Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2019 13:23 Jón Gunnarsson tók við Bergþóri sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Vísir/vilhelm Útlit er fyrir að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins taki aftur við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis en hann lét tímabundið af formennsku í febrúar vegna Klausturmálsins svokallaða. Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. Hefð hefur verið fyrir því í mörg undanfarin ár að stjórnarmeirihluti hverju sinni gefi eftir formennsku í einni til þremur nefndum þingsins til stjórnarandstöðuflokka. Eftir síðustu kosningar í október 2017 varð að samkomulagi að stjórnarandstaðan fengi formennsku í þremur nefndum; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem féll í hlut Samfylkingarinnar, velferðarnefnd sem Píratar fengu og umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Miðflokkurinn fékk formennsku. Eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp sagði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins tímabundið af sér formennsku. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar tók við formennskunni samkvæmt tillögu fulltrúa Miðflokksins í nefndinni og með stuðningi Karls Gauta Hjaltasonar Flokki fólksins í nefndinni sem síðar gekk ásamt Ólafi Ísleifssyni í Miðflokkinn. Jón var því kjörinn með stuðningi fulltrúa stjórnarflokkanna, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar buðu hins vegar að einhver þingmaður Miðflokksins sem ekki hefði verið á Klausturfundinum tæki við formennskunni eða að Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tæki tímabundið við formennskunni. Nú gætir óánægju innan þingliðs Vinstri grænna með hlut flokksins hvað varðar formennsku í nefndum. Vinstri græn og Framsóknarflokkur hafa formennsku í einni nefnd hvor flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn í þremur, eða fjórum ef tímabundin formennska Jóns Gunnarssonar í umhverfis- og samgöngunefnd er talin með. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir formennsku í nefndum vera í samræmi við samkomulag sem meiri- og minnihluti gerðu með sér eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Formennska í umhverfis- og samgöngunefnd hafi fallið í skaut minnihlutans. „Og auðvitað þetta ástand sem kom upp í fyrrahaust varð til þess að breytingar urðu á. Það er kannski minnihlutans að finna út úr því núna. Hvort þau geti leyst það. Ef það gerist ekki þarf bara að endurhugsa það. Þá kemur væntanlega að okkur eins og hinum í stjórnarmeirihlutanum. En ég geri nú bara fastlega ráð fyrir að minnihlutinn leysi þetta innan sinna raða,“ segir Bjarkey. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að sjónarmið Jóns Gunnarssonar og Vinstri grænna í umhverfis- og samgöngumálum fara ekki alltaf saman. En eðli málsins samkvæmt fara flest mál umhverfisráðherra fyrir nefndina. „Það liggur náttúrlega alveg fyrir að Jón deilir ekki sömu skoðunum og umhverfisráðherra. Hann hefur talað um það mjög opinskátt. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um að hann hafi tafið sérstaklega fyrir málum. Ég vil trúa því að við séum saman í þessari ríkisstjórn að leiða góð mál til lykta,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Útlit er fyrir að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins taki aftur við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis en hann lét tímabundið af formennsku í febrúar vegna Klausturmálsins svokallaða. Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. Hefð hefur verið fyrir því í mörg undanfarin ár að stjórnarmeirihluti hverju sinni gefi eftir formennsku í einni til þremur nefndum þingsins til stjórnarandstöðuflokka. Eftir síðustu kosningar í október 2017 varð að samkomulagi að stjórnarandstaðan fengi formennsku í þremur nefndum; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem féll í hlut Samfylkingarinnar, velferðarnefnd sem Píratar fengu og umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Miðflokkurinn fékk formennsku. Eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp sagði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins tímabundið af sér formennsku. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar tók við formennskunni samkvæmt tillögu fulltrúa Miðflokksins í nefndinni og með stuðningi Karls Gauta Hjaltasonar Flokki fólksins í nefndinni sem síðar gekk ásamt Ólafi Ísleifssyni í Miðflokkinn. Jón var því kjörinn með stuðningi fulltrúa stjórnarflokkanna, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar buðu hins vegar að einhver þingmaður Miðflokksins sem ekki hefði verið á Klausturfundinum tæki við formennskunni eða að Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tæki tímabundið við formennskunni. Nú gætir óánægju innan þingliðs Vinstri grænna með hlut flokksins hvað varðar formennsku í nefndum. Vinstri græn og Framsóknarflokkur hafa formennsku í einni nefnd hvor flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn í þremur, eða fjórum ef tímabundin formennska Jóns Gunnarssonar í umhverfis- og samgöngunefnd er talin með. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir formennsku í nefndum vera í samræmi við samkomulag sem meiri- og minnihluti gerðu með sér eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Formennska í umhverfis- og samgöngunefnd hafi fallið í skaut minnihlutans. „Og auðvitað þetta ástand sem kom upp í fyrrahaust varð til þess að breytingar urðu á. Það er kannski minnihlutans að finna út úr því núna. Hvort þau geti leyst það. Ef það gerist ekki þarf bara að endurhugsa það. Þá kemur væntanlega að okkur eins og hinum í stjórnarmeirihlutanum. En ég geri nú bara fastlega ráð fyrir að minnihlutinn leysi þetta innan sinna raða,“ segir Bjarkey. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að sjónarmið Jóns Gunnarssonar og Vinstri grænna í umhverfis- og samgöngumálum fara ekki alltaf saman. En eðli málsins samkvæmt fara flest mál umhverfisráðherra fyrir nefndina. „Það liggur náttúrlega alveg fyrir að Jón deilir ekki sömu skoðunum og umhverfisráðherra. Hann hefur talað um það mjög opinskátt. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um að hann hafi tafið sérstaklega fyrir málum. Ég vil trúa því að við séum saman í þessari ríkisstjórn að leiða góð mál til lykta,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15