Rússar segja njósnara fyllibyttu án aðgangs að leyndarmálum Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 22:45 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Sputnik Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. Í stað þess að vera sá mikilvægi njósnari sem Bandaríkjamenn segja hann vera, segja Rússar hann vera fyllibyttu sem hafi engan aðgang haft að ríkisleyndarmálum né Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að CIA hafi forðað mikilvægum njósnara frá Rússlandi árið 2017. Sá hafi verið háttsettur embættismaður með aðgang að Pútín forseta og hafi upplýst um herferð rússneska forsetans til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Rússneskir fjölmiðlar nafngreindu manninn og sögðu hann heita Oleg Smolenkov. Rússar sögðu hann hafa verið rekinn og að fregnir um að hann hefði verið hátt settur njósnari væru skáldskapur.Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í KremlBandaríkjamenn hafa, samkvæmt New York Times, aldrei haldið því fram að Smolenkov hafi verið í innsta hring Pútín. Ef hann er njósnarinn sem um ræðir, var hann þó í góðri stöðu sem aðstoðarmaður háttsetts embættismanns í nánum tengslum við forsetann rússneska. Smolenkov starfaði sem aðstoðarmaður Yuri Ushakov, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og ráðgjafa Pútín varðandi utanríkismál.Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Smolenkov hafi farið í frí með konu sinni og þremur börnum til Svartfjallalands í júní árið 2017 og horfið. Maður með sama nafni hafi keypt hús í Virginíuríki í Bandaríkjunum skömmu síðar ásamt konu sem heitir sama nafni og kona Smolenkov. Eftir að þau hurfu frá Svartfjallalandi var morðrannsókn opnuð í Rússlandi en henni var hætt þegar engin lík fundust. Hvort sem staða hans var eins mikilvæg og haldið hefur verið fram eða lítilvæg eins og Rússar halda fram, er þrátt fyrir allt mjög mikilvægt. Njósnarinn er nefnilega sagður hafa átt stóran þátt í því að leyniþjónustur Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að Pútín hefði persónulega fyrirskipað „upplýsingahernað“ Rússa í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og að hann hafi viljað að Trump yrði forseti.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgBandaríkjamönnum þótti njósnarinn þó það mikilvægur að upplýsingar frá honum voru ekki settar í daglegar kynningar Barack Obama, þáverandi forseta. Þess í stað voru þær sendar sérstaklega til hans í þar til gerðu umslagi svo hægt væri að takmarka aðgang annarra en forsetans að þeim. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07 Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kremlverjar fullyrða að meintur njósnari Bandaríkjanna hafi hvorki verið hátt settur né haft aðgang að Pútín forseta, þvert á það sem bandrískir fjölmiðlar hafa sagt. 10. september 2019 16:55 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Sjá meira
Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. Í stað þess að vera sá mikilvægi njósnari sem Bandaríkjamenn segja hann vera, segja Rússar hann vera fyllibyttu sem hafi engan aðgang haft að ríkisleyndarmálum né Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að CIA hafi forðað mikilvægum njósnara frá Rússlandi árið 2017. Sá hafi verið háttsettur embættismaður með aðgang að Pútín forseta og hafi upplýst um herferð rússneska forsetans til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Rússneskir fjölmiðlar nafngreindu manninn og sögðu hann heita Oleg Smolenkov. Rússar sögðu hann hafa verið rekinn og að fregnir um að hann hefði verið hátt settur njósnari væru skáldskapur.Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í KremlBandaríkjamenn hafa, samkvæmt New York Times, aldrei haldið því fram að Smolenkov hafi verið í innsta hring Pútín. Ef hann er njósnarinn sem um ræðir, var hann þó í góðri stöðu sem aðstoðarmaður háttsetts embættismanns í nánum tengslum við forsetann rússneska. Smolenkov starfaði sem aðstoðarmaður Yuri Ushakov, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og ráðgjafa Pútín varðandi utanríkismál.Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Smolenkov hafi farið í frí með konu sinni og þremur börnum til Svartfjallalands í júní árið 2017 og horfið. Maður með sama nafni hafi keypt hús í Virginíuríki í Bandaríkjunum skömmu síðar ásamt konu sem heitir sama nafni og kona Smolenkov. Eftir að þau hurfu frá Svartfjallalandi var morðrannsókn opnuð í Rússlandi en henni var hætt þegar engin lík fundust. Hvort sem staða hans var eins mikilvæg og haldið hefur verið fram eða lítilvæg eins og Rússar halda fram, er þrátt fyrir allt mjög mikilvægt. Njósnarinn er nefnilega sagður hafa átt stóran þátt í því að leyniþjónustur Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að Pútín hefði persónulega fyrirskipað „upplýsingahernað“ Rússa í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og að hann hafi viljað að Trump yrði forseti.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgBandaríkjamönnum þótti njósnarinn þó það mikilvægur að upplýsingar frá honum voru ekki settar í daglegar kynningar Barack Obama, þáverandi forseta. Þess í stað voru þær sendar sérstaklega til hans í þar til gerðu umslagi svo hægt væri að takmarka aðgang annarra en forsetans að þeim.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07 Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kremlverjar fullyrða að meintur njósnari Bandaríkjanna hafi hvorki verið hátt settur né haft aðgang að Pútín forseta, þvert á það sem bandrískir fjölmiðlar hafa sagt. 10. september 2019 16:55 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Sjá meira
CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07
Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kremlverjar fullyrða að meintur njósnari Bandaríkjanna hafi hvorki verið hátt settur né haft aðgang að Pútín forseta, þvert á það sem bandrískir fjölmiðlar hafa sagt. 10. september 2019 16:55