Blöskrar 45 prósenta hækkun hjá þeim sem minna mega sín á Seltjarnarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 16:38 Seltjarnarnesbær hefur á síðastliðnum tveimur árum skilað rúmlega 400 milljón króna tapi og aukið skuldir sveitarfélagsins um tæplega 3 milljarða. Vísir/Vilhelm Formaður Landsamtakanna Þroskahjálp segir ólíðandi vinnubrögð hjá Seltjarnarnesbæ að reyna að rétta af halla bæjarins með því að hækka íbúðaleigu þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. Ekki síst þegar bærinn innheimti ekki einu sinni lágmarksútsvar auk þess sem bærinn veiti ekki einu sinni lágmarks félagsþjónustu. 160 milljóna króna halli varð á rekstri bæjarins á fyrri hluta ársins. Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykkt að hækka húsaleigu í félagslegum leiguíbúðum á Seltjarnarnesi um 45 prósent í áföngum á næsta hálfa ári. Kjarninn greindi fyrst frá og hefur eftir félagsmálafulltrúa Seltjarnarness að sautján félagslegar íbúðir séu í bænum auk tveggja framleiguíbúða.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, er afar ósátt við breytingarnar. „Það eru ekki nema 3,5-4 félagslegar íbúðir á eitt þúsund íbúðir á Seltjarnarnesi á meðan það eru tuttugu á eitt þúsund íbúðir í Reykjavík,“ segir Bryndís. Það sé mjög lágt hlutfall hjá Seltjarnarnesbæ. Íbúðirnar eru af ólíkum stærðum. Eftir breytingarnar verður leigan í mars um 76 þúsund krónur fyrir eins herbergja íbúð, 118 þúsund fyrir tveggja herbergja íbúð, 148 þúsund fyrir þriggja herbergja og 174 þúsund fyrir fjögurra herbergja samkvæmt útreikningum Kjarnans. „Okkur finnst að sveitarfélag sem innheimtir ekki hámarksútsvar geti ekki byrjað á að hækka hjá þeim sem minnst hafa. Það er ólíðandi,“ segir Bryndís.Ásgerður Halldórsdóttir er bæjarstjóri Seltjarnarness.Fréttablaðið/GVA„Það er umhugsunarvert að þau skuli leyfa sér það að mæta hallarekstri bæjarins svona. Þeir sem eru í félagslegu húsnæði eru þeir sem eru verst settir.“ Bæjarstjórn samþykkti breytingarnar sem gerðar voru að tillögu fjármálastjóra bæjarins. Tveir fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. „Þó að við styðjum við að félagslegar íbúðir séu ekki reknar með halla þá teljum við að 45% heildarhækkun á leigu félagslegra íbúða eigi ekki að koma til án mótvægisaðgerða til að minnka fjárhagsleg áhrif fyrir viðkvæman hóp,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar sem lesa má í fundargerðinni. Félagsmál Seltjarnarnes Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Sjá meira
Formaður Landsamtakanna Þroskahjálp segir ólíðandi vinnubrögð hjá Seltjarnarnesbæ að reyna að rétta af halla bæjarins með því að hækka íbúðaleigu þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. Ekki síst þegar bærinn innheimti ekki einu sinni lágmarksútsvar auk þess sem bærinn veiti ekki einu sinni lágmarks félagsþjónustu. 160 milljóna króna halli varð á rekstri bæjarins á fyrri hluta ársins. Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykkt að hækka húsaleigu í félagslegum leiguíbúðum á Seltjarnarnesi um 45 prósent í áföngum á næsta hálfa ári. Kjarninn greindi fyrst frá og hefur eftir félagsmálafulltrúa Seltjarnarness að sautján félagslegar íbúðir séu í bænum auk tveggja framleiguíbúða.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, er afar ósátt við breytingarnar. „Það eru ekki nema 3,5-4 félagslegar íbúðir á eitt þúsund íbúðir á Seltjarnarnesi á meðan það eru tuttugu á eitt þúsund íbúðir í Reykjavík,“ segir Bryndís. Það sé mjög lágt hlutfall hjá Seltjarnarnesbæ. Íbúðirnar eru af ólíkum stærðum. Eftir breytingarnar verður leigan í mars um 76 þúsund krónur fyrir eins herbergja íbúð, 118 þúsund fyrir tveggja herbergja íbúð, 148 þúsund fyrir þriggja herbergja og 174 þúsund fyrir fjögurra herbergja samkvæmt útreikningum Kjarnans. „Okkur finnst að sveitarfélag sem innheimtir ekki hámarksútsvar geti ekki byrjað á að hækka hjá þeim sem minnst hafa. Það er ólíðandi,“ segir Bryndís.Ásgerður Halldórsdóttir er bæjarstjóri Seltjarnarness.Fréttablaðið/GVA„Það er umhugsunarvert að þau skuli leyfa sér það að mæta hallarekstri bæjarins svona. Þeir sem eru í félagslegu húsnæði eru þeir sem eru verst settir.“ Bæjarstjórn samþykkti breytingarnar sem gerðar voru að tillögu fjármálastjóra bæjarins. Tveir fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. „Þó að við styðjum við að félagslegar íbúðir séu ekki reknar með halla þá teljum við að 45% heildarhækkun á leigu félagslegra íbúða eigi ekki að koma til án mótvægisaðgerða til að minnka fjárhagsleg áhrif fyrir viðkvæman hóp,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar sem lesa má í fundargerðinni.
Félagsmál Seltjarnarnes Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Sjá meira