Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2019 23:11 Harry segir erfitt að horfa upp á konu sína verða fórnarlamb sömu afla og Díana. Samsett mynd/Getty Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday fyrir að birta í leyfisleysi handskrifað bréf hennar. Bréfið skrifaði hertogaynjan til föður síns, en samband þeirra er mjög flókið og hafa slúðurblöð í Bretlandi fjallað mikið um það síðustu ár. Harry hertoginn af Sussex segir að hann geti ekki lengur setið hjá á meðan fjölmiðlar birti lygar um Meghan. Lögfræðifyrirtækið Schillings sér um málið fyrir hertogaynjuna af Sussex. Saka þeir breska blaðið meðal annars um herferð falsfrétta og niðrandi frásagna sem og brot á einkaréttarvörðuefni. Hertogahjónin ætla að greiða fyrir þetta dómsmál úr eigin vasa. Kemur fram í tilkynningu þeirra að ef þau vinna málið ætla þau að gefa skaðabæturnar til góðgerðasamtaka sem berjast gegn einelti. Meghan og Harry með soninn Archie.vísir/getty Í ítarlegri yfirlýsingu frá Bretaprinsinum sem birtist á heimasíðu hjónanna í dag segir meðal annars að umfjöllun fjölmiðla hafi verið „sársaukafull“ og full af lygum. Í tilkynningunni segir Harry að hjónin trúi á frelsi fjölmiðla og sjái þá sem hornstein lýðræðis. Segir hann að ákveðnir miðlar hafi lagt Meghan í einelti og þessi málsókn hafi verið það eina rétta í stöðunni. „Minn helsti ótti er að sagan endurtaki sig. Ég hef séð hvað gerist þegar einhver sem ég elska er gerður að verslunarvöru upp að því marki að ekki er lengur komið fram við þá sem raunverulega manneskju. Ég missti móður mína og nú horfi ég á konuna mína verða fórnarlamb sömu sterku afla.“ Samkvæmt frétt BBC segir talsmaður Mail on Sunday að miðillinn standi við sinn fréttaflutning og muni verjast málinu af hörku. Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Ellen og Elton John koma hertogahjónunum af Sussex til varnar Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir ákvörðun sína að fljúga til Ibiza og Nice í Frakklandi með einkaþotu. 20. ágúst 2019 10:07 Höfðu áhyggjur af sambandi Harry og Meghan í upphafi Í nýrri heimildarmynd um bræðurna og prinsana Vilhjálm og Harry er fullyrt að Vilhjálmur og eiginkona hans, Katrín, höfðu ákveðnar efasemdir um samband bróðurins við bandarísku leikkonuna Meghan Markle. 19. ágúst 2019 11:28 Meghan og Harry halda til Afríku með Archie Hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, koma til Afríku í dag ásamt fjögurra mánaða gömlum syni sínum, Archie, en um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn þeirra hjóna með syninum. 23. september 2019 08:04 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday fyrir að birta í leyfisleysi handskrifað bréf hennar. Bréfið skrifaði hertogaynjan til föður síns, en samband þeirra er mjög flókið og hafa slúðurblöð í Bretlandi fjallað mikið um það síðustu ár. Harry hertoginn af Sussex segir að hann geti ekki lengur setið hjá á meðan fjölmiðlar birti lygar um Meghan. Lögfræðifyrirtækið Schillings sér um málið fyrir hertogaynjuna af Sussex. Saka þeir breska blaðið meðal annars um herferð falsfrétta og niðrandi frásagna sem og brot á einkaréttarvörðuefni. Hertogahjónin ætla að greiða fyrir þetta dómsmál úr eigin vasa. Kemur fram í tilkynningu þeirra að ef þau vinna málið ætla þau að gefa skaðabæturnar til góðgerðasamtaka sem berjast gegn einelti. Meghan og Harry með soninn Archie.vísir/getty Í ítarlegri yfirlýsingu frá Bretaprinsinum sem birtist á heimasíðu hjónanna í dag segir meðal annars að umfjöllun fjölmiðla hafi verið „sársaukafull“ og full af lygum. Í tilkynningunni segir Harry að hjónin trúi á frelsi fjölmiðla og sjái þá sem hornstein lýðræðis. Segir hann að ákveðnir miðlar hafi lagt Meghan í einelti og þessi málsókn hafi verið það eina rétta í stöðunni. „Minn helsti ótti er að sagan endurtaki sig. Ég hef séð hvað gerist þegar einhver sem ég elska er gerður að verslunarvöru upp að því marki að ekki er lengur komið fram við þá sem raunverulega manneskju. Ég missti móður mína og nú horfi ég á konuna mína verða fórnarlamb sömu sterku afla.“ Samkvæmt frétt BBC segir talsmaður Mail on Sunday að miðillinn standi við sinn fréttaflutning og muni verjast málinu af hörku.
Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Ellen og Elton John koma hertogahjónunum af Sussex til varnar Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir ákvörðun sína að fljúga til Ibiza og Nice í Frakklandi með einkaþotu. 20. ágúst 2019 10:07 Höfðu áhyggjur af sambandi Harry og Meghan í upphafi Í nýrri heimildarmynd um bræðurna og prinsana Vilhjálm og Harry er fullyrt að Vilhjálmur og eiginkona hans, Katrín, höfðu ákveðnar efasemdir um samband bróðurins við bandarísku leikkonuna Meghan Markle. 19. ágúst 2019 11:28 Meghan og Harry halda til Afríku með Archie Hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, koma til Afríku í dag ásamt fjögurra mánaða gömlum syni sínum, Archie, en um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn þeirra hjóna með syninum. 23. september 2019 08:04 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Ellen og Elton John koma hertogahjónunum af Sussex til varnar Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir ákvörðun sína að fljúga til Ibiza og Nice í Frakklandi með einkaþotu. 20. ágúst 2019 10:07
Höfðu áhyggjur af sambandi Harry og Meghan í upphafi Í nýrri heimildarmynd um bræðurna og prinsana Vilhjálm og Harry er fullyrt að Vilhjálmur og eiginkona hans, Katrín, höfðu ákveðnar efasemdir um samband bróðurins við bandarísku leikkonuna Meghan Markle. 19. ágúst 2019 11:28
Meghan og Harry halda til Afríku með Archie Hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, koma til Afríku í dag ásamt fjögurra mánaða gömlum syni sínum, Archie, en um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn þeirra hjóna með syninum. 23. september 2019 08:04