„Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. október 2019 07:00 Elísabet og Smári með börnin sín Birki Jan og Anetu Ösp. Úr einkasafni Elísabet Hrund Salvarsdóttir og eiginmaður hennar reyndu í mörg ár að eignast barn áður en þau tóku ákvörðun um að ættleiða. Nú eiga þau tvö börn, fjögurra og sjö ára gömul, sem bæði eru ættleidd hingað frá Tékklandi. Elísabet segir að hún hefði viljað ættleiða fyrr í stað þess að fara í allar frjósemismeðferðirnar og bíða svona lengi með að byrja ferlið. Hún upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. „Ég held að ég hafi verið svona 25 ára. Ég og maðurinn minn vorum búin að vera saman í að verða fjögur ár, þá fórum við að hugsa að við vildum ekki verða of gamlir foreldrar,“ segir Elísabet um það hvenær þau fóru fyrst að ræða barneignir. „Við vorum bara tilbúin. Við vorum í fínni vinnu, búin að mennta okkur og komin með húsnæði. Þá byrjaði þetta. Fyrst með heimaleikfimi í nokkur ár og svo þegar það var ekki að virka þá fór ég til kvensjúkdómalæknis í skoðun. Það var allt í lagi nema mjög líklega væri ég með endómetríósu.“ Aftur og aftur í sama rússíbanann Endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og geta valdið þar bólgum, blæðingum, blöðrum og samgróningum. Endómetríósa getur valdið miklum sársauka, þvagblöðru- og þarmavandamálum auk ófrjósemi. „Ég fór í aðgerð við því og þá er í rauninni brennt fyrir. Hún var ótrúlega sársaukafull, það er blásið eins og lofti inn í mann og maður fær svo mikla verki í axlirnar. Þetta gekk samt mjög vel. Eftir þetta leituðum við til Art Medica, þá var Livio ekki komið.“ Við tók langt og erfitt ferli við að reyna að eignast barn með aðstoð. „Ég held að við höfum farið sex sinnum í tæknisæðingu. Það gekk ekki neitt. Við þá rannsókn kom í ljós að sæðið hjá manninum mínum væri latt og þyrfti aðstoð. Samt erum við skráð með óútskýrða ófrjósemi. Eftir þessar sex meðferðir var ákveðið að fara í smásjárfrjóvgun og það voru einhver fjögur eða fimm skipti.“ Elísabet segir að þetta hafi ekki verið auðvelt ferli, en þau fóru mjög oft í gegnum sama rússíbanann. „Öll hormónin sem þú þarft að taka. Þú verður í rauninni óléttur þó að líkaminn verði ekki óléttur bara út af þessum efnum. Það náðust alltaf heilbrigð egg og það urðu til fósturvísar en þau festust aldrei.“ Náði aldrei að verða ófrísk Elísabet furðar sig á því að þau hafi ekki fengið aðstoð með að rannsaka betur af hverju meðferðirnar voru ekki að virka. „Maður veit ekki hvort að það sé peningamál eða eitthvað en það er bara haldið áfram. Yfirmaður minn fann breska grein þar sem fjallað var um eitthvað lyf sem að gæti haft áhrif, eða að mótefni í líkamanum hafnaði hans DNA. Þeir vildu samt ekkert gera í því.“ Fyrirtækið Art Medica var lagt niður nokkrum árum síðar eftir að hafa sætt gagnrýni. Árið 2010 áttu Elísabet og Smári einn fósturvísi eftir í frysti og ákváðu að það yrði síðasta tilraunin. „Ég hef aldrei orðið ólétt, það festi sig bara aldrei og það gerðist aldrei neitt. Í mars árið 2010 létum við setja upp síðasta fósturvísinn og ætluðum svo að prófa eitthvað annað.“ Á þessum tímapunkti höfðu þau eytt tæplega fjórum árum í kostnaðarsamar og erfiðar meðferðir. „Við vorum ótrúlega heppin af því að við unnum bæði í banka og stéttarfélagið borgaði 80 prósent af öllum kostnaði og meðferðirnar voru þá ekki búnar að hækka svona mikið. Ef að við hefðum ekki fengið þessa styrki hefðu þetta verið tvær til þrjár milljónir. Elísabet segir að það hafi styrkt sambandið að fara í gegnum þessa reynslu saman.Úr einkasafni Þarfirnar oft aðrar Síðasta smásjárfrjóvgunin gekk ekki og í kjölfarið höfðu þau samband við Íslenska ættleiðingu. „Við fórum í viðtal þar við Kristinn sem er framkvæmdastjóri. Svo fórum við á námskeiðið „Er ættleiðing fyrir mig?“ sem er fornámskeið sem allir þurfa að fara á. Þar er velt upp ýmsu eins og ert þú tilbúinn að fara í þetta ferli? því þetta er aðeins meiri pakki. Börn sem eru ættleidd hafa oft aðrar þarfir og eru með annan bakgrunn. En við vorum alveg ákveðin.“ Það var mikill léttir að ákveða að ættleiða eftir að vera búin að reyna í svona mörg ár að reyna að eignast eigið barn án árangurs. „Smári var fyrst ekkert sannfærður um að hann vildi fara í ættleiðingu, hann langaði að eignast blóðtengt barn. En eftir allar þessar tilraunir þá kom í ljós að það var bara ekkert hægt. Ég var samt ekkert að þrýsta á hann. Vinur hans gerði það samt, sagði að ef hann vildi verða pabbi þá þyrfti hann að skoða aðrar leiðir.“ Elísabet og Smári byrjuðu þá ættleiðingarferlið sitt og óskuðu eftir upplýsingum um þau gögn sem þau þyrftu að útvega fyrir umsóknina. „Heilsufarsupplýsingar, upplýsingar um fjármál, húsnæði, fjölskylduna og fleira. Þetta er í raun bara til að fá forsamþykki hérna heima. Við sendum þá umsókn til sýslumanns sem sendi upplýsingarnar áfram á barnavernd. Við bjuggum þá á Snæfellsnesi svo félagsþjónustan þar þurfti að taka út heimilið og okkur.“ Í október sama ár fengu þau forsamþykki og þá byrjuðu þau að safna gögnum til þess að senda með umsókninni sinni út. „Við vorum þá búin að ákveða land og völdum Tékkland. Við hugsuðum að þetta er innan Evrópu og stutt að fara ef maður vill viðhalda tengslunum. Það er líka nær okkur í menningu heldur en önnur lönd sem þá var hægt að ættleiða frá eins og Kína, Tógó og Kólumbíu.“ Styrkti sambandið Með umsókninni til Tékklands þurftu þau að senda greindarpróf og fleira. Elísabet segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikið mál umsóknarferlið væri, þar sem hún vissi ekkert um ættleiðingar áður en hún fór í fyrsta viðtalið hjá Íslenskri ættleiðingu. „Maður var bara samt svo tilbúin í þetta, kannski af því að maður var búinn að reyna svo mikið annað. Þó að það sé aldrei neitt öruggt í þessum heimi, eftir að við tókum ákvörðun um að ættleiða þá varð smá ljóstíra við endann á göngunum.“ Þau fundu huggun í því að vita að einhvers staðar væri barn sem ætti eftir að verða þeirra. „Við vissum að þetta ætti eftir að verða erfitt en þetta styrkti okkur mikið sem par. Við höfum alltaf talað mjög opinskátt um ófrjósemi. Eins og í bankanum þar sem við störfuðum þá vissu þetta allir enda þurfti ég að vera kannski heima í hálfan mánuð eftir hverja uppsetningu á fósturvísi. Við ákváðum bara að tala um þetta, við gátum ekkert gert að þessu, það var ekkert sem að við gátum gert. Okkur hefur alltaf fundist mikill léttir í því að tala opinskátt um þetta.“ Þau ákváðu því að tala líka um ættleiðingarferlið við sína nánustu. „Í febrúar kemur svo samþykki frá Tékklandi og þeir samþykktu okkur sem umsækjendur. Þá hefst biðin sem sumir kalla meðganga, en þú veist samt ekki hvort að verði vikur eða ár.“ Andlega erfitt að bíða svona lengi Elísabet og Smári ákváðu að vera virk í biðinni og höfðu þess vegna samband við Íslenska ættleiðingu til þess að athuga hvort þau gætu hjálpað. Í dag situr hún í stjórn félagsins. „Það stoppar ekkert lífið svo við héldum bara áfram að gera það sem við vorum vön að gera. Við vildum reyna að gera eitthvað fyrir félagið sem á þessum tíma var að mestu byggt á sjálfboðastarfi. Við höfðum samband við skrifstofuna og okkur var sagt að við gætum haldið utan um hóp fyrir þá sem voru á biðlista. Við gerðum það í nokkur ár og hittumst einu sinni í mánuði bara til að tala saman um það sem fólki lá á hjarta.“ Elísabet segir að margir í hópnum hefðu ekki sagt fólkinu í kringum sig frá ættleiðingarferlinu og því væri gott að hitta aðra í sömu stöðu. „Við þurftum að bíða þannig séð mjög lengi miðað við hvernig þetta er venjulega. Fyrstu tvö árin var það ekkert rosalega mikið mál en haustið 2012 fór þetta að verða aðeins íþyngjandi fyrir mig.“ Þá ákvað hún að leita til sálfræðings, til þess að ræða þessi mál betur og vinna úr þeim erfiðu tilfinningum sem geta fylgt biðinni. „Hún sagði að við værum alveg að gera allt rétt, þetta tæki bara á. Það var gott að fá staðfestinguna á því að ég væri að gera hlutina rétt, við værum ekki að festa okkur í biðinni.“ Hagur barnsins er aðalatriðið Ári áður höfðu þau reyndar fengið upplýsingar um barn í Tékklandi sem þau gætu mögulega ættleitt. „Það var í ágúst árið 2011 og það var barn sem við sögðum nei við. Barnalæknir á Landspítalanum mælti með því, sagði að það væri í rauninni ekki ættleiðanlegt. Það væri eitthvað að. Þetta var því ákvörðun sem við tókum með honum. Annað okkar eða jafnvel bæði hefðum líklegast þurft að hætta að vinna.“ Elísabet segir að þetta hafi ekki verið mjög erfið ákvörðun eftir að þau höfðu metið stöðuna frá öllum hliðum. Hún vissi samt ekki þá að hún átti eftir að bíða í tvö ár eftir næsta svona símtali. „Í Tékklandi eru þeir ekki með númer. Það er parað þannig að þeir eru í raun að finna bestu fjölskylduna fyrir þessi börn sem eru þar. Það er alltaf verið að hugsa um hag barnsins, fjölskyldan og umsækjendurnir skipta þannig séð ekki miklu máli, heldur bara hvað hentar þessu ákveðna barni best.“ Elísabet og Smári óskuðu eftir því að fá að ættleiða barn sem væri tveggja ára eða yngra. „Okkur hafði verið ráðlagt það á þeim tíma. Þá er lengri bið því það er meira um eldri börn.“ Biðin eftir foreldrahlutverkinu var löng og erfið en parið eignaðist sitt fyrsta barn, Birki Jan, árið 2013.Úr einkasafni Enginn vafi Hún man ennþá hvar hún var og hvað hún var að gera þegar símtalið kom loksins. Elísabet var þá 38 ára gömul og Smári var 41 árs. „15. ágúst 2013 fengum við símtalið. Maður man alveg að það var 09:05. Þá hringir Kristinn framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar í mig og Smára, það var svona eins og símafundur. Það eina sem hann segir er „Þið þurfið að koma upp á skrifstofu.“ Þá bara veit maður það.“ Smári og Elísabet voru á leiðinni í útilegu með fjölskyldunni þennan dag þegar síminn hringdi. „Við vorum að fara að leggja af stað að sækja mömmu þannig að við hringdum í hana. Hún sat svo við eldhúsborðið á meðan við fórum á skrifstofuna, hún var alveg með okkur í þessu. Þegar við komum fengum við upplýsingar um barnið og svo þegar við erum búin að lesa það yfir þá erum við spurð hvort að við viljum fá að sjá mynd. Við vildum það auðvitað.“ Elísabet segir að hún hafi strax fundið að þetta var drengurinn þeirra, á því var enginn vafi. „Fyrsta myndin sem þú sérð af barninu þínu, hann er bara orðinn þinn. Sama þegar þú lest gögnin, þú finnur það bara.“ Gaman að segja nafnið upphátt Þó að gleði hafi yfirtekið þau á þessu augnabliki þá fann Elísabet líka fyrir miklum létti. „Við vorum á leið í ferðalag um Snæfellsnes og við héldum því til streitu. Við plöstuðum myndina af honum og höfðum með okkur. Þá hét hann sínu tékkneska nafni, sem er Jan. Við ætluðum ekkert endilega að finna nafn fyrir hann strax en svo segir Smári við mig „Hvað með Birkir?“ af því að hann hét Jan Bikar. Þannig að hann heitir Birkir Jan. Það var svolítið gaman að geta sagt nafnið hans, það gerði þetta raunverulegra.“ Birkir Jan var 13 mánaða þegar Smári og Elísabet fengu gögnin um hann og sögðu já við því að ættleiða hann. „Hann var þá á barnaheimili rétt fyrir utan Prag. Þetta var lítið barnaheimili, bara 42 börn. Hann virtist líta mjög vel út og var með bollukinnar og mikið hár.“ Eftir aðeins eina viku fengu þau upplýsingar um það hvernær þau gætu fengið að hitta litla drenginn sinn. Þá fengu þau tíma fyrir svokallaðan núllfund en þar hitta foreldrarnir lögfræðinginn og sálfræðinginn hjá ættleiðingaryfirvöldum í Tékklandi. „Daginn eftir þá förum við á barnaheimilið hans. Það var búið að segja okkur að hann væri veikur og með augnsýkingu þannig að það var ekkert víst að við myndum fá að hitta hann. En við vorum bara ótrúlega slök yfir þessu.“ Stórkostlegt augnablik Með þeim í för var túlkur sem er frá Tékklandi en talar íslensku, Elísabet segir að það hafi verið ómetanlegt. Þau fengu þar frekari upplýsingar um hans bakgrunn og einnig heilsufarsupplýsingar frá lækninum hans. „Hann hafði farið í aðgerð við kviðsliti þegar hann var þriggja mánaða. Þarna var passað mjög vel upp á hann. Barnaheimilið er svona eins og læknastofnun. Það er passað alveg 100 prósent upp á allt sem er líkamlegt en kannski ekki upp á það sem er andlegt.“ Þegar þau voru að ræða þessi mál spyr túlkurinn þau skyndilega hvort þau séu ekki með myndavél. „Þá var hann bara kominn án þess að við vissum af því. Þá var hann bara mættur. Hann var nývaknaður og hélt á hárbursta. Það var stórkostlegt, algjörlega. Hann var ótrúlega duglegur. Við vorum með honum til hádegis og svo fékk hann blund og við komum aftur tveim tímum seinna. Við fengum að vera með honum, leika við hann, baða hann og gefa honum að borða.“ Birkir Jan var með lítinn hárbursta með sér þegar Elísabet og Smári hittu hann í fyrsta skipti.Úr einkasafni Spennt að skipta á kúkableyjum Þremur dögum síðar var Birkir Jan kominn alveg til þeirra á hótelið. Hann var svo lítill að hann áttaði sig ekki á því að hann hafði eignast fjölskyldu. „Við vorum svolítið ánægð með að hann var ekki farinn að ganga svo hann var háður okkur. Maður gat haldið svo mikið á honum. Venjan er með svona lítil börn að þau fari til foreldranna strax daginn eftir en þar sem hann var veikur þá kom hann ekki strax. Við fengum því að kynnast honum vel í aðstæðum sem hann þekkti. Tengslin voru mjög mikil.“ Birkir Jan kom til Íslands með foreldrum sínum í október, rúmum mánuði eftir símtalið örlagaríka, þá 14 mánaða gamall en hann er sjö ára í dag. „Hann byrjar að ganga og tala hjá okkur. Við fengum alveg að skipta á kúkableyjum og eitthvað þó að það hafi verið í styttri tíma. Við fengum að upplifa það. Hann var ótrúlega duglegur strákur og rólegur.“ Elísabet og Smári voru bæði heima í fæðingarorlofi í nokkra mánuði og svo prófuðu þau líka að vera í fæðingarorlofi í sitthvoru lagi með drenginn sinn, fyrst Elísabet og svo Smári. „Tékkarnir lögðu svolitla áherslu á að maður ætti að reyna að vera í ár með hann heima, sem passaði vel því hann fékk svo leikskólapláss í september. Við vorum því mikið heima með hann. Við bjuggum í Laugardalnum og vorum alltaf í Húsdýragarðinum. Þar var hann kallaður hestastrákurinn, hann var í algjöru dekri.“ Tengslamyndunin mikilvæg Á meðan Elísabet og Smári voru í Tékklandi að hitta Birki Jan, fengu aðstandendur þeirra fræðslu um ættleiðingar á meðan. Meira að segja nágrannakona þeirra og 11 ára dóttir hennar fóru á námskeiðið, til þess að vita meira um þennan málaflokk áður en fjölskyldan kæmi heim. „Þeim fannst ómetanlegt að fá að upplifa það. Þá fá allir fræðslu um hvað má og má ekki gera. Ekki taka hann upp, það er hlutverk foreldranna og að gefa honum, skipta á honum og þegar hann grætur þá eru það mamma og pabbi sem eiga að taka hann, út af þessari tengslamyndun. Fyrsta árið er hann búinn að missa af helling af möguleikum af því þó að það hafi verið hugsað rosalega vel um hann á barnaheimilinu.“ Elísabet segir að Tékkland reyni að útvega foreldrum mjög mikið af upplýsingum um bakgrunn barnsins. „Við fáum ekki neinar myndir en hann getur óskað eftir þeim gögnum sjálfur þegar hann verður eldri. Við erum með nafnið á mömmunni hans. Hann hefur alveg spurt og við sögðum honum það, að hún var bara konan sem var með hann í bumbunni.“ Birkir Jan er komin af Roma fjölskyldu sem ekki hafði mikið á milli handanna og á eldri systkini í Tékklandi. „Hann kemur úr Roma, mamma hans er af Roma ætt. Roma er um allt Tékkland. Margir hafa þá mynd að allir sem eru af Roma séu sígaunar en það er ekki alveg það sama. Það er bara svona lítið brot sem að lifir á félagslega kerfinu, hinir eru bara að mennta sig. En það eru rosalega miklir fordómar gegn Roma fólki.“ Elísabet segir að það geti verið sérstaklega erfitt fyrir stráka af Roma ættum að verða ættleiddir innanlands. Miklir fordómar séu gagnvart þessu fólki. „Okkur var sagt að ef stelpurnar eru ættleiddar innanlands þá er sagt að þær séu frá Ítalíu. Þau eru náttúrulega flest dekkri. Þetta er svona enn þann dag í dag. Þetta eykst bara með árunum. Þessi börn eiga kannski ekki mikla möguleika, sum eru bara sett í sér skóla. Það er lögð svolítil áhersla á að ættleiða strákana úr landi því að þeir voru að koma verr út úr þessu. Þeir eru á barnaheimili og fara svo á annað heimili sex ára að aldri og eru til 18 ára. Það er mjög algengt að þeir fari svo þaðan í fangelsi. En stelpurnar virðast ná aðeins að fóta sig betur.“ Elísabet er þakklát fyrir fjölskyldu sína og lífið þeirra en hefði viljað byrja fyrr að íhuga ættleiðingu.Úr einkasafni Af hverju vildi hún mig ekki? Birkir Jan var bara þriggja ára þegar hann fór að velta fyrir sér af hverju það væru ekki til neinar bumbumyndir eða sónarmyndir frá því áður en hann fæddist. Þá var ein ófrísk í fjölskyldunni og hann byrjaði að velta þessu fyrir sér. Elísabet og Smári sögðu honum þá að önnur kona hefði gengið með hann í sinni bumbu. „Við höfum alltaf talað mjög opinskátt um ættleiðinguna og Tékkland og það er haldið upp á Tékklandsdag í leikskólanum hans. Honum finnst líka ótrúlega gaman að heyra söguna sína, þegar við fengum símtalið og þegar við völdum nafnið. Hann hefur þessar tengingar og við reynum að halda því svolítið á lofti. Við skoðum mjög mikið myndir og eigum albúm sem hann flettir stundum og sýnir vinum sínum.“ Þó að foreldrarnir ræði mjög opinskátt um ættleiðinguna eru sumar spurningarnar sem þau fá erfiðari en aðrar. „Hann hefur alveg spurt „Af hverju vildi hún mig ekki?“ Þá þarf maður að reyna að útskýra það. „Var ég ekki nógu fallegur?“ Það er alveg ótrúlega mikið sem er að veltast um í höfðinu á þessum börnum. Við vorum því búin að ákveða sögu og létum einmitt alla sem pössuðu hann vita. Ef hann myndi spyrja, hann til dæmis spurði mömmu stundum, þá vissi hún bara hvað hún átti að segja.“ Elísabet segir að það hafi verið mjög gott að þau hefðu sjálf fengið að ákveða þennan ramma, hversu mikið ætti að segja honum og hvernig. „Þetta gekk mjög vel. Þetta var svolítið bara að hughreysta hann og segja að hann sé elskaður og þetta hafi ekki verið þannig að hún hafi ekki elskað hann. Aðstæður séu bara stundum þannig. Það er kannski erfitt fyrir þriggja ára barn að skilja efnahagslegar ástæður eða að mamma þín átti ekki hús eða þak yfir höfuðið. Maður reynir að útskýra miðað við aldursskeið.“ Þau pössuðu vel að drengurinn myndi finna að þau myndu alltaf vera mamma hans og pabbi og ekkert gæti breytt því. „Það er mikilvægt að hann viti að hann er elskaður og hann verði alltaf elskaður, alveg sama hvað hann geri.“ Strítt vegna húðlitar Í dag er drengurinn á fullu í fótbolta og gengur vel í skóla. Hann hefur samt alltaf þurft smá tíma og aðlögun í nýjum aðstæðum og breytingum. „Það hefur gengið að mestu mjög vel. Þegar hann var í fyrsta bekk kom hann einu sinni leiður heim og þá hafði einhver sagt við hann að hann væri brúnn og ljótur, brúnn eins og skítur. Kaldhæðnin var að þetta gerðist á degi eineltis. Við heyrðum strax í kennaranum hans og hún gerði þetta mjög vel. Það hefur verið mikið samstarf okkar á milli og við létum alveg vita hver bakgrunnurinn hans var. Þó að það eigi ekkert að vera að stimpla hann þá gæti það hjálpað honum.“ Elísabet segir að þau séu mjög meðvituð og hvetji hann til þess að vera opinn með sínar tilfinningar og gráta þegar hann langar til að gráta. „Þó að hann sé duglegur og skemmtilegur strákur þá getur hann brotið sig svolítið niður. Sumt er bara þroskaferli eins og hjá öðrum börnum en sumt er kannski út af þeirri höfnun sem hann hefur upplifað.“ Elísabet segir að systkinin hafi sama húmor. Þau hafi byrjað að hlægja saman strax þrátt fyrir að tala ekki sama tungumálið.Úr einkasafni Vildu að hann hefði stuðning Upphaflega ætluðu Smári og Elísabet bara að ættleiða eitt barn en það breyttist svo eftir að þau urðu foreldrar. „Svo kynnist maður barninu og hann var svo mikil félagsvera. Honum finnst mjög gaman að vera í kringum annað fólk þó að það taki hann stundum smá tíma. Ég ólst upp með eldri bróður og Smári með eldri systur. Við héldum að eitt væri bara nóg.“ Eftir mikla umhugsun ákváðu þau að það gæti verið gaman fyrir hann að eiga systkini. „Það væri gott fyrir hann þegar við erum kannski farin, maður veit aldrei hvað gerist, að hann hafi stuðning og hafi systkini eins og við eigum sjálf. Maður veit hversu mikill stuðningur það er. Þetta er þá tengslanetið hans.“ Smári og Elísabet byrja aftur í ættleiðingarferli þegar Birkir Jan er þriggja ára. Þau fengu forsamþykki aftur hér heima og sendu aftur umsókn til Tékklands. „Við vorum samþykkt þar á lista og svo hélt ferlið áfram. Þá tók við bið. Hann er þriggja ára þegar við byrjum og það barn sem er ættleitt þarf að vera yngra en það sem er nú þegar á heimilinu.“ Þau óskuðu því eftir að ættleiða barn yngra en þriggja ára í þetta skiptið. Ræddi aldrei eigin umsókn Á meðan þau biðu eftir því að fá símtal komu ættleiðingaryfirvöld í Tékklandi til Íslands til að kynna breytingar á ferlinu og fleira. Í leiðinni hittu þeir þau pör sem voru á biðlistanum hér á landi. Þá var Elísabet orðin formaður Íslenskrar ættleiðingar og meðlimur í stjórn félagsins. „Ég passaði mig að ég tók ekki þátt í neinu fyrir hönd félagsins, af því að ég var á bið. Ég er mjög ströng með það að ég er ekki að gera neitt sem gæti túlkast sem þrýstingur eða neitt svoleiðis. Ég hef rætt við lögfræðinginn sem að vinnur hjá þeim mjög mikið, við höfum aldrei rætt mitt mál, aldrei.“ Þegar Birkir Jan var orðinn sex ára þá hækkuðu þau aldurinn á umsókninni sinni og óskuðu eftir barni á aldrinum 0 til 4 ára. „Tveimur mánuðum síðar þá fáum við símtalið. 30. nóvember 2018 klukkan rúmlega 12. Ég var þá í vinnunni og það var einhvern vegin meiri geðshræring við það símtal heldur en með Birki. Það var ótrúlega fyndið, ég missti mig meira.“ Missti það upp úr sér Elísabet og Smári höfðu ákveðið áður að þegar símtalið kæmi þá fengi Birkir Jan að fara með þeim á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar. „Ég fór og náði í hann niður í skóla. Hann var svo mikil dúlla, hann dregur besta vin sinn til hliðar og segir „Ég er að fá upplýsingar um lítið systkini. Hann vissi alveg hvað það var, við vorum búin að undirbúa hann vel.“ Það voru þó ekki foreldrarnir sem sögðu honum fyrst frá því að þau væru að hugsa um að ættleiða annað barn. Hann frétti það úr annarri átt þegar þau voru í umsóknarferlinu. „Félagsráðgjafinn missti það upp úr sér, spurði hann hvernig honum litist á að vera að eignast lítið systkini. Hann vissi það því mjög snemma og var alltaf að bíða.“ Elísabet segir að Birkir Jan hafi tekið fréttunum vel, hann hafði sjálfur verið byrjaður að óska eftir systur eða bróður. „Við mættum niður á skrifstofu hjá Íslenskri ættleiðingu og Smári hitti okkur þar. Þá setjumst við í sófann og fáum þar gögnin sem við lesum yfir. Þetta var stelpa, þriggja ára að verða fjögurra.“ Litla stúlkan er fædd árið 2015, þremur árum yngri en Birkir Jan. „Við fáum svo að sjá mynd og Birkir segir þá, ah getum við ekki fengið upplýsingar um strák,“ segir Elísabet og hlær. Foreldrarnir útskýrðu þá að þau hafi ekki getað valið kyn og það sama væri þegar lítil börn eru í bumbunni, það sé ekki hægt að velja áður. „Við sögðum já við henni og stuttu seinna fengum við upplýsingar um það hvenær við ættum að hitta hana.“ Aneta Ösp kom til landsins í janúar á þessu ári og aðlagast vel.Úr einkasafni Öðruvísi að ættleiða eldra barn Litla stúlkan var komin af Roma fólki eins og bróður sinn. Elísabet og Smári nýttu desember til þess að undirbúa Birki Jan og áttu bókaðan núllfund þann 3. janúar á þessu ári. „Þetta var svolítið öðruvísi en síðast. Með hann þá vorum við úti í tvær vikur en með hana þá sáum við fram á að vera í sex vikur vegna breytinga á kerfinu í Tékklandi. Áður var búið að dæma í málinu en núna er dæmt á meðan maður er úti, að barnið sé laust til ættleiðingar og það sé þitt.“ Formleg ættleiðing á sér samt ekki stað fyrr en svona ári eftir að fjölskyldan fer saman heim. „Af því að það þarf að skila ákveðnum fjölda af eftirfylgniskýrslum til þeirra. Svo samþykkja þeir ættleiðinguna og það fer svo í gegnum kerfið hér heima.“ Eftir fyrsta fundinn í Tékklandi fóru þau með bílaleigubíl að hitta stelpuna sína. „Þetta er eitt stærsta barnaheimilið í Tékklandi. Við fórum á barnaheimilið með túlk með okkur, sá sami og var með okkur þegar við hittum Birki. Þetta er aðeins öðruvísi ferli. Það er aðeins annað að vera með barn sem talar ekki eða vera með einhvern þriggja ára.“ Google-translate hjálpaði mikið Elísabet segir að augljóslega hafi ekki verið búið að undirbúa stelpuna mikið þegar þau hittu hana fyrst. „Það var búið að segja að hún ætti von á heimsókn. En hún samt vissi þetta, algjörlega. Hún var í herbergi með þremur öðrum stelpum og við vorum líka að tala við þær og halda á þeim, en hún passaði alveg upp á okkur, svona „Ég á þau.“ Fyrsta myndin sem tekin er af henni, þá er hún að hlaupa í fangið á Birki.“ Það var dýrmæt stund að sjá systkinin faðmast strax innilega þrátt fyrir að þekkjast ekkert. „Þau knúsast, þetta var algjörlega ómetanlegt. Við vorum búin að undirbúa hann því að við vissum ekkert hvernig viðbrögðin hennar yrðu. Kannski yrði hún hrædd eða þá að hún yrði mjög glöð. Hún kemur til okkar og er mikið með okkur þessa helgi, við sækjum hana klukkan níu og skilum henni klukkan fimm. Það talaði enginn ensku á barnaheimilinu af þeim sem voru að vinna þá helgi og túlkurinn var ekki með okkur svo við vorum bara með Google-translate.“ Elísabet segir að þetta hafi gengið mjög vel strax frá byrjun þó að stúlkan hafi aðeins talað tékknesku og þau ekki mikla. Tengslin fóru vel af stað og tók stelpan meira að segja hádegisblund hjá þeim á hótelinu þessa helgi. „Það var eiginlega ekkert mál. Á mánudeginum var hún alveg komin til okkar og það gekk alveg rosalega vel. Líka bara það að hafa Birki með okkur, hún náttúrulega elskar hann og dýrkar.“ Það var mjög ólík upplifun að fá svona stórt barn í fangið, heldur en að fá Birki Jan ársgamlan. Þetta hafði þó ekki áhrif á tengslamyndunina. „Hún er bara þannig karakter. Við vorum bara strax mamma og pabbi og bróðir.“ Héldu nafninu Þau dvöldu saman sex vikur í Tékklandi, sem var krafa frá ættleiðingaryfirvöldum þar í landi. Þegar búið var að ganga frá öllum pappírum þá sagði stúlkan að hún væri ekkert á leið til Íslands eða á leið í flugvél. „Þá var gott að hafa Birki með sem sagði henni að við ætluðum að fara öll saman. Við sýndum henni líka myndir og svona. Að lokum sættist hún á að hún væri að fara til Íslands.“ Elísabet og Smári ákváðu að halda nafni stúlkunnar, sem var Aneta. „Hún heitir núna Aneta Ösp. Við völdum það millinafn þar sem það er þrír stafir eins og Jan sem er millinafnið hans. Birkir er svo trjátenging og Ösp er líka trjátenging. Nöfnin þeirra eru því með smá tengingu. Aneta Ösp er mjög stolt af nafninu sínu.“ Aneta Ösp flutti með fjölskyldunni til Íslands í febrúar á þessu ári. „Hún er mjög opin og mikil félagsvera. Hún er óhrædd og henni fannst æðislegt að koma til Íslands. Systir hans Smára sótti okkur á flugvöllinn. Við höfðum auðvitað verið að tala við fjölskylduna á Skype á meðan við vorum úti, en Aneta Ösp hljóp beint í fangið á frænku sinni.“ Fjölskyldan elskar að hreyfa sig saman úti í náttúrunni.Úr einkasafni Erfitt að breyta rútínunni Síðustu níu mánuðir hafa gengið vonum framar hjá þessari fjögurra manna fjölskyldu. „Það hefur gengið alveg ótrúlega vel. Maður er einhvern vegin alltaf að bíða eftir að það komi eitthvað bakslag en það hefur ekki gerst. Hún er alveg að sýna þessi réttu þroskamerki, eins og að hún getur orðið, fúl, reið og eftir því sem tengslin við okkur verða sterkari þá þorir hún að sýna öðruvísi hegðun heldur en að vera bara lítil og sæt. Það er mjög jákvætt.“ Birkir Jan var ættleiddur mjög ungur en Aneta Ösp var orðin það gömul að hún veit alveg og man hvaðan hún kemur. „Það var alveg hugsað vel um hana en hún var rosalega létt. Hún var ekki nema 11,6 kíló tæplega fjögurra ára gömul. Við þurftum því að setja hana í fitun og það hefur gengið mjög vel.“ Eftir að hún kom til Íslands voru hálskirtlar minnkaðir og nefkirtill fjarlægður. Elísabet segir að þetta hafi sennilega háð henni þegar hún borðaði en á barnaheimilinu hafi ekki verið tekinn tími í að spá í það. Á barnaheimilinu hafði Aneta Ösp þurft að fylgja mjög mikilli rútínu. Þar fóru öll börnin á salerni á sama tíma, að sofa á sama tíma, borðuðu á sama tíma og svo framvegis. Þegar heim var komið þurfti hún að venjast því að slaka á. „Þessi rútína, við þurftum aðeins að brjóta hana upp. Á morgnana þegar hún vaknaði þá kveikti hún öll ljós og dró frá. Hún kunni ekkert að kúra, maður mátti ekki gera neitt í rúminu nema sofa. Hennar uppeldi var þannig. Við þurftum að kenna henni að það má slaka á og það er gott að kúra.“ Systkinasamband Anetu og Birkis var einstakt strax frá byrjun. Síðustu mánuði hafa þau svo náð að kynnast betur. „Þó að þau hafi ekki talað sama tungumál í byrjun þá höfðu þau sama húmorinn. Þau sátu kannski og hlógu að einhverju, en hún sagði eitthvað á tékknesku og hann á íslensku. Þetta var ótrúlega skemmtilegt.“ Sér eftir öllum meðferðunum Elísabet segir að það hafi komið þeim á óvart hversu ótrúlega sterkar tilfinningar og mikil tengsl þau höfðu við þessi börn strax frá byrjun. „Sem er kannski bara ágætt, því maður hafði ekki upplifað að verða óléttur. Þetta eru bara börnin manns. Við hittum Anetu fyrst í janúar á þessu ári, en hún er bara dóttir okkar, alveg hundrað prósent.“ Elísabet segir að fólk haldi oft að ættleiðingarferlið sé dýrara en það er í raun og veru. Hvetur hún því til þess að áhugasamir afli sér frekari upplýsinga á vefsíðu Íslenskrar ættleiðingar, hringi þangað eða bóki viðtal. „Þetta er ekki svo dýrt, þó að það séu einhverjar tölur sem eru á blaði þá dreifist þetta yfir langt tímabil og þú átt rétt á ættleiðingarstyrk frá ríkinu. Einnig áttu rétt á að fá ættleiðingarstyrk frá stéttarfélaginu þínu, sérstaklega ef þetta er fyrsta barn.“ Elísabet er ótrúlega þakklát fyrir allt og hefur ekki mikla eftirsjá þó að hún sjái í rauninni eftir því að hafa farið í allar meðferðirnar til þess að reyna að verða ófrísk. Það er eitt sem hún hefði gert öðruvísi ef hún gæti breytt einhverju og byrjað aftur. „Ég eiginlega hvet fólk til þess að fara fyrr af stað. Ekki fara í tíu eða tólf meðferðir áður en þú ferð að hugsa um ættleiðingu eða fósturkerfið hér heima. Það er ekki leggjandi á margar konur, þetta er allt svo mikið inngrip í líkamann og maður er mörg ár í rauninni að jafna sig hormónalega séð, þetta er á svo stuttum tíma sem þú færð svo mikla hormónainnspítingu í líkamann. Ég hefði viljað gera þetta fyrr. Ég hefði alveg viljað vera yngra foreldri, þannig séð. Í dag erum við með tvö börn, þó að Aneta sé fjögurra ára og Birkir sjö, að vera 42 í stað 32 eða 35, það er alveg munur. Líka fyrir börnin og reynir maður því að hugsa vel um heilsuna til þess að vera til staðar fyrir þau.“ Hún hvetur því fólk í sömu stöðu til þess að skoða vel alla möguleikana frá byrjun og að fara ekki of seint af stað í ættleiðingarferlið. „Að fólk bíði ekki of lengi. Maður veit samt náttúrulega aldrei hvort þetta verður eða ekki, þetta er pörun og það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu sem hugsar um það.“ Börn og uppeldi Fjölskyldumál Frjósemi Helgarviðtal Viðtal Tengdar fréttir „Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hefur síðustu þrjú ár reynt að eignast barn án árangurs og segir að ferlið hafi kennt sér mikið æðruleysi. 8. september 2019 07:00 Félagið ekki fjárhagslega drifið áfram af fjölda ættleiðinga Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir að engar rannsóknir bendi til þess að efnaðir foreldar séu betri foreldarar en aðrir. 18. september 2019 09:00 Snýst ekki um vanhæfni heldur þekkingarleysi á ættleiðingum Sálfræðingur segir að missir sé óaðskiljanlegur hluti af ættleiðingu og það skipti máli hvernig brugðist er við slíkum tilfinningum. 20. september 2019 11:15 Þetta hefur styrkt sambandið okkar Ása Hulda Oddsdóttir og Hörður Þór Jóhannsson kynntust í menntaskóla þegar hún var á fyrsta ári í Versló og hann á þriðja ári í MS. Allt gekk eins og í sögu og lífið var ljúft. Þau komin með vinnu og fjárfestu í draumaíbúðinni. 24. september 2019 10:30 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Fleiri fréttir Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Sjá meira
Elísabet Hrund Salvarsdóttir og eiginmaður hennar reyndu í mörg ár að eignast barn áður en þau tóku ákvörðun um að ættleiða. Nú eiga þau tvö börn, fjögurra og sjö ára gömul, sem bæði eru ættleidd hingað frá Tékklandi. Elísabet segir að hún hefði viljað ættleiða fyrr í stað þess að fara í allar frjósemismeðferðirnar og bíða svona lengi með að byrja ferlið. Hún upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. „Ég held að ég hafi verið svona 25 ára. Ég og maðurinn minn vorum búin að vera saman í að verða fjögur ár, þá fórum við að hugsa að við vildum ekki verða of gamlir foreldrar,“ segir Elísabet um það hvenær þau fóru fyrst að ræða barneignir. „Við vorum bara tilbúin. Við vorum í fínni vinnu, búin að mennta okkur og komin með húsnæði. Þá byrjaði þetta. Fyrst með heimaleikfimi í nokkur ár og svo þegar það var ekki að virka þá fór ég til kvensjúkdómalæknis í skoðun. Það var allt í lagi nema mjög líklega væri ég með endómetríósu.“ Aftur og aftur í sama rússíbanann Endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og geta valdið þar bólgum, blæðingum, blöðrum og samgróningum. Endómetríósa getur valdið miklum sársauka, þvagblöðru- og þarmavandamálum auk ófrjósemi. „Ég fór í aðgerð við því og þá er í rauninni brennt fyrir. Hún var ótrúlega sársaukafull, það er blásið eins og lofti inn í mann og maður fær svo mikla verki í axlirnar. Þetta gekk samt mjög vel. Eftir þetta leituðum við til Art Medica, þá var Livio ekki komið.“ Við tók langt og erfitt ferli við að reyna að eignast barn með aðstoð. „Ég held að við höfum farið sex sinnum í tæknisæðingu. Það gekk ekki neitt. Við þá rannsókn kom í ljós að sæðið hjá manninum mínum væri latt og þyrfti aðstoð. Samt erum við skráð með óútskýrða ófrjósemi. Eftir þessar sex meðferðir var ákveðið að fara í smásjárfrjóvgun og það voru einhver fjögur eða fimm skipti.“ Elísabet segir að þetta hafi ekki verið auðvelt ferli, en þau fóru mjög oft í gegnum sama rússíbanann. „Öll hormónin sem þú þarft að taka. Þú verður í rauninni óléttur þó að líkaminn verði ekki óléttur bara út af þessum efnum. Það náðust alltaf heilbrigð egg og það urðu til fósturvísar en þau festust aldrei.“ Náði aldrei að verða ófrísk Elísabet furðar sig á því að þau hafi ekki fengið aðstoð með að rannsaka betur af hverju meðferðirnar voru ekki að virka. „Maður veit ekki hvort að það sé peningamál eða eitthvað en það er bara haldið áfram. Yfirmaður minn fann breska grein þar sem fjallað var um eitthvað lyf sem að gæti haft áhrif, eða að mótefni í líkamanum hafnaði hans DNA. Þeir vildu samt ekkert gera í því.“ Fyrirtækið Art Medica var lagt niður nokkrum árum síðar eftir að hafa sætt gagnrýni. Árið 2010 áttu Elísabet og Smári einn fósturvísi eftir í frysti og ákváðu að það yrði síðasta tilraunin. „Ég hef aldrei orðið ólétt, það festi sig bara aldrei og það gerðist aldrei neitt. Í mars árið 2010 létum við setja upp síðasta fósturvísinn og ætluðum svo að prófa eitthvað annað.“ Á þessum tímapunkti höfðu þau eytt tæplega fjórum árum í kostnaðarsamar og erfiðar meðferðir. „Við vorum ótrúlega heppin af því að við unnum bæði í banka og stéttarfélagið borgaði 80 prósent af öllum kostnaði og meðferðirnar voru þá ekki búnar að hækka svona mikið. Ef að við hefðum ekki fengið þessa styrki hefðu þetta verið tvær til þrjár milljónir. Elísabet segir að það hafi styrkt sambandið að fara í gegnum þessa reynslu saman.Úr einkasafni Þarfirnar oft aðrar Síðasta smásjárfrjóvgunin gekk ekki og í kjölfarið höfðu þau samband við Íslenska ættleiðingu. „Við fórum í viðtal þar við Kristinn sem er framkvæmdastjóri. Svo fórum við á námskeiðið „Er ættleiðing fyrir mig?“ sem er fornámskeið sem allir þurfa að fara á. Þar er velt upp ýmsu eins og ert þú tilbúinn að fara í þetta ferli? því þetta er aðeins meiri pakki. Börn sem eru ættleidd hafa oft aðrar þarfir og eru með annan bakgrunn. En við vorum alveg ákveðin.“ Það var mikill léttir að ákveða að ættleiða eftir að vera búin að reyna í svona mörg ár að reyna að eignast eigið barn án árangurs. „Smári var fyrst ekkert sannfærður um að hann vildi fara í ættleiðingu, hann langaði að eignast blóðtengt barn. En eftir allar þessar tilraunir þá kom í ljós að það var bara ekkert hægt. Ég var samt ekkert að þrýsta á hann. Vinur hans gerði það samt, sagði að ef hann vildi verða pabbi þá þyrfti hann að skoða aðrar leiðir.“ Elísabet og Smári byrjuðu þá ættleiðingarferlið sitt og óskuðu eftir upplýsingum um þau gögn sem þau þyrftu að útvega fyrir umsóknina. „Heilsufarsupplýsingar, upplýsingar um fjármál, húsnæði, fjölskylduna og fleira. Þetta er í raun bara til að fá forsamþykki hérna heima. Við sendum þá umsókn til sýslumanns sem sendi upplýsingarnar áfram á barnavernd. Við bjuggum þá á Snæfellsnesi svo félagsþjónustan þar þurfti að taka út heimilið og okkur.“ Í október sama ár fengu þau forsamþykki og þá byrjuðu þau að safna gögnum til þess að senda með umsókninni sinni út. „Við vorum þá búin að ákveða land og völdum Tékkland. Við hugsuðum að þetta er innan Evrópu og stutt að fara ef maður vill viðhalda tengslunum. Það er líka nær okkur í menningu heldur en önnur lönd sem þá var hægt að ættleiða frá eins og Kína, Tógó og Kólumbíu.“ Styrkti sambandið Með umsókninni til Tékklands þurftu þau að senda greindarpróf og fleira. Elísabet segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikið mál umsóknarferlið væri, þar sem hún vissi ekkert um ættleiðingar áður en hún fór í fyrsta viðtalið hjá Íslenskri ættleiðingu. „Maður var bara samt svo tilbúin í þetta, kannski af því að maður var búinn að reyna svo mikið annað. Þó að það sé aldrei neitt öruggt í þessum heimi, eftir að við tókum ákvörðun um að ættleiða þá varð smá ljóstíra við endann á göngunum.“ Þau fundu huggun í því að vita að einhvers staðar væri barn sem ætti eftir að verða þeirra. „Við vissum að þetta ætti eftir að verða erfitt en þetta styrkti okkur mikið sem par. Við höfum alltaf talað mjög opinskátt um ófrjósemi. Eins og í bankanum þar sem við störfuðum þá vissu þetta allir enda þurfti ég að vera kannski heima í hálfan mánuð eftir hverja uppsetningu á fósturvísi. Við ákváðum bara að tala um þetta, við gátum ekkert gert að þessu, það var ekkert sem að við gátum gert. Okkur hefur alltaf fundist mikill léttir í því að tala opinskátt um þetta.“ Þau ákváðu því að tala líka um ættleiðingarferlið við sína nánustu. „Í febrúar kemur svo samþykki frá Tékklandi og þeir samþykktu okkur sem umsækjendur. Þá hefst biðin sem sumir kalla meðganga, en þú veist samt ekki hvort að verði vikur eða ár.“ Andlega erfitt að bíða svona lengi Elísabet og Smári ákváðu að vera virk í biðinni og höfðu þess vegna samband við Íslenska ættleiðingu til þess að athuga hvort þau gætu hjálpað. Í dag situr hún í stjórn félagsins. „Það stoppar ekkert lífið svo við héldum bara áfram að gera það sem við vorum vön að gera. Við vildum reyna að gera eitthvað fyrir félagið sem á þessum tíma var að mestu byggt á sjálfboðastarfi. Við höfðum samband við skrifstofuna og okkur var sagt að við gætum haldið utan um hóp fyrir þá sem voru á biðlista. Við gerðum það í nokkur ár og hittumst einu sinni í mánuði bara til að tala saman um það sem fólki lá á hjarta.“ Elísabet segir að margir í hópnum hefðu ekki sagt fólkinu í kringum sig frá ættleiðingarferlinu og því væri gott að hitta aðra í sömu stöðu. „Við þurftum að bíða þannig séð mjög lengi miðað við hvernig þetta er venjulega. Fyrstu tvö árin var það ekkert rosalega mikið mál en haustið 2012 fór þetta að verða aðeins íþyngjandi fyrir mig.“ Þá ákvað hún að leita til sálfræðings, til þess að ræða þessi mál betur og vinna úr þeim erfiðu tilfinningum sem geta fylgt biðinni. „Hún sagði að við værum alveg að gera allt rétt, þetta tæki bara á. Það var gott að fá staðfestinguna á því að ég væri að gera hlutina rétt, við værum ekki að festa okkur í biðinni.“ Hagur barnsins er aðalatriðið Ári áður höfðu þau reyndar fengið upplýsingar um barn í Tékklandi sem þau gætu mögulega ættleitt. „Það var í ágúst árið 2011 og það var barn sem við sögðum nei við. Barnalæknir á Landspítalanum mælti með því, sagði að það væri í rauninni ekki ættleiðanlegt. Það væri eitthvað að. Þetta var því ákvörðun sem við tókum með honum. Annað okkar eða jafnvel bæði hefðum líklegast þurft að hætta að vinna.“ Elísabet segir að þetta hafi ekki verið mjög erfið ákvörðun eftir að þau höfðu metið stöðuna frá öllum hliðum. Hún vissi samt ekki þá að hún átti eftir að bíða í tvö ár eftir næsta svona símtali. „Í Tékklandi eru þeir ekki með númer. Það er parað þannig að þeir eru í raun að finna bestu fjölskylduna fyrir þessi börn sem eru þar. Það er alltaf verið að hugsa um hag barnsins, fjölskyldan og umsækjendurnir skipta þannig séð ekki miklu máli, heldur bara hvað hentar þessu ákveðna barni best.“ Elísabet og Smári óskuðu eftir því að fá að ættleiða barn sem væri tveggja ára eða yngra. „Okkur hafði verið ráðlagt það á þeim tíma. Þá er lengri bið því það er meira um eldri börn.“ Biðin eftir foreldrahlutverkinu var löng og erfið en parið eignaðist sitt fyrsta barn, Birki Jan, árið 2013.Úr einkasafni Enginn vafi Hún man ennþá hvar hún var og hvað hún var að gera þegar símtalið kom loksins. Elísabet var þá 38 ára gömul og Smári var 41 árs. „15. ágúst 2013 fengum við símtalið. Maður man alveg að það var 09:05. Þá hringir Kristinn framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar í mig og Smára, það var svona eins og símafundur. Það eina sem hann segir er „Þið þurfið að koma upp á skrifstofu.“ Þá bara veit maður það.“ Smári og Elísabet voru á leiðinni í útilegu með fjölskyldunni þennan dag þegar síminn hringdi. „Við vorum að fara að leggja af stað að sækja mömmu þannig að við hringdum í hana. Hún sat svo við eldhúsborðið á meðan við fórum á skrifstofuna, hún var alveg með okkur í þessu. Þegar við komum fengum við upplýsingar um barnið og svo þegar við erum búin að lesa það yfir þá erum við spurð hvort að við viljum fá að sjá mynd. Við vildum það auðvitað.“ Elísabet segir að hún hafi strax fundið að þetta var drengurinn þeirra, á því var enginn vafi. „Fyrsta myndin sem þú sérð af barninu þínu, hann er bara orðinn þinn. Sama þegar þú lest gögnin, þú finnur það bara.“ Gaman að segja nafnið upphátt Þó að gleði hafi yfirtekið þau á þessu augnabliki þá fann Elísabet líka fyrir miklum létti. „Við vorum á leið í ferðalag um Snæfellsnes og við héldum því til streitu. Við plöstuðum myndina af honum og höfðum með okkur. Þá hét hann sínu tékkneska nafni, sem er Jan. Við ætluðum ekkert endilega að finna nafn fyrir hann strax en svo segir Smári við mig „Hvað með Birkir?“ af því að hann hét Jan Bikar. Þannig að hann heitir Birkir Jan. Það var svolítið gaman að geta sagt nafnið hans, það gerði þetta raunverulegra.“ Birkir Jan var 13 mánaða þegar Smári og Elísabet fengu gögnin um hann og sögðu já við því að ættleiða hann. „Hann var þá á barnaheimili rétt fyrir utan Prag. Þetta var lítið barnaheimili, bara 42 börn. Hann virtist líta mjög vel út og var með bollukinnar og mikið hár.“ Eftir aðeins eina viku fengu þau upplýsingar um það hvernær þau gætu fengið að hitta litla drenginn sinn. Þá fengu þau tíma fyrir svokallaðan núllfund en þar hitta foreldrarnir lögfræðinginn og sálfræðinginn hjá ættleiðingaryfirvöldum í Tékklandi. „Daginn eftir þá förum við á barnaheimilið hans. Það var búið að segja okkur að hann væri veikur og með augnsýkingu þannig að það var ekkert víst að við myndum fá að hitta hann. En við vorum bara ótrúlega slök yfir þessu.“ Stórkostlegt augnablik Með þeim í för var túlkur sem er frá Tékklandi en talar íslensku, Elísabet segir að það hafi verið ómetanlegt. Þau fengu þar frekari upplýsingar um hans bakgrunn og einnig heilsufarsupplýsingar frá lækninum hans. „Hann hafði farið í aðgerð við kviðsliti þegar hann var þriggja mánaða. Þarna var passað mjög vel upp á hann. Barnaheimilið er svona eins og læknastofnun. Það er passað alveg 100 prósent upp á allt sem er líkamlegt en kannski ekki upp á það sem er andlegt.“ Þegar þau voru að ræða þessi mál spyr túlkurinn þau skyndilega hvort þau séu ekki með myndavél. „Þá var hann bara kominn án þess að við vissum af því. Þá var hann bara mættur. Hann var nývaknaður og hélt á hárbursta. Það var stórkostlegt, algjörlega. Hann var ótrúlega duglegur. Við vorum með honum til hádegis og svo fékk hann blund og við komum aftur tveim tímum seinna. Við fengum að vera með honum, leika við hann, baða hann og gefa honum að borða.“ Birkir Jan var með lítinn hárbursta með sér þegar Elísabet og Smári hittu hann í fyrsta skipti.Úr einkasafni Spennt að skipta á kúkableyjum Þremur dögum síðar var Birkir Jan kominn alveg til þeirra á hótelið. Hann var svo lítill að hann áttaði sig ekki á því að hann hafði eignast fjölskyldu. „Við vorum svolítið ánægð með að hann var ekki farinn að ganga svo hann var háður okkur. Maður gat haldið svo mikið á honum. Venjan er með svona lítil börn að þau fari til foreldranna strax daginn eftir en þar sem hann var veikur þá kom hann ekki strax. Við fengum því að kynnast honum vel í aðstæðum sem hann þekkti. Tengslin voru mjög mikil.“ Birkir Jan kom til Íslands með foreldrum sínum í október, rúmum mánuði eftir símtalið örlagaríka, þá 14 mánaða gamall en hann er sjö ára í dag. „Hann byrjar að ganga og tala hjá okkur. Við fengum alveg að skipta á kúkableyjum og eitthvað þó að það hafi verið í styttri tíma. Við fengum að upplifa það. Hann var ótrúlega duglegur strákur og rólegur.“ Elísabet og Smári voru bæði heima í fæðingarorlofi í nokkra mánuði og svo prófuðu þau líka að vera í fæðingarorlofi í sitthvoru lagi með drenginn sinn, fyrst Elísabet og svo Smári. „Tékkarnir lögðu svolitla áherslu á að maður ætti að reyna að vera í ár með hann heima, sem passaði vel því hann fékk svo leikskólapláss í september. Við vorum því mikið heima með hann. Við bjuggum í Laugardalnum og vorum alltaf í Húsdýragarðinum. Þar var hann kallaður hestastrákurinn, hann var í algjöru dekri.“ Tengslamyndunin mikilvæg Á meðan Elísabet og Smári voru í Tékklandi að hitta Birki Jan, fengu aðstandendur þeirra fræðslu um ættleiðingar á meðan. Meira að segja nágrannakona þeirra og 11 ára dóttir hennar fóru á námskeiðið, til þess að vita meira um þennan málaflokk áður en fjölskyldan kæmi heim. „Þeim fannst ómetanlegt að fá að upplifa það. Þá fá allir fræðslu um hvað má og má ekki gera. Ekki taka hann upp, það er hlutverk foreldranna og að gefa honum, skipta á honum og þegar hann grætur þá eru það mamma og pabbi sem eiga að taka hann, út af þessari tengslamyndun. Fyrsta árið er hann búinn að missa af helling af möguleikum af því þó að það hafi verið hugsað rosalega vel um hann á barnaheimilinu.“ Elísabet segir að Tékkland reyni að útvega foreldrum mjög mikið af upplýsingum um bakgrunn barnsins. „Við fáum ekki neinar myndir en hann getur óskað eftir þeim gögnum sjálfur þegar hann verður eldri. Við erum með nafnið á mömmunni hans. Hann hefur alveg spurt og við sögðum honum það, að hún var bara konan sem var með hann í bumbunni.“ Birkir Jan er komin af Roma fjölskyldu sem ekki hafði mikið á milli handanna og á eldri systkini í Tékklandi. „Hann kemur úr Roma, mamma hans er af Roma ætt. Roma er um allt Tékkland. Margir hafa þá mynd að allir sem eru af Roma séu sígaunar en það er ekki alveg það sama. Það er bara svona lítið brot sem að lifir á félagslega kerfinu, hinir eru bara að mennta sig. En það eru rosalega miklir fordómar gegn Roma fólki.“ Elísabet segir að það geti verið sérstaklega erfitt fyrir stráka af Roma ættum að verða ættleiddir innanlands. Miklir fordómar séu gagnvart þessu fólki. „Okkur var sagt að ef stelpurnar eru ættleiddar innanlands þá er sagt að þær séu frá Ítalíu. Þau eru náttúrulega flest dekkri. Þetta er svona enn þann dag í dag. Þetta eykst bara með árunum. Þessi börn eiga kannski ekki mikla möguleika, sum eru bara sett í sér skóla. Það er lögð svolítil áhersla á að ættleiða strákana úr landi því að þeir voru að koma verr út úr þessu. Þeir eru á barnaheimili og fara svo á annað heimili sex ára að aldri og eru til 18 ára. Það er mjög algengt að þeir fari svo þaðan í fangelsi. En stelpurnar virðast ná aðeins að fóta sig betur.“ Elísabet er þakklát fyrir fjölskyldu sína og lífið þeirra en hefði viljað byrja fyrr að íhuga ættleiðingu.Úr einkasafni Af hverju vildi hún mig ekki? Birkir Jan var bara þriggja ára þegar hann fór að velta fyrir sér af hverju það væru ekki til neinar bumbumyndir eða sónarmyndir frá því áður en hann fæddist. Þá var ein ófrísk í fjölskyldunni og hann byrjaði að velta þessu fyrir sér. Elísabet og Smári sögðu honum þá að önnur kona hefði gengið með hann í sinni bumbu. „Við höfum alltaf talað mjög opinskátt um ættleiðinguna og Tékkland og það er haldið upp á Tékklandsdag í leikskólanum hans. Honum finnst líka ótrúlega gaman að heyra söguna sína, þegar við fengum símtalið og þegar við völdum nafnið. Hann hefur þessar tengingar og við reynum að halda því svolítið á lofti. Við skoðum mjög mikið myndir og eigum albúm sem hann flettir stundum og sýnir vinum sínum.“ Þó að foreldrarnir ræði mjög opinskátt um ættleiðinguna eru sumar spurningarnar sem þau fá erfiðari en aðrar. „Hann hefur alveg spurt „Af hverju vildi hún mig ekki?“ Þá þarf maður að reyna að útskýra það. „Var ég ekki nógu fallegur?“ Það er alveg ótrúlega mikið sem er að veltast um í höfðinu á þessum börnum. Við vorum því búin að ákveða sögu og létum einmitt alla sem pössuðu hann vita. Ef hann myndi spyrja, hann til dæmis spurði mömmu stundum, þá vissi hún bara hvað hún átti að segja.“ Elísabet segir að það hafi verið mjög gott að þau hefðu sjálf fengið að ákveða þennan ramma, hversu mikið ætti að segja honum og hvernig. „Þetta gekk mjög vel. Þetta var svolítið bara að hughreysta hann og segja að hann sé elskaður og þetta hafi ekki verið þannig að hún hafi ekki elskað hann. Aðstæður séu bara stundum þannig. Það er kannski erfitt fyrir þriggja ára barn að skilja efnahagslegar ástæður eða að mamma þín átti ekki hús eða þak yfir höfuðið. Maður reynir að útskýra miðað við aldursskeið.“ Þau pössuðu vel að drengurinn myndi finna að þau myndu alltaf vera mamma hans og pabbi og ekkert gæti breytt því. „Það er mikilvægt að hann viti að hann er elskaður og hann verði alltaf elskaður, alveg sama hvað hann geri.“ Strítt vegna húðlitar Í dag er drengurinn á fullu í fótbolta og gengur vel í skóla. Hann hefur samt alltaf þurft smá tíma og aðlögun í nýjum aðstæðum og breytingum. „Það hefur gengið að mestu mjög vel. Þegar hann var í fyrsta bekk kom hann einu sinni leiður heim og þá hafði einhver sagt við hann að hann væri brúnn og ljótur, brúnn eins og skítur. Kaldhæðnin var að þetta gerðist á degi eineltis. Við heyrðum strax í kennaranum hans og hún gerði þetta mjög vel. Það hefur verið mikið samstarf okkar á milli og við létum alveg vita hver bakgrunnurinn hans var. Þó að það eigi ekkert að vera að stimpla hann þá gæti það hjálpað honum.“ Elísabet segir að þau séu mjög meðvituð og hvetji hann til þess að vera opinn með sínar tilfinningar og gráta þegar hann langar til að gráta. „Þó að hann sé duglegur og skemmtilegur strákur þá getur hann brotið sig svolítið niður. Sumt er bara þroskaferli eins og hjá öðrum börnum en sumt er kannski út af þeirri höfnun sem hann hefur upplifað.“ Elísabet segir að systkinin hafi sama húmor. Þau hafi byrjað að hlægja saman strax þrátt fyrir að tala ekki sama tungumálið.Úr einkasafni Vildu að hann hefði stuðning Upphaflega ætluðu Smári og Elísabet bara að ættleiða eitt barn en það breyttist svo eftir að þau urðu foreldrar. „Svo kynnist maður barninu og hann var svo mikil félagsvera. Honum finnst mjög gaman að vera í kringum annað fólk þó að það taki hann stundum smá tíma. Ég ólst upp með eldri bróður og Smári með eldri systur. Við héldum að eitt væri bara nóg.“ Eftir mikla umhugsun ákváðu þau að það gæti verið gaman fyrir hann að eiga systkini. „Það væri gott fyrir hann þegar við erum kannski farin, maður veit aldrei hvað gerist, að hann hafi stuðning og hafi systkini eins og við eigum sjálf. Maður veit hversu mikill stuðningur það er. Þetta er þá tengslanetið hans.“ Smári og Elísabet byrja aftur í ættleiðingarferli þegar Birkir Jan er þriggja ára. Þau fengu forsamþykki aftur hér heima og sendu aftur umsókn til Tékklands. „Við vorum samþykkt þar á lista og svo hélt ferlið áfram. Þá tók við bið. Hann er þriggja ára þegar við byrjum og það barn sem er ættleitt þarf að vera yngra en það sem er nú þegar á heimilinu.“ Þau óskuðu því eftir að ættleiða barn yngra en þriggja ára í þetta skiptið. Ræddi aldrei eigin umsókn Á meðan þau biðu eftir því að fá símtal komu ættleiðingaryfirvöld í Tékklandi til Íslands til að kynna breytingar á ferlinu og fleira. Í leiðinni hittu þeir þau pör sem voru á biðlistanum hér á landi. Þá var Elísabet orðin formaður Íslenskrar ættleiðingar og meðlimur í stjórn félagsins. „Ég passaði mig að ég tók ekki þátt í neinu fyrir hönd félagsins, af því að ég var á bið. Ég er mjög ströng með það að ég er ekki að gera neitt sem gæti túlkast sem þrýstingur eða neitt svoleiðis. Ég hef rætt við lögfræðinginn sem að vinnur hjá þeim mjög mikið, við höfum aldrei rætt mitt mál, aldrei.“ Þegar Birkir Jan var orðinn sex ára þá hækkuðu þau aldurinn á umsókninni sinni og óskuðu eftir barni á aldrinum 0 til 4 ára. „Tveimur mánuðum síðar þá fáum við símtalið. 30. nóvember 2018 klukkan rúmlega 12. Ég var þá í vinnunni og það var einhvern vegin meiri geðshræring við það símtal heldur en með Birki. Það var ótrúlega fyndið, ég missti mig meira.“ Missti það upp úr sér Elísabet og Smári höfðu ákveðið áður að þegar símtalið kæmi þá fengi Birkir Jan að fara með þeim á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar. „Ég fór og náði í hann niður í skóla. Hann var svo mikil dúlla, hann dregur besta vin sinn til hliðar og segir „Ég er að fá upplýsingar um lítið systkini. Hann vissi alveg hvað það var, við vorum búin að undirbúa hann vel.“ Það voru þó ekki foreldrarnir sem sögðu honum fyrst frá því að þau væru að hugsa um að ættleiða annað barn. Hann frétti það úr annarri átt þegar þau voru í umsóknarferlinu. „Félagsráðgjafinn missti það upp úr sér, spurði hann hvernig honum litist á að vera að eignast lítið systkini. Hann vissi það því mjög snemma og var alltaf að bíða.“ Elísabet segir að Birkir Jan hafi tekið fréttunum vel, hann hafði sjálfur verið byrjaður að óska eftir systur eða bróður. „Við mættum niður á skrifstofu hjá Íslenskri ættleiðingu og Smári hitti okkur þar. Þá setjumst við í sófann og fáum þar gögnin sem við lesum yfir. Þetta var stelpa, þriggja ára að verða fjögurra.“ Litla stúlkan er fædd árið 2015, þremur árum yngri en Birkir Jan. „Við fáum svo að sjá mynd og Birkir segir þá, ah getum við ekki fengið upplýsingar um strák,“ segir Elísabet og hlær. Foreldrarnir útskýrðu þá að þau hafi ekki getað valið kyn og það sama væri þegar lítil börn eru í bumbunni, það sé ekki hægt að velja áður. „Við sögðum já við henni og stuttu seinna fengum við upplýsingar um það hvenær við ættum að hitta hana.“ Aneta Ösp kom til landsins í janúar á þessu ári og aðlagast vel.Úr einkasafni Öðruvísi að ættleiða eldra barn Litla stúlkan var komin af Roma fólki eins og bróður sinn. Elísabet og Smári nýttu desember til þess að undirbúa Birki Jan og áttu bókaðan núllfund þann 3. janúar á þessu ári. „Þetta var svolítið öðruvísi en síðast. Með hann þá vorum við úti í tvær vikur en með hana þá sáum við fram á að vera í sex vikur vegna breytinga á kerfinu í Tékklandi. Áður var búið að dæma í málinu en núna er dæmt á meðan maður er úti, að barnið sé laust til ættleiðingar og það sé þitt.“ Formleg ættleiðing á sér samt ekki stað fyrr en svona ári eftir að fjölskyldan fer saman heim. „Af því að það þarf að skila ákveðnum fjölda af eftirfylgniskýrslum til þeirra. Svo samþykkja þeir ættleiðinguna og það fer svo í gegnum kerfið hér heima.“ Eftir fyrsta fundinn í Tékklandi fóru þau með bílaleigubíl að hitta stelpuna sína. „Þetta er eitt stærsta barnaheimilið í Tékklandi. Við fórum á barnaheimilið með túlk með okkur, sá sami og var með okkur þegar við hittum Birki. Þetta er aðeins öðruvísi ferli. Það er aðeins annað að vera með barn sem talar ekki eða vera með einhvern þriggja ára.“ Google-translate hjálpaði mikið Elísabet segir að augljóslega hafi ekki verið búið að undirbúa stelpuna mikið þegar þau hittu hana fyrst. „Það var búið að segja að hún ætti von á heimsókn. En hún samt vissi þetta, algjörlega. Hún var í herbergi með þremur öðrum stelpum og við vorum líka að tala við þær og halda á þeim, en hún passaði alveg upp á okkur, svona „Ég á þau.“ Fyrsta myndin sem tekin er af henni, þá er hún að hlaupa í fangið á Birki.“ Það var dýrmæt stund að sjá systkinin faðmast strax innilega þrátt fyrir að þekkjast ekkert. „Þau knúsast, þetta var algjörlega ómetanlegt. Við vorum búin að undirbúa hann því að við vissum ekkert hvernig viðbrögðin hennar yrðu. Kannski yrði hún hrædd eða þá að hún yrði mjög glöð. Hún kemur til okkar og er mikið með okkur þessa helgi, við sækjum hana klukkan níu og skilum henni klukkan fimm. Það talaði enginn ensku á barnaheimilinu af þeim sem voru að vinna þá helgi og túlkurinn var ekki með okkur svo við vorum bara með Google-translate.“ Elísabet segir að þetta hafi gengið mjög vel strax frá byrjun þó að stúlkan hafi aðeins talað tékknesku og þau ekki mikla. Tengslin fóru vel af stað og tók stelpan meira að segja hádegisblund hjá þeim á hótelinu þessa helgi. „Það var eiginlega ekkert mál. Á mánudeginum var hún alveg komin til okkar og það gekk alveg rosalega vel. Líka bara það að hafa Birki með okkur, hún náttúrulega elskar hann og dýrkar.“ Það var mjög ólík upplifun að fá svona stórt barn í fangið, heldur en að fá Birki Jan ársgamlan. Þetta hafði þó ekki áhrif á tengslamyndunina. „Hún er bara þannig karakter. Við vorum bara strax mamma og pabbi og bróðir.“ Héldu nafninu Þau dvöldu saman sex vikur í Tékklandi, sem var krafa frá ættleiðingaryfirvöldum þar í landi. Þegar búið var að ganga frá öllum pappírum þá sagði stúlkan að hún væri ekkert á leið til Íslands eða á leið í flugvél. „Þá var gott að hafa Birki með sem sagði henni að við ætluðum að fara öll saman. Við sýndum henni líka myndir og svona. Að lokum sættist hún á að hún væri að fara til Íslands.“ Elísabet og Smári ákváðu að halda nafni stúlkunnar, sem var Aneta. „Hún heitir núna Aneta Ösp. Við völdum það millinafn þar sem það er þrír stafir eins og Jan sem er millinafnið hans. Birkir er svo trjátenging og Ösp er líka trjátenging. Nöfnin þeirra eru því með smá tengingu. Aneta Ösp er mjög stolt af nafninu sínu.“ Aneta Ösp flutti með fjölskyldunni til Íslands í febrúar á þessu ári. „Hún er mjög opin og mikil félagsvera. Hún er óhrædd og henni fannst æðislegt að koma til Íslands. Systir hans Smára sótti okkur á flugvöllinn. Við höfðum auðvitað verið að tala við fjölskylduna á Skype á meðan við vorum úti, en Aneta Ösp hljóp beint í fangið á frænku sinni.“ Fjölskyldan elskar að hreyfa sig saman úti í náttúrunni.Úr einkasafni Erfitt að breyta rútínunni Síðustu níu mánuðir hafa gengið vonum framar hjá þessari fjögurra manna fjölskyldu. „Það hefur gengið alveg ótrúlega vel. Maður er einhvern vegin alltaf að bíða eftir að það komi eitthvað bakslag en það hefur ekki gerst. Hún er alveg að sýna þessi réttu þroskamerki, eins og að hún getur orðið, fúl, reið og eftir því sem tengslin við okkur verða sterkari þá þorir hún að sýna öðruvísi hegðun heldur en að vera bara lítil og sæt. Það er mjög jákvætt.“ Birkir Jan var ættleiddur mjög ungur en Aneta Ösp var orðin það gömul að hún veit alveg og man hvaðan hún kemur. „Það var alveg hugsað vel um hana en hún var rosalega létt. Hún var ekki nema 11,6 kíló tæplega fjögurra ára gömul. Við þurftum því að setja hana í fitun og það hefur gengið mjög vel.“ Eftir að hún kom til Íslands voru hálskirtlar minnkaðir og nefkirtill fjarlægður. Elísabet segir að þetta hafi sennilega háð henni þegar hún borðaði en á barnaheimilinu hafi ekki verið tekinn tími í að spá í það. Á barnaheimilinu hafði Aneta Ösp þurft að fylgja mjög mikilli rútínu. Þar fóru öll börnin á salerni á sama tíma, að sofa á sama tíma, borðuðu á sama tíma og svo framvegis. Þegar heim var komið þurfti hún að venjast því að slaka á. „Þessi rútína, við þurftum aðeins að brjóta hana upp. Á morgnana þegar hún vaknaði þá kveikti hún öll ljós og dró frá. Hún kunni ekkert að kúra, maður mátti ekki gera neitt í rúminu nema sofa. Hennar uppeldi var þannig. Við þurftum að kenna henni að það má slaka á og það er gott að kúra.“ Systkinasamband Anetu og Birkis var einstakt strax frá byrjun. Síðustu mánuði hafa þau svo náð að kynnast betur. „Þó að þau hafi ekki talað sama tungumál í byrjun þá höfðu þau sama húmorinn. Þau sátu kannski og hlógu að einhverju, en hún sagði eitthvað á tékknesku og hann á íslensku. Þetta var ótrúlega skemmtilegt.“ Sér eftir öllum meðferðunum Elísabet segir að það hafi komið þeim á óvart hversu ótrúlega sterkar tilfinningar og mikil tengsl þau höfðu við þessi börn strax frá byrjun. „Sem er kannski bara ágætt, því maður hafði ekki upplifað að verða óléttur. Þetta eru bara börnin manns. Við hittum Anetu fyrst í janúar á þessu ári, en hún er bara dóttir okkar, alveg hundrað prósent.“ Elísabet segir að fólk haldi oft að ættleiðingarferlið sé dýrara en það er í raun og veru. Hvetur hún því til þess að áhugasamir afli sér frekari upplýsinga á vefsíðu Íslenskrar ættleiðingar, hringi þangað eða bóki viðtal. „Þetta er ekki svo dýrt, þó að það séu einhverjar tölur sem eru á blaði þá dreifist þetta yfir langt tímabil og þú átt rétt á ættleiðingarstyrk frá ríkinu. Einnig áttu rétt á að fá ættleiðingarstyrk frá stéttarfélaginu þínu, sérstaklega ef þetta er fyrsta barn.“ Elísabet er ótrúlega þakklát fyrir allt og hefur ekki mikla eftirsjá þó að hún sjái í rauninni eftir því að hafa farið í allar meðferðirnar til þess að reyna að verða ófrísk. Það er eitt sem hún hefði gert öðruvísi ef hún gæti breytt einhverju og byrjað aftur. „Ég eiginlega hvet fólk til þess að fara fyrr af stað. Ekki fara í tíu eða tólf meðferðir áður en þú ferð að hugsa um ættleiðingu eða fósturkerfið hér heima. Það er ekki leggjandi á margar konur, þetta er allt svo mikið inngrip í líkamann og maður er mörg ár í rauninni að jafna sig hormónalega séð, þetta er á svo stuttum tíma sem þú færð svo mikla hormónainnspítingu í líkamann. Ég hefði viljað gera þetta fyrr. Ég hefði alveg viljað vera yngra foreldri, þannig séð. Í dag erum við með tvö börn, þó að Aneta sé fjögurra ára og Birkir sjö, að vera 42 í stað 32 eða 35, það er alveg munur. Líka fyrir börnin og reynir maður því að hugsa vel um heilsuna til þess að vera til staðar fyrir þau.“ Hún hvetur því fólk í sömu stöðu til þess að skoða vel alla möguleikana frá byrjun og að fara ekki of seint af stað í ættleiðingarferlið. „Að fólk bíði ekki of lengi. Maður veit samt náttúrulega aldrei hvort þetta verður eða ekki, þetta er pörun og það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu sem hugsar um það.“
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Frjósemi Helgarviðtal Viðtal Tengdar fréttir „Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hefur síðustu þrjú ár reynt að eignast barn án árangurs og segir að ferlið hafi kennt sér mikið æðruleysi. 8. september 2019 07:00 Félagið ekki fjárhagslega drifið áfram af fjölda ættleiðinga Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir að engar rannsóknir bendi til þess að efnaðir foreldar séu betri foreldarar en aðrir. 18. september 2019 09:00 Snýst ekki um vanhæfni heldur þekkingarleysi á ættleiðingum Sálfræðingur segir að missir sé óaðskiljanlegur hluti af ættleiðingu og það skipti máli hvernig brugðist er við slíkum tilfinningum. 20. september 2019 11:15 Þetta hefur styrkt sambandið okkar Ása Hulda Oddsdóttir og Hörður Þór Jóhannsson kynntust í menntaskóla þegar hún var á fyrsta ári í Versló og hann á þriðja ári í MS. Allt gekk eins og í sögu og lífið var ljúft. Þau komin með vinnu og fjárfestu í draumaíbúðinni. 24. september 2019 10:30 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Fleiri fréttir Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Sjá meira
„Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hefur síðustu þrjú ár reynt að eignast barn án árangurs og segir að ferlið hafi kennt sér mikið æðruleysi. 8. september 2019 07:00
Félagið ekki fjárhagslega drifið áfram af fjölda ættleiðinga Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir að engar rannsóknir bendi til þess að efnaðir foreldar séu betri foreldarar en aðrir. 18. september 2019 09:00
Snýst ekki um vanhæfni heldur þekkingarleysi á ættleiðingum Sálfræðingur segir að missir sé óaðskiljanlegur hluti af ættleiðingu og það skipti máli hvernig brugðist er við slíkum tilfinningum. 20. september 2019 11:15
Þetta hefur styrkt sambandið okkar Ása Hulda Oddsdóttir og Hörður Þór Jóhannsson kynntust í menntaskóla þegar hún var á fyrsta ári í Versló og hann á þriðja ári í MS. Allt gekk eins og í sögu og lífið var ljúft. Þau komin með vinnu og fjárfestu í draumaíbúðinni. 24. september 2019 10:30