Bein útsending: Umdeildir leiðtogar taka fyrstir til máls hjá SÞ Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2019 12:21 Abdel Fattah el-Sisi og Donald Trump eru meðal fyrstu ræðumanna í dag. AP/Evan Vucci Það verður mikið um ræðuhöld á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem 21 þjóðarleiðtogi mun taka til máls. Fyrstu fjórir ræðumennirnir þykja þó áhugaverðari en margir aðrir að þessu sinni. Fyrstur til að taka til máls verður Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, og á eftir honum kemur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Þar næst stígur Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, í pontu og því næst Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Allir þykja þeir umdeildir og hafa jafnvel verið sakaðir um einræðisburði, þó sumir meira en aðrir. Síðasti ræðumaðurinn í dag er Boris Johnson, umdeildur forsætisráðherra Bretlands, en ekki er víst að hann muni halda ræðu sína. Búið er að boða til þings á morgun eftir að Hæstiréttur Bretlands úrskurðaði að forsætisráðherrann hefði brotið lög þegar hann fékk drottninguna til að fresta þingi í síðasta mánuði.Sjá einnig: Þingfrestun Boris dæmd ólöglegÞema allsherjarþingsins þetta árið er baráttan gegn fátækt, menntun, veðurfarsbreytingar og meðtalning (e: Inclusion). Fjölmiðlar ytra segja þó að Trump muni einbeita sér að því að gagnrýna Íran og reyna að byggja upp samstöðu gegn ríkinu. Þar að auki er hann talinn líklegur til að ræða ástandið í Venesúela og jafnvel samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Ræðuhöldin hefjast klukkan eitt og verður hægt að fylgjast með þeim hér að neðan. Bandaríkin Brasilía Egyptaland Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Það verður mikið um ræðuhöld á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem 21 þjóðarleiðtogi mun taka til máls. Fyrstu fjórir ræðumennirnir þykja þó áhugaverðari en margir aðrir að þessu sinni. Fyrstur til að taka til máls verður Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, og á eftir honum kemur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Þar næst stígur Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, í pontu og því næst Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Allir þykja þeir umdeildir og hafa jafnvel verið sakaðir um einræðisburði, þó sumir meira en aðrir. Síðasti ræðumaðurinn í dag er Boris Johnson, umdeildur forsætisráðherra Bretlands, en ekki er víst að hann muni halda ræðu sína. Búið er að boða til þings á morgun eftir að Hæstiréttur Bretlands úrskurðaði að forsætisráðherrann hefði brotið lög þegar hann fékk drottninguna til að fresta þingi í síðasta mánuði.Sjá einnig: Þingfrestun Boris dæmd ólöglegÞema allsherjarþingsins þetta árið er baráttan gegn fátækt, menntun, veðurfarsbreytingar og meðtalning (e: Inclusion). Fjölmiðlar ytra segja þó að Trump muni einbeita sér að því að gagnrýna Íran og reyna að byggja upp samstöðu gegn ríkinu. Þar að auki er hann talinn líklegur til að ræða ástandið í Venesúela og jafnvel samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Ræðuhöldin hefjast klukkan eitt og verður hægt að fylgjast með þeim hér að neðan.
Bandaríkin Brasilía Egyptaland Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira