„Ég póstaði bara einni svona mynd upp á grínið sem var tengt free the nipple. Mér finnst það í raun alveg sjálfsagt og er mjög mikið með allri þeirri hreyfingu. Mér finnst líka alveg gaman að gera umdeilt efni en þarna fór fylgið mitt að vaxa hér á landi. Ég fylgist með ótrúlega mikið af stelpum sem eru að vinna mikið með nekt og ég var í rauninni að herma eftir þeim,“ segir Bryndís.
„Mér finnst ekkert vera neitt að þessu en ég veit alveg að fólk er á móti þessu og hef alveg fengið einhver skilaboð um það. Mér finnst nekt kannski vera tabú hjá eldri kynslóðinni en ég hef fengið miklu meiri jákvæða umræðu heldur en neikvæða.“
Hún segir að fjölskyldumeðlimir hafi mest áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif á hana í framtíðinni þegar kemur að atvinnu og öðru slíku.

Bryndís leggur mikið upp úr því að ná góðri mynd og leggur því mikla vinnu í það.
„Fjölskyldumeðlimir hafa verið að taka myndirnar og síðan bara ég sjálf. Ég vinn allar myndirnar sjálf.“
Hún leggur aftur á móti mikið upp úr því að fólki líði vel þegar það skoðar hennar miðil og sýnir einnig frá sjálfri sér í allskyns stellingum þar sem líkaminn lítur kannski ekki alveg fullkomið út.

Á dögunum birti Bryndís mynd af sér í sturtu þar sem hún er kviknakin. Myndin vakti mikla athygli.
„Þetta sýnir ekkert svakalega mikið. Sýnir bara hlið á manneskju. Við förum öll í sturtu. Fyrir mér er nekt ákveðið frelsi en fyrir öðrum er það ekki og vilja hafa þetta út af fyrir sig. Það er líka bara allt í lagi.“
Hún segir að því djarfari sem myndirnar eru því meiri athygli fá þér.
„Læk láta öllum líða vel. Það eru ekki bara þessi áhrifavaldar, líka bara venjulegt fólk sem er á Facebook sem pósta að þegar þau fóru út að hlaupa og fá tíu læk og eru mjög ánægð með það og fara síðan daginn eftir og hlaupa ennþá lengra og fá tuttugu læk. Það líður öllum vel að fá læk.“
Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.