Kölluðu eftir aðstoð Breta daginn eftir átakasöm mótmæli Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2019 11:04 Átök brutust út í gær milli fylkinga lýðræðisumbótasinna og hóps fólks hliðhollum stjórnvöldum í Beijing. Vísir/EPA Hundruð mótmælenda söfnuðust fyrir framan bresku ræðismannsskrifstofuna í Hong Kong í dag og kölluðu eftir því að Bretar myndu koma íbúum þessar gömlu nýlendu sinnar til aðstoðar. Mótmælendur sáust þar veifa breska fánanum, syngja þjóðsöng Breta og hrópa slagorð til að vekja athygli á kröfum þeirra um lýðræðisumbætur á sjálfstjórnarsvæðinu sem Bretar afhentu Kínverjum árið 1997. Atburðurinn kemur í kjölfar fjöldamótmæla í gær þar átök brutust út milli andstæðra fylkinga lýðræðisumbótasinna og hóps fólks hliðhollum stjórnvöldum í Beijing. Sá síðarnefndi sást veifa kínverska fánanum og kalla slagorð á borð við „styðjum lögregluna.“ Aukin harka hefur færst í samskipti lögreglu og mótmælenda undanfarnar vikur en mótmælendur hafa gagnrýnt lögreglu og sakað hana um að beita lögregluofbeldi. Átök brutust út milli fylkinganna tveggja í gær þegar fólk úr andstæðum fylkingum létu höggin dynja á andstæðingum sínum og slógu þá með regnhlífum áður en lögreglan steig inn í og aðskildi fylkingarnar. Mótmælin í gær mörkuðu fimmtánda laugardaginn í röð sem borgin er undirlögð af mótmælendum og átökum þeirra við lögreglu. Á þeim tíma hefur spenna milli fyrrnefndra fylkinganna stigmagnast. Mótmælin hófust upphaflega vegna framsalsfrumvarps stjórnvalda í Hong Kong, sem hefði leyft framsal á íbúum borgarinnar yfir til Kína. Stjórnvöld urðu við einni helstu kröfu mótmælendanna í byrjun mánaðar þegar stjórnarliðar lofuðu að draga framsalsfrumvarpið formlega til baka. Sú aðgerð virðist ekki hafa dugað til að róa mótmælendur, sem hafa einnig krafist lýðræðisumbóta, afsagnar Carrie Lam, æðsta stjórnanda Hong Kong, og sjálfstæðrar rannsóknar á meintu lögregluofbeldi. Bretland Hong Kong Kína Tengdar fréttir Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. 2. september 2019 09:15 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Mótmælendur biðluðu til Trump um að frelsa Hong Kong Einnig var óskað eftir því að bandaríska þingið beiti ráðamönnum í Hong Kong og Kína efnahagsþvingunum fyrir að að hafa beitt sér gegn mannréttindum og lýðræði í borginni. 8. september 2019 13:45 Hafnar því að hún vilji segja af sér Æðsti stjórnandi Hong Kong segist aldrei hafa boðið stjórnvöldum í Peking afsögn sína. Reuters birti upptöku þar sem heyra mátti hana tala um afsögn. 3. september 2019 19:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Hundruð mótmælenda söfnuðust fyrir framan bresku ræðismannsskrifstofuna í Hong Kong í dag og kölluðu eftir því að Bretar myndu koma íbúum þessar gömlu nýlendu sinnar til aðstoðar. Mótmælendur sáust þar veifa breska fánanum, syngja þjóðsöng Breta og hrópa slagorð til að vekja athygli á kröfum þeirra um lýðræðisumbætur á sjálfstjórnarsvæðinu sem Bretar afhentu Kínverjum árið 1997. Atburðurinn kemur í kjölfar fjöldamótmæla í gær þar átök brutust út milli andstæðra fylkinga lýðræðisumbótasinna og hóps fólks hliðhollum stjórnvöldum í Beijing. Sá síðarnefndi sást veifa kínverska fánanum og kalla slagorð á borð við „styðjum lögregluna.“ Aukin harka hefur færst í samskipti lögreglu og mótmælenda undanfarnar vikur en mótmælendur hafa gagnrýnt lögreglu og sakað hana um að beita lögregluofbeldi. Átök brutust út milli fylkinganna tveggja í gær þegar fólk úr andstæðum fylkingum létu höggin dynja á andstæðingum sínum og slógu þá með regnhlífum áður en lögreglan steig inn í og aðskildi fylkingarnar. Mótmælin í gær mörkuðu fimmtánda laugardaginn í röð sem borgin er undirlögð af mótmælendum og átökum þeirra við lögreglu. Á þeim tíma hefur spenna milli fyrrnefndra fylkinganna stigmagnast. Mótmælin hófust upphaflega vegna framsalsfrumvarps stjórnvalda í Hong Kong, sem hefði leyft framsal á íbúum borgarinnar yfir til Kína. Stjórnvöld urðu við einni helstu kröfu mótmælendanna í byrjun mánaðar þegar stjórnarliðar lofuðu að draga framsalsfrumvarpið formlega til baka. Sú aðgerð virðist ekki hafa dugað til að róa mótmælendur, sem hafa einnig krafist lýðræðisumbóta, afsagnar Carrie Lam, æðsta stjórnanda Hong Kong, og sjálfstæðrar rannsóknar á meintu lögregluofbeldi.
Bretland Hong Kong Kína Tengdar fréttir Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. 2. september 2019 09:15 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Mótmælendur biðluðu til Trump um að frelsa Hong Kong Einnig var óskað eftir því að bandaríska þingið beiti ráðamönnum í Hong Kong og Kína efnahagsþvingunum fyrir að að hafa beitt sér gegn mannréttindum og lýðræði í borginni. 8. september 2019 13:45 Hafnar því að hún vilji segja af sér Æðsti stjórnandi Hong Kong segist aldrei hafa boðið stjórnvöldum í Peking afsögn sína. Reuters birti upptöku þar sem heyra mátti hana tala um afsögn. 3. september 2019 19:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. 2. september 2019 09:15
Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16
Mótmælendur biðluðu til Trump um að frelsa Hong Kong Einnig var óskað eftir því að bandaríska þingið beiti ráðamönnum í Hong Kong og Kína efnahagsþvingunum fyrir að að hafa beitt sér gegn mannréttindum og lýðræði í borginni. 8. september 2019 13:45
Hafnar því að hún vilji segja af sér Æðsti stjórnandi Hong Kong segist aldrei hafa boðið stjórnvöldum í Peking afsögn sína. Reuters birti upptöku þar sem heyra mátti hana tala um afsögn. 3. september 2019 19:00