Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2019 09:02 Vilhjálmur Árnason segir togstreituna í lögreglunni lúta að fleiri þáttum en bíla- og búningamálum. Hún hafi verið viðvarandi í töluverðan tíma. FBL/Anton brink Vilhjálmur Árnason, fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. Ólgan innan lögreglunnar hafi lengi fengið að byggjast upp þannig að lögreglumenn, sem séu „seinþreyttir til vandræða,“ geti ekki lengur setið á sér. Haraldur Johannessen hafi gegnt stöðunni í rúma tvo áratugi og eðlilegt væri ef skipunartími ríkislögreglustjóra væri takmarkaður, eins og á við um marga aðra háttasetta embættismenn ríkissins. „Ég get alveg sagt það að mikið af þessu sem er til umræðu núna, sem tengist innra skipulagi lögreglunnar og svo starfsmannamálum innan ríkislögreglustjóraembættisins, það hefur verið togstreita um þetta í töluverðan tíma,“ segir Vilhjálmur, sem var lögreglumaður á árunum 2004 til 2013, í samtali við Bítið í morgun. Sú togstreita sé nú að koma upp á yfirborðið, þó svo að Vilhjálmur segist ekki upplifa vendingarnar sem valdabaráttu. Persónur og leikendur virðist ekki vera að sækjast eftir ákveðnum embættum. Deilurnar snúist frekar um skipulag lögregluembættanna. Fleira komið þó til en óánægja með fyrirkomulag búninga- og bílamála, sem hefur verið fyrirferðamikið í fjölmiðlum. „Það eru tölvumálin, það er hversu víðtæk aðstoð sérsveitarinnar er við önnur embætti heldur en hér á höfuðborgarsvæðinu og annað slíkt,“ segir Vilhjálmur.Haraldur Johanessen, ríkislögreglustjóri, fundaði með dómsmálaráðherra á mánudag um stöðuna innan lögreglunnar.Vísir/vilhelmTímatakmörk eðlileg Hann undirstrikar að þessi togstreita hafi fengið að grassera lengi - „og ég er ekkert endilega viss um að það sé hægt að klára hana með þeim leikendum sem eru núna,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um hvort þetta þýði að þingmaðurinn vilji að Haraldur Johanessen, ríkislögreglustjóri, víki úr embætti segir Vilhjálmur: „Þegar togstreitan hefur verið að byggjast upp í svona langan tíma að þá þætti mér það ekki óeðlilegt,“ og bætir við að Haraldur hafi gegnt embætti ríkislögreglustjóra í 22 ár. Það sé langur tími í jafn valdamiklum stól og segir Vilhjálmur að sér þætti eðlilegt að einhver takmörk yrðu sett á skipunartíma ríkislögreglustjóra. Hann er skipaður til fimm ára í senn og segir þingmaðurinn að sér þættu tvö tímabil hæfileg, 10 ár í það heila. Sambærilegar takmarkanir eigi við um skipunartíma annarra embættismanna ríkisins, eins og Þjóðleikhús- og Seðlabankastjóra. Vilhjálmur segist geta hugsað sér að beita sér fyrir slíku í tilfelli ríkislögreglustjóra, hafi dómsmálaráðuneytið ekki sjálft frumkvæði að því. Vilhjálmur vill þó ekki benda til einhvers eins „vendipunktar“ sem geti skýrt togstreituna innan lögreglunnar. Óánægjan hafi smám saman aukist í gegnum árin. Hann segir að þrátt fyrir ólguna verði það ekki tekið af Haraldi að hann hafi verið í framlínu lögreglunnar, embættis sem hefur notið mikils trausts almennings á undanförnum árum. Viðtalið við Vilhjálm má nálgast í heild hér að neðan. Bítið Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. 15. september 2019 13:58 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. Ólgan innan lögreglunnar hafi lengi fengið að byggjast upp þannig að lögreglumenn, sem séu „seinþreyttir til vandræða,“ geti ekki lengur setið á sér. Haraldur Johannessen hafi gegnt stöðunni í rúma tvo áratugi og eðlilegt væri ef skipunartími ríkislögreglustjóra væri takmarkaður, eins og á við um marga aðra háttasetta embættismenn ríkissins. „Ég get alveg sagt það að mikið af þessu sem er til umræðu núna, sem tengist innra skipulagi lögreglunnar og svo starfsmannamálum innan ríkislögreglustjóraembættisins, það hefur verið togstreita um þetta í töluverðan tíma,“ segir Vilhjálmur, sem var lögreglumaður á árunum 2004 til 2013, í samtali við Bítið í morgun. Sú togstreita sé nú að koma upp á yfirborðið, þó svo að Vilhjálmur segist ekki upplifa vendingarnar sem valdabaráttu. Persónur og leikendur virðist ekki vera að sækjast eftir ákveðnum embættum. Deilurnar snúist frekar um skipulag lögregluembættanna. Fleira komið þó til en óánægja með fyrirkomulag búninga- og bílamála, sem hefur verið fyrirferðamikið í fjölmiðlum. „Það eru tölvumálin, það er hversu víðtæk aðstoð sérsveitarinnar er við önnur embætti heldur en hér á höfuðborgarsvæðinu og annað slíkt,“ segir Vilhjálmur.Haraldur Johanessen, ríkislögreglustjóri, fundaði með dómsmálaráðherra á mánudag um stöðuna innan lögreglunnar.Vísir/vilhelmTímatakmörk eðlileg Hann undirstrikar að þessi togstreita hafi fengið að grassera lengi - „og ég er ekkert endilega viss um að það sé hægt að klára hana með þeim leikendum sem eru núna,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um hvort þetta þýði að þingmaðurinn vilji að Haraldur Johanessen, ríkislögreglustjóri, víki úr embætti segir Vilhjálmur: „Þegar togstreitan hefur verið að byggjast upp í svona langan tíma að þá þætti mér það ekki óeðlilegt,“ og bætir við að Haraldur hafi gegnt embætti ríkislögreglustjóra í 22 ár. Það sé langur tími í jafn valdamiklum stól og segir Vilhjálmur að sér þætti eðlilegt að einhver takmörk yrðu sett á skipunartíma ríkislögreglustjóra. Hann er skipaður til fimm ára í senn og segir þingmaðurinn að sér þættu tvö tímabil hæfileg, 10 ár í það heila. Sambærilegar takmarkanir eigi við um skipunartíma annarra embættismanna ríkisins, eins og Þjóðleikhús- og Seðlabankastjóra. Vilhjálmur segist geta hugsað sér að beita sér fyrir slíku í tilfelli ríkislögreglustjóra, hafi dómsmálaráðuneytið ekki sjálft frumkvæði að því. Vilhjálmur vill þó ekki benda til einhvers eins „vendipunktar“ sem geti skýrt togstreituna innan lögreglunnar. Óánægjan hafi smám saman aukist í gegnum árin. Hann segir að þrátt fyrir ólguna verði það ekki tekið af Haraldi að hann hafi verið í framlínu lögreglunnar, embættis sem hefur notið mikils trausts almennings á undanförnum árum. Viðtalið við Vilhjálm má nálgast í heild hér að neðan.
Bítið Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. 15. september 2019 13:58 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. 15. september 2019 13:58
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46