„Öfgar og sýndarmennska munu aldrei þoka okkur í rétta átt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2019 13:21 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Fréttablaðið/Eyþór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga ef marka má nýja færslu hans á Facebook í dag, og dagskráin er þétt skipuð í dag. Hann segir að þrátt fyrir að bíllausi dagurinn sé í dag muni einhverjir sjá hann á bíl, enda sé vandkvæðum bundið að komast með fjölskylduna á þá viðburði sem þarf að sækja hér og þar. Í færslunni lýsir Guðni síðustu dögum. Um liðna helgi sótti hann Miðgarðshátíðina þar sem honum þótti gaman að spjalla við gesti og gangandi. „Til dæmis var afar gaman að prófa tölvuleikinn sem liðsmenn Myrkurs vinna að þótt fáum sögum fari af afrekum mínum þar,“ skrifar Guðni sem telur allt sé gott í hófi, ekki síst skemmtilegir leikir og tómstundir þar sem fólk leyfir sér að láta hugann reika í töfraveröldum. Þá fylgdist forsetinn grannt með aðgerðum ungmenna víða um heim þar sem þau krefjast róttækari viðbragða í loftslagsmálum. „Kappið og einlægnin eykur von,“ skrifar Guðni sem heldur á morgun í opinbera heimsókn til Grænlands. Þá minnist hann sem fyrr segir á bíllausa daginn. „Og í dag er bíllausi dagurinn, ágætis áminning um nauðsyn þess að efla almenningssamgöngur og huga að umhverfisvænum lífsstíl. En samt munu einhverjir sjá mig á bíl í dag ef að líkum lætur; að komast með fjölskylduna með strætó á þá viðburði sem fyrir liggja um borg og bí væri miklum erfiðleikum bundið, vægast sagt. Öfgar og sýndarmennska munu aldrei þoka okkur í rétta átt.“ Forseti Íslands Samgöngur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga ef marka má nýja færslu hans á Facebook í dag, og dagskráin er þétt skipuð í dag. Hann segir að þrátt fyrir að bíllausi dagurinn sé í dag muni einhverjir sjá hann á bíl, enda sé vandkvæðum bundið að komast með fjölskylduna á þá viðburði sem þarf að sækja hér og þar. Í færslunni lýsir Guðni síðustu dögum. Um liðna helgi sótti hann Miðgarðshátíðina þar sem honum þótti gaman að spjalla við gesti og gangandi. „Til dæmis var afar gaman að prófa tölvuleikinn sem liðsmenn Myrkurs vinna að þótt fáum sögum fari af afrekum mínum þar,“ skrifar Guðni sem telur allt sé gott í hófi, ekki síst skemmtilegir leikir og tómstundir þar sem fólk leyfir sér að láta hugann reika í töfraveröldum. Þá fylgdist forsetinn grannt með aðgerðum ungmenna víða um heim þar sem þau krefjast róttækari viðbragða í loftslagsmálum. „Kappið og einlægnin eykur von,“ skrifar Guðni sem heldur á morgun í opinbera heimsókn til Grænlands. Þá minnist hann sem fyrr segir á bíllausa daginn. „Og í dag er bíllausi dagurinn, ágætis áminning um nauðsyn þess að efla almenningssamgöngur og huga að umhverfisvænum lífsstíl. En samt munu einhverjir sjá mig á bíl í dag ef að líkum lætur; að komast með fjölskylduna með strætó á þá viðburði sem fyrir liggja um borg og bí væri miklum erfiðleikum bundið, vægast sagt. Öfgar og sýndarmennska munu aldrei þoka okkur í rétta átt.“
Forseti Íslands Samgöngur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira