgunarkæra gegn honum var látin niður falla í fyrra. Bræðurnir, sem eru báðir tónlistarmenn, nutu töluverðra vinsælda á tíunda áratugnum og snemma á þessari öld. Þeir komu saman fram í raunveruleikaþættinum House of Carters, þar sem fylgst var með stormasömu heimilislífi bræðranna og þriggja systra þeirra. Nick tilkynnti um það í maí síðastliðnum að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni, Lauren Carter.
Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Nick Carter úr Backstreet Boys ekki ákærður fyrir nauðgun Hafði verið sakaður um að nauðga söngkonunni Melissa Schuman árið 2003. 12. september 2018 08:30 Einn söngvara Backstreet Boys hafnar ásökun um nauðgun Söngkona úr stúlknahljómsveit frá 10. áratugnum sakar Nick Carter úr Backstreet Boys um að hafa nauðgað sér árið 2002. 22. nóvember 2017 21:43 Backstreet Boys koma öllum á óvart með nýju lagi og myndbandi Bandaríska ofursveitin Backstreet Boys hefur gefið út nýtt lag og myndband við lagið Don't Go Breaking My Heart. 17. maí 2018 08:55 Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Sjá meira
Nick Carter úr Backstreet Boys ekki ákærður fyrir nauðgun Hafði verið sakaður um að nauðga söngkonunni Melissa Schuman árið 2003. 12. september 2018 08:30
Einn söngvara Backstreet Boys hafnar ásökun um nauðgun Söngkona úr stúlknahljómsveit frá 10. áratugnum sakar Nick Carter úr Backstreet Boys um að hafa nauðgað sér árið 2002. 22. nóvember 2017 21:43
Backstreet Boys koma öllum á óvart með nýju lagi og myndbandi Bandaríska ofursveitin Backstreet Boys hefur gefið út nýtt lag og myndband við lagið Don't Go Breaking My Heart. 17. maí 2018 08:55