Leggja fram tillögu um samflot og samferðabrautir Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 1. október 2019 11:20 Jórunn Pála, Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er flytjandi tillögu um samflot og samferðabrautir. Vísir/Stöð 2 Á borgarstjórnarfundi í dag verður tekin fyrir tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samflot og samferðabrautir í Reykjavík. Flytjandi tillögunnar segir þetta vera skjótvirka og hagkvæma lausn sem geti komið strax til skoðunar. Umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki farið framhjá borgarbúum, einkum þeim sem nýta sér einkabílinn og vilja komast leiðar sinnar greiðlega. Samgöngusáttmáli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins til næstu fimmtán ára, sem undirritaður var í síðustu viku, er einmitt liður í því að taka á umferðarvandanum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru aftur á móti orðnir langeygir eftir skjótvirkum lausnum. Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins, er flytjandi tillögu um samflot og samferðabrautir. „Með samferðabrautum erum við að tala um að verðlauna þá sem eru að ferðast þrír eða fleiri saman í bílum og hleypa þeim inn á þessar samferðabrautir. En ekki frekar en í Hollywood þá kemst ekki hver sem er þarna inn á, það þurfa að vera þrír sem ferðast saman í bílum.“Klippa: Tillaga um forgangsakreinar fyrir samflot Samferðabrautir tíðkast víða erlendis og er stefna sem miðar að því að flytja sem flest fólk á milli staða á hverjum tíma í stað bíla. „Með þessu erum við að skapa jákvæðan hvata fyrir fólk til þess að velja sér umhverfisvæna kosti í umferðinni og á sama tíma er þetta skjótvirk og hagkvæm lausn sem getur komið strax til skoðunar. Erum þá að nýta innviði sem eru þegar til staðar.“ Aðspurð hvort hún telji að fólk muni reyna að svindla á kerfinu segir Jórunn Pála. Það er eins og með öll kerfi að það er alltaf hætta á því en til þess að stemma stigu við það er þetta spurning um að hafa bara ströng viðurlög þannig að það sé ekki mjög freistandi að vera gómaður við það að vera með dúkku fram í eða eitthvað sambærilegt.“ Forgangsakreinar hafa hingað til verið eingöngu fyrir strætó, leigubifreiðar og forgangsakstur. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að einkabílar á forgangsakreinum muni tefja ferðir strætó og jafnvel viðbragðsaðila segir Jórunn Pála. „Nei, ekki miklar, ef það verður svoleiðis þá er þetta afturkræft,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað. 30. september 2019 06:00 Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl 29. september 2019 18:15 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi í dag verður tekin fyrir tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samflot og samferðabrautir í Reykjavík. Flytjandi tillögunnar segir þetta vera skjótvirka og hagkvæma lausn sem geti komið strax til skoðunar. Umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki farið framhjá borgarbúum, einkum þeim sem nýta sér einkabílinn og vilja komast leiðar sinnar greiðlega. Samgöngusáttmáli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins til næstu fimmtán ára, sem undirritaður var í síðustu viku, er einmitt liður í því að taka á umferðarvandanum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru aftur á móti orðnir langeygir eftir skjótvirkum lausnum. Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins, er flytjandi tillögu um samflot og samferðabrautir. „Með samferðabrautum erum við að tala um að verðlauna þá sem eru að ferðast þrír eða fleiri saman í bílum og hleypa þeim inn á þessar samferðabrautir. En ekki frekar en í Hollywood þá kemst ekki hver sem er þarna inn á, það þurfa að vera þrír sem ferðast saman í bílum.“Klippa: Tillaga um forgangsakreinar fyrir samflot Samferðabrautir tíðkast víða erlendis og er stefna sem miðar að því að flytja sem flest fólk á milli staða á hverjum tíma í stað bíla. „Með þessu erum við að skapa jákvæðan hvata fyrir fólk til þess að velja sér umhverfisvæna kosti í umferðinni og á sama tíma er þetta skjótvirk og hagkvæm lausn sem getur komið strax til skoðunar. Erum þá að nýta innviði sem eru þegar til staðar.“ Aðspurð hvort hún telji að fólk muni reyna að svindla á kerfinu segir Jórunn Pála. Það er eins og með öll kerfi að það er alltaf hætta á því en til þess að stemma stigu við það er þetta spurning um að hafa bara ströng viðurlög þannig að það sé ekki mjög freistandi að vera gómaður við það að vera með dúkku fram í eða eitthvað sambærilegt.“ Forgangsakreinar hafa hingað til verið eingöngu fyrir strætó, leigubifreiðar og forgangsakstur. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að einkabílar á forgangsakreinum muni tefja ferðir strætó og jafnvel viðbragðsaðila segir Jórunn Pála. „Nei, ekki miklar, ef það verður svoleiðis þá er þetta afturkræft,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað. 30. september 2019 06:00 Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl 29. september 2019 18:15 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað. 30. september 2019 06:00
Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl 29. september 2019 18:15