Fótbolti

Gísli og fé­lagar með fullt hús stiga

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Gísli Eyjólfsson sést hér fyrir miðju fagna sigrinum með liðsfélögum sínum.
Gísli Eyjólfsson sést hér fyrir miðju fagna sigrinum með liðsfélögum sínum. halmstad

Gísli Eyjólfsson var í byrjunarliði Halmstad í 2-0 sigri gegn Landskrona í sænsku bikarkeppninni í fótbolta. Daníel Tristan Guðjohnsen var ónotaður varamaður og Arnór Sigurðarson var ekki í leikmannahópnum hjá Malmö, sem lagði Landskrona að velli.

Öruggt hjá Halmstad

Yannick Agnero skoraði fyrra mark Halmstad á 24. mínútu, eftir að hafa klúðrað vítaspyrnu skömmu áður. Marcus Olsson setti svo seinna markið á 59. mínútu. Gísli var tekinn af velli á 73. mínútu fyrir Aleksander Nilsson.

Halmstad hefur unnið báða sína leiki í bikarnum hingað til en er í öðru sæti 5. riðilsins, á eftir Mjallby sem hefur unnið stærri sigra gegn Landskrona og Gefle.

Daníel á bekknum og Arnór utan hóps

Malmö vann 1-2 gegn Landskrona þökk sé mörkum frá Busanello og Otto Rosengren. Emil Skillermo minnkaði muninn fyrir heimamenn Landskrona.

Daníel Tristan Guðjohnsen fékk ekki tækifæri í byrjunarliði Malmö, líkt og í síðasta leik, þrátt fyrir að hafa skorað þrennu í þarsíðasta bikarleik. Daníel var ónotaður varamaður.

Arnór Sigurðarson er nýgenginn til liðs við Malmö en var utan leikmannahópsins í dag.

Malmö er ríkjandi bikarmeistari, hefur unnið báða sína leiki hingað og situr í efsta sæti 1. riðilsins, með jafnmörg stig en betri markatölu en Vasteras. Utsikten og Skövde eru stigalaus. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×