AP segir frá því að eldurinn hafi blossað upp klukkan fjögur í nótt að staðartíma. Að sögn talsmanns slökkviliðs tókst að bjarga ellefu börnum, 107 konum og 28 starfsmönnum sjúkrahússins. Sum börnin urðu eldinum að bráð, en önnur létust vegna reykeitrunar.
Noureddine Bedoui, forsætisráðherra Alsírs, hefur fyrirskipað rannsókn á eldsvoðanum en heilbrigðisráðherra landsins segir að eldurinn kunni að hafa orsakast af tæki sem ætlað sé til að halda moskítóflugum í burtu.