Miðflokkurinn myndi fagna uppstokkun á skipan nefnda Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2019 19:15 Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Standi aðrir flokkar ekki við það vilji Miðflokkurinn stokka alla skipan í nefndir upp enda flokkurinn orðinn sá fjölmennasti í stjórnarandstöðu. Ekki tókst að skipa Bergþór Ólason þingmanna Miðflokksins á ný í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í morgun að tillögu Miðflokksins. Þingmaður Viðreisnar í nefndinni tók undir tillögu áhreynarfulltrúa Pírata sem ekki hefur atkvæðarétt, að Karl Gauti Hjaltason samflokksmaður Bergþórs yrði formaður.Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er sitjandi formaður nefndarinnar.vísir/egillJón Gunnarsson sitjandi formaður nefndarinnar frestaði fundi þegar þessi staða kom upp og segir stjórnarandstöðuna verða að leysa úr því hvernig hún skipar í nefndir samkvæmt samkomulagi stjórnar- og stjórnarandstöðu frá upphafi kjörtímabilsins. „Þannig að þau verða fyrst og fremst að leysa þetta sín á milli í minnihlutanum.“ En er ekki óvenjulegt að það komi í raun og veru fram tillögur um tvo nefndarformenn úr sama flokki? „Jú það er mjög óvenjulegt. Og þá er tilefni til að skoða málið,“ sagði Jón að loknum nefndarfundi. Nefndin fundar aftur á morgun þar sem væntanlega verður gerð tilraun til að skipa Bergþór í formannsembættið. En hann lét tímabundið af formennsku í byrjun febrúar þegar nefndin varð nánast óstarfhæf eftir að samræður fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á klausturbarnum voru gerðar opinberar. Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokks Miðflokksins vill að staðið verði við samkomulagstjórnar og stjórnarandstöðu um skipan nefndarformanna. Það sé hins vegar ekki annarra flokka að ráða því hvern Miðflokkurinn skipar til verka. Að öðrum kosti sé samkomulagið í uppnámi. „Já, að sjálfsögðu er það. Við höfum náttúrlega líka lagt áherslu á það Miðflokkurinn að nú erum við stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og finnst að sjálfsögðu eðlilegt að það sé kosið upp á nýtt og skipað á ný í nefndir. Og fari allt í háaloft er að sjálfsögðu tækifæri til þess,“ segir Gunnar Bragi. Alþingi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Standi aðrir flokkar ekki við það vilji Miðflokkurinn stokka alla skipan í nefndir upp enda flokkurinn orðinn sá fjölmennasti í stjórnarandstöðu. Ekki tókst að skipa Bergþór Ólason þingmanna Miðflokksins á ný í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í morgun að tillögu Miðflokksins. Þingmaður Viðreisnar í nefndinni tók undir tillögu áhreynarfulltrúa Pírata sem ekki hefur atkvæðarétt, að Karl Gauti Hjaltason samflokksmaður Bergþórs yrði formaður.Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er sitjandi formaður nefndarinnar.vísir/egillJón Gunnarsson sitjandi formaður nefndarinnar frestaði fundi þegar þessi staða kom upp og segir stjórnarandstöðuna verða að leysa úr því hvernig hún skipar í nefndir samkvæmt samkomulagi stjórnar- og stjórnarandstöðu frá upphafi kjörtímabilsins. „Þannig að þau verða fyrst og fremst að leysa þetta sín á milli í minnihlutanum.“ En er ekki óvenjulegt að það komi í raun og veru fram tillögur um tvo nefndarformenn úr sama flokki? „Jú það er mjög óvenjulegt. Og þá er tilefni til að skoða málið,“ sagði Jón að loknum nefndarfundi. Nefndin fundar aftur á morgun þar sem væntanlega verður gerð tilraun til að skipa Bergþór í formannsembættið. En hann lét tímabundið af formennsku í byrjun febrúar þegar nefndin varð nánast óstarfhæf eftir að samræður fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á klausturbarnum voru gerðar opinberar. Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokks Miðflokksins vill að staðið verði við samkomulagstjórnar og stjórnarandstöðu um skipan nefndarformanna. Það sé hins vegar ekki annarra flokka að ráða því hvern Miðflokkurinn skipar til verka. Að öðrum kosti sé samkomulagið í uppnámi. „Já, að sjálfsögðu er það. Við höfum náttúrlega líka lagt áherslu á það Miðflokkurinn að nú erum við stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og finnst að sjálfsögðu eðlilegt að það sé kosið upp á nýtt og skipað á ný í nefndir. Og fari allt í háaloft er að sjálfsögðu tækifæri til þess,“ segir Gunnar Bragi.
Alþingi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent