Malmö hafði í dag betur gegn Norrköping, 1-0, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Með sigrinum komst liðið í 47 stig og er tveimur stigum á eftir toppliði AIk.
Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn í liði Malmö sem og Guðmundur Þórarinsson hjá Norrköping, sem er í sjöunda sætinu með 40 stig.
Sigurmark leiksins kom á 56. mínútu. Sören Rieks skoraði eftir stoðsendingu Markus Rosenberg. Malmö hefur nú unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum en sjö umferðir eru eftir af tímabilinu í Svíþjóð.
