Rostungar Guðmundur Brynjólfsson skrifar 16. september 2019 07:00 Mamma sagði við mig, stundum þegar ég?var að rífa kjaft: „Vertu ekki með þennan rosta, Guðmundur.“ Þá var ég ungur. Rostungur. Það sem ég er að reyna að segja er þetta: Það hafa engir rostungar drepist út við Ísland, hvorki á landnámstíð eða síðar. Þeir hafa bara elst. Þessi kenning um einhverja íslenska rostunga sem eiga að hafa drepist út þegar landnámsmenn slysuðust hingað er ekki annað en blekking, til þess ætluð að draga athyglina frá fyrirhuguðum vegtollum. Sjáiði nú til: Það var einu sinni kona suður á Vatnsleysuströnd sem þurfti að fara í aðgerð á mjöðm. Hún var frekar fáfróð þessi kona og lítt veraldarvön og því hægt að segja henni eitt og annað. Sem hún trúði. Hún bar sig upp við nágranna sinn og lýsti yfir áhyggjum af þessari aðgerð. Granni hennar, spaugsamur maður, tjáði henni að svona opperasjón væri lítið mál. Það eina, sagði hann, sem gæti hugsanlega truflað hana síðar meir væri, að það yrði grætt í hana hundsbein í þessari aðgerð. En það myndi hafa þær afleiðingar að í hvert sinn sem hún þyrfti að pissa myndi lyftast á henni sá lærleggurinn sem væri neðan við umrædda mjöðm. Konan fór í aðgerðina, dauðhrædd, en meig eðlilega á eftir. Ástæðan fyrir því að maðurinn hafði logið þessu að blessaðri konunni var sú að hann var að missa hárið, en vildi draga athygli sveitunga sinna frá því; þeir hefðu þá um eitthvað annað að tala en verðandi skallann á honum. Af þessu má læra að sögur um vísindaleg stórmerki eru aldrei til neins annars meint en að táldraga og afvegaleiða sauðsvartan almúgann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Mamma sagði við mig, stundum þegar ég?var að rífa kjaft: „Vertu ekki með þennan rosta, Guðmundur.“ Þá var ég ungur. Rostungur. Það sem ég er að reyna að segja er þetta: Það hafa engir rostungar drepist út við Ísland, hvorki á landnámstíð eða síðar. Þeir hafa bara elst. Þessi kenning um einhverja íslenska rostunga sem eiga að hafa drepist út þegar landnámsmenn slysuðust hingað er ekki annað en blekking, til þess ætluð að draga athyglina frá fyrirhuguðum vegtollum. Sjáiði nú til: Það var einu sinni kona suður á Vatnsleysuströnd sem þurfti að fara í aðgerð á mjöðm. Hún var frekar fáfróð þessi kona og lítt veraldarvön og því hægt að segja henni eitt og annað. Sem hún trúði. Hún bar sig upp við nágranna sinn og lýsti yfir áhyggjum af þessari aðgerð. Granni hennar, spaugsamur maður, tjáði henni að svona opperasjón væri lítið mál. Það eina, sagði hann, sem gæti hugsanlega truflað hana síðar meir væri, að það yrði grætt í hana hundsbein í þessari aðgerð. En það myndi hafa þær afleiðingar að í hvert sinn sem hún þyrfti að pissa myndi lyftast á henni sá lærleggurinn sem væri neðan við umrædda mjöðm. Konan fór í aðgerðina, dauðhrædd, en meig eðlilega á eftir. Ástæðan fyrir því að maðurinn hafði logið þessu að blessaðri konunni var sú að hann var að missa hárið, en vildi draga athygli sveitunga sinna frá því; þeir hefðu þá um eitthvað annað að tala en verðandi skallann á honum. Af þessu má læra að sögur um vísindaleg stórmerki eru aldrei til neins annars meint en að táldraga og afvegaleiða sauðsvartan almúgann.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar