Ragnar kemst upp fyrir Hermann og verður leikjahæsti miðvörðurinn í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar 10. september 2019 12:00 Ragnar í fyrri leiknum gegn Albaníu. vísir/bára Ragnar Sigurðsson leikur í kvöld 90. leik sinn fyrir íslenska A-landsliðið og verður aðeins þriðji leikmaðurinn sem nær því. Rúnar Kristinsson var stofnmeðlimur klúbbsins árið 2001 og Birkir Már Sævarsson fékk inngöngu fyrr á þessu ári. Ragnar gerir gott betur en að komast í 90 landsleikjaklúbbinn því hann verður jafnframt leikjahæsti miðvörðurinn í sögu landsliðsins. Ragnar jafnaði við Hermann Hreiðarsson í leiknum á móti Moldóvu um helgina en kemst fram úr honum með því að spila leik númer 90 í kvöld. Þegar Ragnar kom inn í landsliðið árið 2007 þá var Hermann Hreiðarsson einmitt fyrirliði íslenska landsliðsins. Í þriðja sæti á eftir þeim Ragnari og Hermanni er síðan Guðni Bergsson, núverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands. Fjórði er síðan félagi Ragnars í miðverðinum í kvöld, Kári Árnason. Kári byrjaði landsliðsferil sinn inn á miðjunni en hefur spilað sem miðvörður eftir að hann kom aftur upp í liðið þegar Lars Lagerbäck tók við liðinu. Ragnar Sigurðsson lék sinn fyrsta landsleik 22. ágúst 2007 á móti Kanada á Laugardalsvellinum. Það var Eyjólfur Sverrisson sem notaði hann fyrstur landsliðsþjálfara. Ragnar hefur verið í byrjunarliðinu í 82 af 89 leikjum sínum og leikurinn í kvöld verður 57. keppnisleikur hans fyrir landsliðið en 33 af leikjunum 90 hafa verið vináttulandsleikir.Leikjahæstu miðverðirnir í sögu íslenska landsliðsins:(Leikmenn sem hafa spilað stærsta hluta landsliðsferilsins í þeirri stöðu) Ragnar Sigurðsson 89 Hermann Hreiðarsson 89 Guðni Bergsson 80 Kári Árnason 78 Sævar Jónsson 69 Marteinn Geirsson 67 Atli Eðvaldsson (70) og Eyjólfur Sverrisson (66) spiluðu báðir landsleiki sem miðverðir en spiluðu líka sem bæði framherjar og miðjumenn. Mjög fjölhæfir leikmenn þar á ferðinni. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Ragnar Sigurðsson leikur í kvöld 90. leik sinn fyrir íslenska A-landsliðið og verður aðeins þriðji leikmaðurinn sem nær því. Rúnar Kristinsson var stofnmeðlimur klúbbsins árið 2001 og Birkir Már Sævarsson fékk inngöngu fyrr á þessu ári. Ragnar gerir gott betur en að komast í 90 landsleikjaklúbbinn því hann verður jafnframt leikjahæsti miðvörðurinn í sögu landsliðsins. Ragnar jafnaði við Hermann Hreiðarsson í leiknum á móti Moldóvu um helgina en kemst fram úr honum með því að spila leik númer 90 í kvöld. Þegar Ragnar kom inn í landsliðið árið 2007 þá var Hermann Hreiðarsson einmitt fyrirliði íslenska landsliðsins. Í þriðja sæti á eftir þeim Ragnari og Hermanni er síðan Guðni Bergsson, núverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands. Fjórði er síðan félagi Ragnars í miðverðinum í kvöld, Kári Árnason. Kári byrjaði landsliðsferil sinn inn á miðjunni en hefur spilað sem miðvörður eftir að hann kom aftur upp í liðið þegar Lars Lagerbäck tók við liðinu. Ragnar Sigurðsson lék sinn fyrsta landsleik 22. ágúst 2007 á móti Kanada á Laugardalsvellinum. Það var Eyjólfur Sverrisson sem notaði hann fyrstur landsliðsþjálfara. Ragnar hefur verið í byrjunarliðinu í 82 af 89 leikjum sínum og leikurinn í kvöld verður 57. keppnisleikur hans fyrir landsliðið en 33 af leikjunum 90 hafa verið vináttulandsleikir.Leikjahæstu miðverðirnir í sögu íslenska landsliðsins:(Leikmenn sem hafa spilað stærsta hluta landsliðsferilsins í þeirri stöðu) Ragnar Sigurðsson 89 Hermann Hreiðarsson 89 Guðni Bergsson 80 Kári Árnason 78 Sævar Jónsson 69 Marteinn Geirsson 67 Atli Eðvaldsson (70) og Eyjólfur Sverrisson (66) spiluðu báðir landsleiki sem miðverðir en spiluðu líka sem bæði framherjar og miðjumenn. Mjög fjölhæfir leikmenn þar á ferðinni.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira