Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2019 12:30 Miðflokksmenn voru duglegir að fara í andsvör við hvorn annan um orkupakka þrjú á síðasta þingi en voru oftast sammála um atriði málsins. vísir/vilhelm Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. Byggingaframkvæmdir hefjast á alþingisreitnum í nóvember en forseti Alþingis, sem kemur saman í dag, segir að ný skrifstofubygging þingsins muni gerbreyta aðstöðu þingflokka og þingmanna. Alþingi verður sett við hátíðlega og hefðbundna athöfn í dag. Að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö setur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þingið með ávarpi en hefðbundin þingstörf hefjast síðar í vikunni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis vonar að ekki komi til málþófs eins og á vorþingi þegar þingmenn Miðflokksins töluðu vikum saman um orkupakkann. Forsætisnefnd hafi samþykkti að gera breytingar á reglum um framkvæmd andsvara þannig að samflokksmenn veiti ekki andsvör við ræðum hvers annars og andsvör verði ekki leyfð við ítrekaðar fimm mínútna ræður. „Það má vissulega viðurkenna að þetta eru ákveðin viðbrögð við stöðunni hér síðast liðið vor. Þetta afgreiddi forsætisnefnd á sumarfundi sínum og kemur nú til framkvæmda við upphaf nýs þings,” segir Steingrímur.Þannig að flokkssystkini geta ekki farið í andsvör við hvert annað? „Nema fyrir liggi að þau séu alveg á öndverðu meiði efnislega í málinu, eða þetta sé mál sem alls ekki lúti neinum flokkslínum,” segir forseti Alþingis. Almennt séu annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar helstu uppskeru þingin. Þá sé bestu tækifærin til að koma viðamiklum málum fram. „Því á fyrsta þingi eru menn að setja sig í stellingar og auðvitað fullt af málum að fara í vinnslu og undirbúning. Og síðustu þingi fyrir kosningar vilja oft vera ódrjúg,” segir Steingrímur. Síðasta þing hafi verið afkastamikið og búast megi við viðamiklum málum frá ríkisstjórn á komandi vetri. Þá verði nóg að gera hjá forsætisnefnd meðal annars vegna ýmissa breytinga sem verið sé að innleiða. „Svo sem að stjórnsýsla Alþingis heyrir nú undir upplýsingalög. Við erum að sjálfsögðu í byggingaframkvæmdunum sem eru fram undan og enn með endurskoðun siðareglna, þingskapa og fleira undir. Þannig að það verður nóg að gera,” segir Steingrímur. Jarðvinna fyrir nýja skrifstofubyggingu verði væntanlega auglýst á næstu dögum sem geti þá hafist í nóvember. Útboð fyrir uppsteypu sjálfrar byggingarinnar fari vonandi fram um mitt næsta ár og byggingin vonandi tilbúin um mitt ár 2023. „En aðalatriðið er að þetta verður náttúrlega alger bylting á starfsaðstöðu þingmanna, þingnefnda og allri stoðþjónustunni í kringum þingstörfin. Það er ákaflega tímabært að Alþingi komi allri þessari starfsemi undir eitt þak og í sitt eigið húsnæði. Þannig að það óhagræði sem er af því að leigja byggingar á ýmsum stöðum í miðborginni, sem ekki er nú beinlínis ókeypis heldur; að við komumst út úr því,” segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Sjá meira
Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. Byggingaframkvæmdir hefjast á alþingisreitnum í nóvember en forseti Alþingis, sem kemur saman í dag, segir að ný skrifstofubygging þingsins muni gerbreyta aðstöðu þingflokka og þingmanna. Alþingi verður sett við hátíðlega og hefðbundna athöfn í dag. Að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö setur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þingið með ávarpi en hefðbundin þingstörf hefjast síðar í vikunni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis vonar að ekki komi til málþófs eins og á vorþingi þegar þingmenn Miðflokksins töluðu vikum saman um orkupakkann. Forsætisnefnd hafi samþykkti að gera breytingar á reglum um framkvæmd andsvara þannig að samflokksmenn veiti ekki andsvör við ræðum hvers annars og andsvör verði ekki leyfð við ítrekaðar fimm mínútna ræður. „Það má vissulega viðurkenna að þetta eru ákveðin viðbrögð við stöðunni hér síðast liðið vor. Þetta afgreiddi forsætisnefnd á sumarfundi sínum og kemur nú til framkvæmda við upphaf nýs þings,” segir Steingrímur.Þannig að flokkssystkini geta ekki farið í andsvör við hvert annað? „Nema fyrir liggi að þau séu alveg á öndverðu meiði efnislega í málinu, eða þetta sé mál sem alls ekki lúti neinum flokkslínum,” segir forseti Alþingis. Almennt séu annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar helstu uppskeru þingin. Þá sé bestu tækifærin til að koma viðamiklum málum fram. „Því á fyrsta þingi eru menn að setja sig í stellingar og auðvitað fullt af málum að fara í vinnslu og undirbúning. Og síðustu þingi fyrir kosningar vilja oft vera ódrjúg,” segir Steingrímur. Síðasta þing hafi verið afkastamikið og búast megi við viðamiklum málum frá ríkisstjórn á komandi vetri. Þá verði nóg að gera hjá forsætisnefnd meðal annars vegna ýmissa breytinga sem verið sé að innleiða. „Svo sem að stjórnsýsla Alþingis heyrir nú undir upplýsingalög. Við erum að sjálfsögðu í byggingaframkvæmdunum sem eru fram undan og enn með endurskoðun siðareglna, þingskapa og fleira undir. Þannig að það verður nóg að gera,” segir Steingrímur. Jarðvinna fyrir nýja skrifstofubyggingu verði væntanlega auglýst á næstu dögum sem geti þá hafist í nóvember. Útboð fyrir uppsteypu sjálfrar byggingarinnar fari vonandi fram um mitt næsta ár og byggingin vonandi tilbúin um mitt ár 2023. „En aðalatriðið er að þetta verður náttúrlega alger bylting á starfsaðstöðu þingmanna, þingnefnda og allri stoðþjónustunni í kringum þingstörfin. Það er ákaflega tímabært að Alþingi komi allri þessari starfsemi undir eitt þak og í sitt eigið húsnæði. Þannig að það óhagræði sem er af því að leigja byggingar á ýmsum stöðum í miðborginni, sem ekki er nú beinlínis ókeypis heldur; að við komumst út úr því,” segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Sjá meira