Hvíta húsið krafðist þess að sett yrði ofan í við veðurfræðinga Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2019 16:19 Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, er sagður hafa skipað viðskiptaráðherranum að láta bera til baka áréttingu veðurfræðinga vegna tísts Trump. Vísir/EPA Þrýstingur sem var settur á vísindastofnun Bandaríkjastjórnar um að setja ofan í við veðurfræðinga sem leiðréttu fullyrðingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fellibylinn Dorian var að undirlagi Hvíta hússins. Starfsmönnum stofnunarinnar var hótað uppsögnum ef þeir réttlættu ekki rangindi forsetans. Átök Trump við eigin ríkisstofnanir hófust í kjölfar þess að hann tísti um fellibylinn Dorian fyrir rúmri viku. Fullyrti hann þar að Alabama-ríki yrði á leið fellibylsins og yrði „líklega fyrir meira höggi en var búist við“ þrátt fyrir að spálíkön bentu ekki til þess. Skrifstofa Veðurstofu Bandaríkjanna í Birmingham í Alabama brást óbeint við tísti forsetans með því að tísti áréttingu um að ekki væri spáð neinum áhrifum af völdum fellibylsins þar. Sú ákvörðun er sögð hafa verið tekin eftir að fjöldi fólks hringdi inn til að spyrjast fyrir um mögulega hættu. Trump virtist taka áréttingunni illa þar sem hann tísti ítrekað í framhaldinu um að hann hefði í raun haft rétt fyrir sér um stefnu fellibylsins. Birti Hvíta húsið meðal annars myndband þar sem Trump sást með korti af spá um braut Dorian þar sem hún hafði verið framlengd með svörtum tússpenna þannig að hún næði inn í Alabama. Veðurfræðingar og vísindamenn urðu furðu lostnir þegar Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA), sem veðurstofan heyrir undir, sendi frá sér nafnlausa yfirlýsingu á föstudag þar sem skrifstofan í Birmingham var gagnrýnd fyrir að leiðrétta forsetann.Ross viðskiptaráðherra var staddur á Grikklandi þegar honum var falið að fá NOAA til að afneita eigin vísindamönnum. Hann er sagður hafa hótað stjórnendum þar uppsögnum.Vísir/EPAStarfsmannastjórinn gerði viðskiptaráðherrann út af örkinni New York Times greindi frá því um helgina að Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, hefði hótað stjórnendum NOAA því að pólitískt skipaðir starfsmenn hennar yrðu reknir ef þeir kæmu forsetanum ekki til varnar. NOAA heyrir undir ráðuneyti hans. Talsmaður Ross neitar því að hann hafi hótað neinum uppsögn. Vísinda-, geim- og tækninefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings rannsakar nú mögulegar hótanir ráðherrans og innri endurskoðandi viðskiptaráðuneytisins kannar hvernig yfirlýsing NOAA til stuðnings forsetanum kom til. Hann telur að mögulega hafi sjálfstæði NOAA verið vanvirt. Nú greinir dagblaðið frá því að það hafi verið Hvíta húsið sjálft sem átti frumkvæðið að því að þrýst yrði á NOAA að setja ofan í við eigin vísindamenn. Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi sagt Ross að láta NOAA afneita mati veðurfræðinga sinna að Alabama hefði ekki verið í hættu vegna Dorians. Mulvaney hafi þótt veðurfræðingarnir ganga of langt með því að senda frá sér áréttingu vegna tísts Trump. Í kjölfarið hafi Ross hringt í Neil Jacobs, starfandi forstjóra NOAA, og skipað honum að „laga“ ástandið. Jacobs hafi neitað en þá verið sagt að pólitískt skipaðir starfsmenn yrðu látnir taka poka sinn ella. Eftir það sendi NOAA frá sér yfirlýsingu sem sagði að tíst Birmingham-skrifstofunnar hefði „ekki verið í samræmi við líkindi í bestu spáafurðum sem voru fáanlegar á þeim tíma“. Yfirlýsingin var aðeins eignuð talsmanni stofnunarinnar en enginn starfsmaður hennar var skrifaður fyrir henni.Sumir starfsmenn NOAA hafa sagt bandarískum fjölmiðlum að þeir skilji að forstjórinn Neil Jacobs sé á milli steins og sleggju vegna rangfærslna Trump um Dorian.Vísir/GettyReiði og andóf innan NOAA Yfirlýsing NOAA féll í grýttan jarðveg hjá vísindamönnum sem sökuðu ríkisstjórnina um að blanda pólitík í veðurspár. Craig McLean, starfandi yfirvísindamaður NOAA, skrifaði starfsmönnum á sunnudag og sagðist telja að stofnunin hafi að líkindum brotið reglur um heilindi í vísindum með yfirlýsingunni, að sögn AP-fréttastofunnar. „Minn skilningur er að þetta inngrip til að setja ofan í við veðurfræðinga hafi ekki byggst á vísindum heldur á utanaðkomandi þáttum, þar á meðal orðspori og ímynd, eða í einföldu máli, pólitík,“ skrifaði McLean. Louis Uccellini, forstjóri Veðurstofu Bandaríkjanna, kom vísindamönnunum einnig til varnar í ræðu hjá Veðurfræðifélagi Bandaríkjanna í Alabama, á mánudag. Veðufræðingarnir í Birmingham hafi brugðist rétt við með því að senda frá sér áréttingu um Dorian. „Þeir gerðu það með aðeins eitt í huga, öryggi almennings,“ sagði Uccellini sem leiddi viðstadda í standandi lófataki fyrir veðurfræðingunum. Fullyrti hann að starfsmennirnir í Birmingham hafi ekki vitað hvaða rangar upplýsingar um áhrif Dorian í Alabama komu fyrr en eftir að þeir sendu frá sér áréttinguna. Jacobs hefur síðan reynt að lægja öldurnar innan stofnunarinnar. Á ráðstefnu í Alabama í gær sem fulltrúar Hvíta hússins höfðu reynt að fá hann til að mæta ekki á fullyrti Jacobs að enginn þrýstingur væri á stofnunina að breyta því hvernig veðurfræðingar spáðu fyrir um framtíðarhættu. Varði hann engu að síður Trump og sagði að á einum tímapunkti hafi líkur verið á að Dorian gæti náð til Alabama. Yfirlýsingin á föstudag hafi átt að skýra frekar tæknileg atriði um möguleg áhrif fellibyljarins. „Það sem hún sagði hins vegar ekki er að við skiljum og styðjum að fullu góðan ásetning veðurstofunnar í Birmingham sem var að lægja ótta í þágu almannaheilla,“ sagði Jacobs. Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Veður Vísindi Tengdar fréttir Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31 Viðskiptaráðherra sagður hafa hótað brottrekstri vegna andstöðu við Trump Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa hótað að reka starfsmenn bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á föstudag. Þetta á hann að hafa gert eftir að skrifstofa stofnunarinnar í Birmingham sagði yfirlýsingu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að fellibylurinn Dorian myndi skella á Alabama vera falska. 9. september 2019 21:52 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Þrýstingur sem var settur á vísindastofnun Bandaríkjastjórnar um að setja ofan í við veðurfræðinga sem leiðréttu fullyrðingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fellibylinn Dorian var að undirlagi Hvíta hússins. Starfsmönnum stofnunarinnar var hótað uppsögnum ef þeir réttlættu ekki rangindi forsetans. Átök Trump við eigin ríkisstofnanir hófust í kjölfar þess að hann tísti um fellibylinn Dorian fyrir rúmri viku. Fullyrti hann þar að Alabama-ríki yrði á leið fellibylsins og yrði „líklega fyrir meira höggi en var búist við“ þrátt fyrir að spálíkön bentu ekki til þess. Skrifstofa Veðurstofu Bandaríkjanna í Birmingham í Alabama brást óbeint við tísti forsetans með því að tísti áréttingu um að ekki væri spáð neinum áhrifum af völdum fellibylsins þar. Sú ákvörðun er sögð hafa verið tekin eftir að fjöldi fólks hringdi inn til að spyrjast fyrir um mögulega hættu. Trump virtist taka áréttingunni illa þar sem hann tísti ítrekað í framhaldinu um að hann hefði í raun haft rétt fyrir sér um stefnu fellibylsins. Birti Hvíta húsið meðal annars myndband þar sem Trump sást með korti af spá um braut Dorian þar sem hún hafði verið framlengd með svörtum tússpenna þannig að hún næði inn í Alabama. Veðurfræðingar og vísindamenn urðu furðu lostnir þegar Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA), sem veðurstofan heyrir undir, sendi frá sér nafnlausa yfirlýsingu á föstudag þar sem skrifstofan í Birmingham var gagnrýnd fyrir að leiðrétta forsetann.Ross viðskiptaráðherra var staddur á Grikklandi þegar honum var falið að fá NOAA til að afneita eigin vísindamönnum. Hann er sagður hafa hótað stjórnendum þar uppsögnum.Vísir/EPAStarfsmannastjórinn gerði viðskiptaráðherrann út af örkinni New York Times greindi frá því um helgina að Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, hefði hótað stjórnendum NOAA því að pólitískt skipaðir starfsmenn hennar yrðu reknir ef þeir kæmu forsetanum ekki til varnar. NOAA heyrir undir ráðuneyti hans. Talsmaður Ross neitar því að hann hafi hótað neinum uppsögn. Vísinda-, geim- og tækninefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings rannsakar nú mögulegar hótanir ráðherrans og innri endurskoðandi viðskiptaráðuneytisins kannar hvernig yfirlýsing NOAA til stuðnings forsetanum kom til. Hann telur að mögulega hafi sjálfstæði NOAA verið vanvirt. Nú greinir dagblaðið frá því að það hafi verið Hvíta húsið sjálft sem átti frumkvæðið að því að þrýst yrði á NOAA að setja ofan í við eigin vísindamenn. Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi sagt Ross að láta NOAA afneita mati veðurfræðinga sinna að Alabama hefði ekki verið í hættu vegna Dorians. Mulvaney hafi þótt veðurfræðingarnir ganga of langt með því að senda frá sér áréttingu vegna tísts Trump. Í kjölfarið hafi Ross hringt í Neil Jacobs, starfandi forstjóra NOAA, og skipað honum að „laga“ ástandið. Jacobs hafi neitað en þá verið sagt að pólitískt skipaðir starfsmenn yrðu látnir taka poka sinn ella. Eftir það sendi NOAA frá sér yfirlýsingu sem sagði að tíst Birmingham-skrifstofunnar hefði „ekki verið í samræmi við líkindi í bestu spáafurðum sem voru fáanlegar á þeim tíma“. Yfirlýsingin var aðeins eignuð talsmanni stofnunarinnar en enginn starfsmaður hennar var skrifaður fyrir henni.Sumir starfsmenn NOAA hafa sagt bandarískum fjölmiðlum að þeir skilji að forstjórinn Neil Jacobs sé á milli steins og sleggju vegna rangfærslna Trump um Dorian.Vísir/GettyReiði og andóf innan NOAA Yfirlýsing NOAA féll í grýttan jarðveg hjá vísindamönnum sem sökuðu ríkisstjórnina um að blanda pólitík í veðurspár. Craig McLean, starfandi yfirvísindamaður NOAA, skrifaði starfsmönnum á sunnudag og sagðist telja að stofnunin hafi að líkindum brotið reglur um heilindi í vísindum með yfirlýsingunni, að sögn AP-fréttastofunnar. „Minn skilningur er að þetta inngrip til að setja ofan í við veðurfræðinga hafi ekki byggst á vísindum heldur á utanaðkomandi þáttum, þar á meðal orðspori og ímynd, eða í einföldu máli, pólitík,“ skrifaði McLean. Louis Uccellini, forstjóri Veðurstofu Bandaríkjanna, kom vísindamönnunum einnig til varnar í ræðu hjá Veðurfræðifélagi Bandaríkjanna í Alabama, á mánudag. Veðufræðingarnir í Birmingham hafi brugðist rétt við með því að senda frá sér áréttingu um Dorian. „Þeir gerðu það með aðeins eitt í huga, öryggi almennings,“ sagði Uccellini sem leiddi viðstadda í standandi lófataki fyrir veðurfræðingunum. Fullyrti hann að starfsmennirnir í Birmingham hafi ekki vitað hvaða rangar upplýsingar um áhrif Dorian í Alabama komu fyrr en eftir að þeir sendu frá sér áréttinguna. Jacobs hefur síðan reynt að lægja öldurnar innan stofnunarinnar. Á ráðstefnu í Alabama í gær sem fulltrúar Hvíta hússins höfðu reynt að fá hann til að mæta ekki á fullyrti Jacobs að enginn þrýstingur væri á stofnunina að breyta því hvernig veðurfræðingar spáðu fyrir um framtíðarhættu. Varði hann engu að síður Trump og sagði að á einum tímapunkti hafi líkur verið á að Dorian gæti náð til Alabama. Yfirlýsingin á föstudag hafi átt að skýra frekar tæknileg atriði um möguleg áhrif fellibyljarins. „Það sem hún sagði hins vegar ekki er að við skiljum og styðjum að fullu góðan ásetning veðurstofunnar í Birmingham sem var að lægja ótta í þágu almannaheilla,“ sagði Jacobs.
Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Veður Vísindi Tengdar fréttir Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31 Viðskiptaráðherra sagður hafa hótað brottrekstri vegna andstöðu við Trump Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa hótað að reka starfsmenn bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á föstudag. Þetta á hann að hafa gert eftir að skrifstofa stofnunarinnar í Birmingham sagði yfirlýsingu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að fellibylurinn Dorian myndi skella á Alabama vera falska. 9. september 2019 21:52 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31
Viðskiptaráðherra sagður hafa hótað brottrekstri vegna andstöðu við Trump Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa hótað að reka starfsmenn bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á föstudag. Þetta á hann að hafa gert eftir að skrifstofa stofnunarinnar í Birmingham sagði yfirlýsingu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að fellibylurinn Dorian myndi skella á Alabama vera falska. 9. september 2019 21:52