Sænski boltinn

Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan
Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum og reyndist hetja Malmö þegar liðið vann Elfsborg 2-1 í efstu deild sænsku knattspyrnunnar. Alls komu þrír Íslendingar við sögu.

Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum
Það er óhætt að segja að danska fótboltastjarnan Nadia Nadim sé ekki hrifin af þjálfaranum sem hún var með hjá AC Milan. Hún segist hafa fengið betri æfingar í flóttamannabúðunum á sínum tíma.

Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið
Ari Sigurpálsson átti algjöra draumabyrjun sem leikmaður Elfsborg, eftir söluna frá Víkingi, þegar hann skoraði í dag eftir að hafa spilað örfáar mínútur. Markið má sjá í greininni.

Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé
Miðverðirnir Hjörtur Hermannsson og Hlynur Freyr Karlsson voru báðir í byrjunarliðinu hjá sínum liðum í dag, í fyrsta leik eftir landsleikjahlé.

Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa
Íslenskar landsliðskonur voru á ferðinni í danska og sænska fótboltanum í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir eru í erfiðri stöðu í baráttunni um sæti í úrslitum danska bikarsins.

Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka
Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Malmö í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag og fagnaði sigri. Á Ítalíu lék Íslendingalið Venezia enn einn leikinn án þess að skora og varð að sætta sig við tap.

Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar
Alexandra Jóhannsdóttir var ekki lengi að skora sitt fyrsta mark fyrir Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, eftir komuna frá Ítalíu, og það með aðstoð liðsfélaga síns úr íslenska landsliðinu.

Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista
Arnór Sigurðsson er talinn vera besti nýliðinn í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fyrir komandi tímabil en tveir Íslendingar verma sæti á topp tíu sætum listans.

Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru
Hin 18 ára gamla Ísabella Sara Tryggvadóttir er orðin leikmaður sænska stórveldisins Rosengård. Félagið keypti hana frá Val nú þegar leiktíðin er nýhafi í sænsku úrvalsdeildinni.

Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu
Arnóri Sigurðssyni bárust hótanir gagnvart fjölskyldu hans eftir skipti fótboltamannsins til Malmö í Svíþjóð á dögunum. Hann hefur ekki tilkynnt málið til lögreglu en metur næstu skref ásamt forráðamönnum félagsins.

Fjölskyldu Arnórs hótað
Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, segist alveg geta þolað það að fá send óhugnanleg skilaboð frá ósáttum stuðningsmönnum en það sé annað mál þegar fjölskyldunni sé hótað.

Alexandra lagði upp í frumrauninni
Þrátt fyrir að vera 0-1 yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka tapaði Íslendingalið Kristianstad fyrir Djurgården, 2-1, í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

„Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“
Ari Sigurpálsson er nýjasti atvinnumaður Íslands í fótbolta en hann samdi við Elfsborg í Svíþjóð í dag. Ari kveður Víking með söknuði en tímapunkturinn réttur að taka næsta skref á hans ferli.

Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“
Ari Sigurpálsson er formlega genginn í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Elfsborg frá Víkingi. Ari skrifaði undir langan samning við Elfsborg, eða til 2029.

María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins
María Catharína Ólafsdóttir Gros skoraði eina mark Linköping í 1-0 sigri á Malmö í riðlakeppni sænsku bikarkeppni kvenna í fótbolta. Þá skoraði Bryndís Arna Níelsdóttir sárabótarmark í 2-1 tapi Vaxjö gegn Rosengård.

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Þjálfari Arnórs Sigurðssonar hjá sænska meistaraliðinu Malmö er afskaplega spenntur fyrir því að geta brátt farið að nýta krafta íslenska landsliðsmannsins sem félagið lagði allt í sölurnar til að klófesta í febrúar.

Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg
Víkingar hafa samþykkt að selja einn sinn besta leikmann, Ara Sigurpálsson, til sænska knattspyrnufélagsins Elfsborg nú þegar þrjár vikur eru í þeirra fyrsta leik á nýrri leiktíð í Bestu deildinni.

Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári
Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir og félagar hennar í Häcken tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum sænska bikarsins.

Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð
Júlíus Magnússon og félagar í Elfsborg eru úr leik í sænska bikarnum eftir naumt tap í framlengdum leik á móti Malmö í átta liða úrslitum kvöld.

Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit
Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði þriðja mark Norrköping sem lagði Trelleborg 3-1 í sænsku bikarkeppni karla í knattspyrnu.

Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu
Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir leiddi lið sitt til sigurs í sænsku bikarkeppninni í kvöld.

Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir stóð í marki Häcken í kvöld þegar liðið fór illa með mótherja sína í sænsku bikarkeppninni.

Kristianstad byrjar vel í bikarnum
Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Kristianstad sem vann 2-1 sigur á AIK í fyrsta leik sínum í riðli 4 í sænsku bikarkeppninni í fótbolta.

Annað bikarævintýri hjá Júlíusi?
Júlíus Magnússon lék allan leikinn fyrir Elfsborg sem gerði 1-1 jafntefli við Brommapojkarna í lokaleik sínum í riðli 7 í sænsku bikarkeppninni í dag.

Gísli og félagar með fullt hús stiga
Gísli Eyjólfsson var í byrjunarliði Halmstad í 2-0 sigri gegn Landskrona í sænsku bikarkeppninni í fótbolta. Daníel Tristan Guðjohnsen var ónotaður varamaður og Arnór Sigurðarson var ekki í leikmannahópnum hjá Malmö, sem lagði Landskrona að velli.

Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason var heldur betur á skotskónum þegar Norrköping vann 4-2 sigur á Örebro í annarri umferð deildarhluta sænska bikarsins.

„Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“
Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar.

Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“
Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga.

Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt
Það bendir allt til þess að Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson verði bráðlega kynntur sem nýr leikmaður Malmö í Svíþjóð. Sænskir miðlar greina frá því í dag að hann fái því sem nemur rétt tæpum 160 milljónum íslenskra króna fyrir það eitt að skrifa undir samning við félagið.

Ræddi við Arnór en ekki um peninga
Magni Fannberg, yfirmaður knattspyrnumála hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu IFK Norrköping hefur ekki gefið upp vonina gagnvart því að fá Arnór Sigurðsson á ný til liðs við félagið.