Orkuverðið og umræðan Jón Skafti Gestsson skrifar 17. september 2019 09:35 Líflegar umræður um orkumál undanfarin misseri hafa líklegast ekki farið fram hjá mörgum. Í Bítinu 3. september sl. voru orkumál aftur til umræðu í tilefni samþykktar þriðja orkupakkans. Það er rétt að byrja á að þakka öllum hlutaðeigandi fyrir yfirvegaða og málefnalega umræðu um málaflokkinn. Þó eru nokkur atriði sem undirritaður vill gera athugasemdir við. Gestir og þáttastjórnendur voru sammála um að frá setningu gildandi raforkulaga hafi verðhækkanir verið slíkar að fólki sæi það auðveldlega á rafmagnreikningunum sínum. Reikningarnir væru nú þrír og samanlagt hærri en sá eini sem áður var. Orsökin var sögð vera hækkanir í flutningi og dreifingu, hjá Landsneti og veitufyrirtækjum. Orkustofnun hefði slakað of mikið á eftirlitshlutverki sínu. Þetta stenst tæpast skoðun. Raunverð til heimila hefur hækkað um 8% frá árinu 2006 en stærstur hluti þeirrar hækkunar kemur frá orkuframleiðendum og sölufyrirtækjum. Hlutur þeirra hefur hækkað um 10% úr 5,88 í 6,48 kr/kWst. Til samanburðar kostaði flutningur á raforku hjá Landsneti 2,2 kr/kWst árið 2006 og 2018 var kostnaðurinn 2,25 kr/kWst sem er vissulega hækkun upp á 2% en þar með er ekki öll sagan sögð. Verð á flutningi raforku sveiflast. Það náði lágmarki árið 2012 og hafði þá lækkað um 22%. Að jafnaði hefur verð Landsnets á þessum rúma áratug verið undir 2 kr/kWst.Heimild: EflaSé hlutfallslegur kostnaður skoðaður kemur svipuð mynd í ljós. Hlutfall flutnings af rafmagnsreikningi heimila var 12,6% árið 2006 en er nú 12% Að meðaltali hefur hann hins vegar verið 11% og fór lægst í 9,3%. Tekjur Landsnets af flutningi lúta ströngum reglum. Þær hækka þegar kerfið er styrkt eða endurnýjað en gjaldskráin lækkar þegar flutningur raforku eykst. Orkustofnun veitir Landsneti strangt aðhald og fer fram á ítarlegan rökstuðning til að tryggja að fjárfestingar fari ekki umfram það sem nauðsyn krefur. Eðli fjárfestinganna er hins vegar þannig að sveiflur eru óhjákvæmilegar. Lengri tíma meðaltal hefur hins vegar verið undir kostnaðinum sem var 2006. Undanfarin ár hefur Landsnet unnið að því að styrkja landshlutakerfin til að bæta afhendingaröryggi á landsbyggðinni í samræmi við lögbundið hlutverk sitt um að jafna atvinnutækifæri í landinu. Það hefur leitt til tímabundinnar hækkunar á flutningskostnaði en vonandi dylst engum að án stöðugs og áreiðanlegs rafmagns er rekstur nútímasamfélags ómögulegur. Stóra myndin er samt skýr og það er að kostnaður heimila af raforkuflutningi hefur verið lágur síðan breytingar á raforkulögum árið 2003 leiddu til stofnun Landsnets. Metnaður okkar hjá Landsneti stendur til að svo verði áfram.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Líflegar umræður um orkumál undanfarin misseri hafa líklegast ekki farið fram hjá mörgum. Í Bítinu 3. september sl. voru orkumál aftur til umræðu í tilefni samþykktar þriðja orkupakkans. Það er rétt að byrja á að þakka öllum hlutaðeigandi fyrir yfirvegaða og málefnalega umræðu um málaflokkinn. Þó eru nokkur atriði sem undirritaður vill gera athugasemdir við. Gestir og þáttastjórnendur voru sammála um að frá setningu gildandi raforkulaga hafi verðhækkanir verið slíkar að fólki sæi það auðveldlega á rafmagnreikningunum sínum. Reikningarnir væru nú þrír og samanlagt hærri en sá eini sem áður var. Orsökin var sögð vera hækkanir í flutningi og dreifingu, hjá Landsneti og veitufyrirtækjum. Orkustofnun hefði slakað of mikið á eftirlitshlutverki sínu. Þetta stenst tæpast skoðun. Raunverð til heimila hefur hækkað um 8% frá árinu 2006 en stærstur hluti þeirrar hækkunar kemur frá orkuframleiðendum og sölufyrirtækjum. Hlutur þeirra hefur hækkað um 10% úr 5,88 í 6,48 kr/kWst. Til samanburðar kostaði flutningur á raforku hjá Landsneti 2,2 kr/kWst árið 2006 og 2018 var kostnaðurinn 2,25 kr/kWst sem er vissulega hækkun upp á 2% en þar með er ekki öll sagan sögð. Verð á flutningi raforku sveiflast. Það náði lágmarki árið 2012 og hafði þá lækkað um 22%. Að jafnaði hefur verð Landsnets á þessum rúma áratug verið undir 2 kr/kWst.Heimild: EflaSé hlutfallslegur kostnaður skoðaður kemur svipuð mynd í ljós. Hlutfall flutnings af rafmagnsreikningi heimila var 12,6% árið 2006 en er nú 12% Að meðaltali hefur hann hins vegar verið 11% og fór lægst í 9,3%. Tekjur Landsnets af flutningi lúta ströngum reglum. Þær hækka þegar kerfið er styrkt eða endurnýjað en gjaldskráin lækkar þegar flutningur raforku eykst. Orkustofnun veitir Landsneti strangt aðhald og fer fram á ítarlegan rökstuðning til að tryggja að fjárfestingar fari ekki umfram það sem nauðsyn krefur. Eðli fjárfestinganna er hins vegar þannig að sveiflur eru óhjákvæmilegar. Lengri tíma meðaltal hefur hins vegar verið undir kostnaðinum sem var 2006. Undanfarin ár hefur Landsnet unnið að því að styrkja landshlutakerfin til að bæta afhendingaröryggi á landsbyggðinni í samræmi við lögbundið hlutverk sitt um að jafna atvinnutækifæri í landinu. Það hefur leitt til tímabundinnar hækkunar á flutningskostnaði en vonandi dylst engum að án stöðugs og áreiðanlegs rafmagns er rekstur nútímasamfélags ómögulegur. Stóra myndin er samt skýr og það er að kostnaður heimila af raforkuflutningi hefur verið lágur síðan breytingar á raforkulögum árið 2003 leiddu til stofnun Landsnets. Metnaður okkar hjá Landsneti stendur til að svo verði áfram.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði hjá Landsneti.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar