Einn áhugaverðasti bardagi ársins fyrir framan 50.000 áhorfendur í Ástralíu Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. október 2019 08:00 UFC 243 fer fram um helgina á sunnudagsmorgni í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Israel Adesanya í einum mest spennandi bardaga ársins. Það verða rúmlega 50.000 manns á Marvel leikvanginum í Melbourne, Ástralíu, þegar UFC 243 fer fram. Aðalbardagi kvöldsins verður sá stærsti sem Eyjaálfa hefur séð en þar mætast Ástralinn Robert Whittaker og Ný-Sjálendingurinn Israel Adesanya. Whittaker er ríkjandi millivigtarmeistari en langt er liðið síðan hann sást síðast í búrinu. Í millitíðinni hefur Israel Adesanya sankað að sér sigrunum og tryggði sér bráðabirgðartitilinn í apríl með sigri á Kelvin Gastelum í besta bardaga ársins hingað til. Robert Whittaker mætti Yoel Romero í júní 2018 og sigraði eftir magnaðan bardaga. Síðan þá hefur óheppnin elt hann. Whittaker braut á sér höndina í bardaganum og var lengi frá. Þegar hann var búinn að jafna sig á meiðslunum fékk hann slæma sýkingu og hlaupabólu sem hélt honum lengi frá búrinu. Þegar Whittaker var loksins búinn að jafna sig átti hann að mæta Kelvin Gastelum í febrúar. Sama dag og bardaginn átti að fara fram reyndist Whittaker vera með slæmt kviðslit og var hann strax sendur í uppskurð. Rétt fyrir aðgerðina reyndi Whittaker að sannfæra læknana um að leyfa sér að berjast en hafði ekki erindi sem erfiði. Whittaker hefur því aðeins barist tvisvar síðan í júlí 2017 en í bæði skiptin mætti hann Yoel Romero í gríðarlega erfiðum bardögum. Þó Whittaker sé bara 28 ára er spurning í hvernig ásigkomulagi Whittaker er í dag. Hann var 50 mínútur í búrinu með Yoel Romero og voru það 10 harðar lotur sem tóku sinn toll á Whittaker. Auk þess hefur hann glímt við mikil meiðsli og spurning hvort Whittaker sé ennþá sami bardagamaður. Israel Adesanya ætlar svo sannarlega að reyna að svara þeirri spurningu. Á meðan Whittaker hefur verið fjarverandi hefur Adesanya barist sex bardaga í UFC og unnið sig upp meðal þeirra bestu. Adesanya sýndi að hann er miklu meira en bara skemmtilegur bardagamaður með stæla þegar hann sigraði Kelvin Gastelum í apríl. Bardaginn var virkilega jafn og þurfti Adesanya að vaða í gegnum eld og brennistein til að innsigla sigur í 5. lotu. Bardaginn er einn sá áhugaverðasti í UFC um þessar mundir. Whittaker hefur unnið níu bardaga í röð og Adesanya sex en þetta eru tvær lengstu sigurgöngurnar í millivigtinni þessa stundina. Þetta eru því án nokkurs vafa tveir af þeim bestu í millivigtinni og tveir menn sem eru þekktir fyrir að vera í skemmtilegum bardögum. UFC 243 fer fram í sömu höll og þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á UFC 193. Þá sáu 56.214 manns sögulegan sigur Holm og nú er spurning hvort álika söguleg stund eigi sér stað á UFC 243. UFC 243 fer fram á laugardaginn (aðfaranótt sunnudags) en bein útsending hefst kl. 2:00 á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Í beinni: Bilbao - Real Madrid | Fjórði í röð hjá gestunum? Í beinni: Man. City - Nott. Forest | Meistarar í krísu Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Sjá meira
UFC 243 fer fram um helgina á sunnudagsmorgni í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Israel Adesanya í einum mest spennandi bardaga ársins. Það verða rúmlega 50.000 manns á Marvel leikvanginum í Melbourne, Ástralíu, þegar UFC 243 fer fram. Aðalbardagi kvöldsins verður sá stærsti sem Eyjaálfa hefur séð en þar mætast Ástralinn Robert Whittaker og Ný-Sjálendingurinn Israel Adesanya. Whittaker er ríkjandi millivigtarmeistari en langt er liðið síðan hann sást síðast í búrinu. Í millitíðinni hefur Israel Adesanya sankað að sér sigrunum og tryggði sér bráðabirgðartitilinn í apríl með sigri á Kelvin Gastelum í besta bardaga ársins hingað til. Robert Whittaker mætti Yoel Romero í júní 2018 og sigraði eftir magnaðan bardaga. Síðan þá hefur óheppnin elt hann. Whittaker braut á sér höndina í bardaganum og var lengi frá. Þegar hann var búinn að jafna sig á meiðslunum fékk hann slæma sýkingu og hlaupabólu sem hélt honum lengi frá búrinu. Þegar Whittaker var loksins búinn að jafna sig átti hann að mæta Kelvin Gastelum í febrúar. Sama dag og bardaginn átti að fara fram reyndist Whittaker vera með slæmt kviðslit og var hann strax sendur í uppskurð. Rétt fyrir aðgerðina reyndi Whittaker að sannfæra læknana um að leyfa sér að berjast en hafði ekki erindi sem erfiði. Whittaker hefur því aðeins barist tvisvar síðan í júlí 2017 en í bæði skiptin mætti hann Yoel Romero í gríðarlega erfiðum bardögum. Þó Whittaker sé bara 28 ára er spurning í hvernig ásigkomulagi Whittaker er í dag. Hann var 50 mínútur í búrinu með Yoel Romero og voru það 10 harðar lotur sem tóku sinn toll á Whittaker. Auk þess hefur hann glímt við mikil meiðsli og spurning hvort Whittaker sé ennþá sami bardagamaður. Israel Adesanya ætlar svo sannarlega að reyna að svara þeirri spurningu. Á meðan Whittaker hefur verið fjarverandi hefur Adesanya barist sex bardaga í UFC og unnið sig upp meðal þeirra bestu. Adesanya sýndi að hann er miklu meira en bara skemmtilegur bardagamaður með stæla þegar hann sigraði Kelvin Gastelum í apríl. Bardaginn var virkilega jafn og þurfti Adesanya að vaða í gegnum eld og brennistein til að innsigla sigur í 5. lotu. Bardaginn er einn sá áhugaverðasti í UFC um þessar mundir. Whittaker hefur unnið níu bardaga í röð og Adesanya sex en þetta eru tvær lengstu sigurgöngurnar í millivigtinni þessa stundina. Þetta eru því án nokkurs vafa tveir af þeim bestu í millivigtinni og tveir menn sem eru þekktir fyrir að vera í skemmtilegum bardögum. UFC 243 fer fram í sömu höll og þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á UFC 193. Þá sáu 56.214 manns sögulegan sigur Holm og nú er spurning hvort álika söguleg stund eigi sér stað á UFC 243. UFC 243 fer fram á laugardaginn (aðfaranótt sunnudags) en bein útsending hefst kl. 2:00 á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Í beinni: Bilbao - Real Madrid | Fjórði í röð hjá gestunum? Í beinni: Man. City - Nott. Forest | Meistarar í krísu Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Sjá meira