Fengu Nóbelinn fyrir heimsfræði og fjarreikistjörnufund Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2019 10:15 Nóbelsnefndin tilkynnti um verðlaunahafana í Stokkhólmi í morgun. Vísir/EPA Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðalunum í eðlisfræði fyrir tvær ólíkar uppgötvanir. James Peeble hlýtur annars vegar verðlaunin fyrir kennilegar uppgötvanir á eðli alheimsins og þeir Michel Mayor og Didier Queloz hins vegar fyrir uppgötvun á fyrstu fjarreikistjörnunni. Kenningar kanadíska kennilega eðlisfræðingsins Peebles eru grunnurinn að skilningi eðlisfræðinga á sögu alheimsins frá Miklahvelli til nútímans. Uppgötvanir Peebles, sem er heiðursdoktor við Princeton-háskóla, eru sagðar hafa veitt mönnum innsýn í eðli alheimsins og hvernig 95% alls efnis í honum sé hulið mönnum. Svissnesku stjörnufræðingarnir Mayor og Queloz urðu fyrstu mennirnir til að finna reikistjörnu utan sólkerfisins okkar árið 1995. Reikistjarnan hlaut nafnið Pegasi 51b og er í um fimmtíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er svonefndur heitur Júpíter, gasrisi sem gengur þétt um móðurstjörnu sína.Síðan þá hafa flóðgáttirnar brostið og menn fundið á fimmta þúsund svonefndra fjarreikistjarna á braut um fjarlægar stjörnur, flestar þeirra gerólíkar jörðinni og sólkerfinu okkar. „Þessar uppgötvanir hafa fengið vísindamenn til að þróa nýjar tilgátur um þá eðlisfræðilegu ferla sem liggja að baki fæðingu reikistjarna,“ segir í áliti Nóbelsnefndarinnar.BREAKING NEWS:The 2019 #NobelPrize in Physics has been awarded with one half to James Peebles “for theoretical discoveries in physical cosmology” and the other half jointly to Michel Mayor and Didier Queloz “for the discovery of an exoplanet orbiting a solar-type star.” pic.twitter.com/BwwMTwtRFv— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 8, 2019 Geimurinn Nóbelsverðlaun Vísindi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðalunum í eðlisfræði fyrir tvær ólíkar uppgötvanir. James Peeble hlýtur annars vegar verðlaunin fyrir kennilegar uppgötvanir á eðli alheimsins og þeir Michel Mayor og Didier Queloz hins vegar fyrir uppgötvun á fyrstu fjarreikistjörnunni. Kenningar kanadíska kennilega eðlisfræðingsins Peebles eru grunnurinn að skilningi eðlisfræðinga á sögu alheimsins frá Miklahvelli til nútímans. Uppgötvanir Peebles, sem er heiðursdoktor við Princeton-háskóla, eru sagðar hafa veitt mönnum innsýn í eðli alheimsins og hvernig 95% alls efnis í honum sé hulið mönnum. Svissnesku stjörnufræðingarnir Mayor og Queloz urðu fyrstu mennirnir til að finna reikistjörnu utan sólkerfisins okkar árið 1995. Reikistjarnan hlaut nafnið Pegasi 51b og er í um fimmtíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er svonefndur heitur Júpíter, gasrisi sem gengur þétt um móðurstjörnu sína.Síðan þá hafa flóðgáttirnar brostið og menn fundið á fimmta þúsund svonefndra fjarreikistjarna á braut um fjarlægar stjörnur, flestar þeirra gerólíkar jörðinni og sólkerfinu okkar. „Þessar uppgötvanir hafa fengið vísindamenn til að þróa nýjar tilgátur um þá eðlisfræðilegu ferla sem liggja að baki fæðingu reikistjarna,“ segir í áliti Nóbelsnefndarinnar.BREAKING NEWS:The 2019 #NobelPrize in Physics has been awarded with one half to James Peebles “for theoretical discoveries in physical cosmology” and the other half jointly to Michel Mayor and Didier Queloz “for the discovery of an exoplanet orbiting a solar-type star.” pic.twitter.com/BwwMTwtRFv— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 8, 2019
Geimurinn Nóbelsverðlaun Vísindi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira