Þrátt fyrir að kólni í veðri er ekkert mál að klæða sig upp á og líta vel út. Það er hægt að vera smart í hvaða veðri sem er. Þegar vetrartískan var kynnt hjá helstu tískurisunum fyrr á árinu mátti sjá mikið af þykkum dúnúlpum í óhefðbundnum sniðum. Þar gaf einnig að líta dúngalla sem gæti komið að góðum notum á köldum íslenskum vetri. Loðnar kápur, bæði stuttar og síðar, voru einnig áberandi. Þá var einnig mikið um þykkar víðar peysur með skemmtilegu mynstri auk hefðbundnari vetrarfatnaðar.



