Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Andri Eysteinsson skrifar 11. september 2019 19:55 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Logi sagði að eins fallegt og það kunni að hljóma dugi það ekki að mynda stjórn eftir endilöngu pólitíska litrófinu. „Stjórnmálafólk mætir reyndar stundum í viðtöl og segir að þó flokkar séu ekki alltaf sammála um leiðir séu þeir þó einhuga um markmið. En fyrir utan það að ósætti um leiðir dragi úr líkum á hnitmiðuðum aðgerðum, þá eru íslenskir stjórnmálaflokkar bara heldur ekki sammála um markmið,“ sagði Logi og bætti við að sumir stjórnmálaflokkar hafi hvorki áhuga á né áform um að ráðast gegn ójöfnuði og óréttlæti. Alþingi bíði flókin viðfangsefni en þó að sagt sé að snjöllustu lausnirnar verði til við snúnar aðstæður muni „Ósamstíga og hugmyndasnauð ríkisstjórn“ ekki bjóða upp á snjallar lausnir. Formaðurinn líkti þá þjóðfélaginu við líf í snotri blokk á stórri lóð. Í blokkinni hefðu flestir það þokkalegt, einhverjir séu fátækir en ein fjölskyldan sé forrík og ráði mestu. „Þó blokkin líti vel út að utan er viðhald sameignar lélegt t.d. vilja íbúar á neðri hæðum ekki taka þátt í þakviðgerðum og enginn sátt ríkir um hvernig greiða á í hússjóð. Við getum kallað blokkina þjóðarheimilið. Allt klippt og skorið á yfirborðinu - gott að meðaltali - en þegar betur er að gáð blasir við heilmikið óréttlæti,“ sagði Logi í ræðu sinni.Ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist Þá sagði Logi að það ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist. Láglaunafólk og öryrkjar ættu ekki að vera matarlitlir hluta af mánuðinum og gamalt fólk ætti ekki að neita sér um læknisþjónustu vegna auraleysis. Staðan væri samt sú á Íslandi. „Ríkisstjórnin boðar engar grundvallaraðgerðir sem munu breyta núverandi stöðu. Efnahagsstjórnin er á forsendum Sjálfstæðisflokksins og það mun ekki færa okkur nær velsældarmarkmiðunum sem hæstvirtur forsætisráðherra talaði um,“ sagði Logi. Þá gagnrýndi Logi einnig aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. „Á tímum þar sem aldrei hefur verið meiri ástæða til samvinnu, veður uppi málflutningur afla sem afneita staðreyndum, grafa undan mannréttindum, ala á ótta og tortryggni, kynda undir ósætti. Samt treystir ríkisstjórnin sér ekki til að ráðast í aðgerðir í loftlagsmálum sem uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar“ „Í stað þess að boða nánari samvinnu við Evrópuríki - sem leiða aðgerðir gegn hamfarahlýnun - eygja þau frekar tækifæri í samstarfi við stórveldi, með leiðtoga, sem sjá skamms tíma ávinning í glundroða,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Logi sagði að eins fallegt og það kunni að hljóma dugi það ekki að mynda stjórn eftir endilöngu pólitíska litrófinu. „Stjórnmálafólk mætir reyndar stundum í viðtöl og segir að þó flokkar séu ekki alltaf sammála um leiðir séu þeir þó einhuga um markmið. En fyrir utan það að ósætti um leiðir dragi úr líkum á hnitmiðuðum aðgerðum, þá eru íslenskir stjórnmálaflokkar bara heldur ekki sammála um markmið,“ sagði Logi og bætti við að sumir stjórnmálaflokkar hafi hvorki áhuga á né áform um að ráðast gegn ójöfnuði og óréttlæti. Alþingi bíði flókin viðfangsefni en þó að sagt sé að snjöllustu lausnirnar verði til við snúnar aðstæður muni „Ósamstíga og hugmyndasnauð ríkisstjórn“ ekki bjóða upp á snjallar lausnir. Formaðurinn líkti þá þjóðfélaginu við líf í snotri blokk á stórri lóð. Í blokkinni hefðu flestir það þokkalegt, einhverjir séu fátækir en ein fjölskyldan sé forrík og ráði mestu. „Þó blokkin líti vel út að utan er viðhald sameignar lélegt t.d. vilja íbúar á neðri hæðum ekki taka þátt í þakviðgerðum og enginn sátt ríkir um hvernig greiða á í hússjóð. Við getum kallað blokkina þjóðarheimilið. Allt klippt og skorið á yfirborðinu - gott að meðaltali - en þegar betur er að gáð blasir við heilmikið óréttlæti,“ sagði Logi í ræðu sinni.Ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist Þá sagði Logi að það ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist. Láglaunafólk og öryrkjar ættu ekki að vera matarlitlir hluta af mánuðinum og gamalt fólk ætti ekki að neita sér um læknisþjónustu vegna auraleysis. Staðan væri samt sú á Íslandi. „Ríkisstjórnin boðar engar grundvallaraðgerðir sem munu breyta núverandi stöðu. Efnahagsstjórnin er á forsendum Sjálfstæðisflokksins og það mun ekki færa okkur nær velsældarmarkmiðunum sem hæstvirtur forsætisráðherra talaði um,“ sagði Logi. Þá gagnrýndi Logi einnig aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. „Á tímum þar sem aldrei hefur verið meiri ástæða til samvinnu, veður uppi málflutningur afla sem afneita staðreyndum, grafa undan mannréttindum, ala á ótta og tortryggni, kynda undir ósætti. Samt treystir ríkisstjórnin sér ekki til að ráðast í aðgerðir í loftlagsmálum sem uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar“ „Í stað þess að boða nánari samvinnu við Evrópuríki - sem leiða aðgerðir gegn hamfarahlýnun - eygja þau frekar tækifæri í samstarfi við stórveldi, með leiðtoga, sem sjá skamms tíma ávinning í glundroða,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira