Nýtur lífsins á Spáni á lífeyrinum en saknar vina sinna Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2019 10:59 Hilmar B. Jónsson var lengi forseti Klúbbs matreiðslumeistara og sá um matseld í veislum forseta Íslands. Fréttablaðið/Pjetur/Getty Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari er einn þeirra Íslendinga sem hafa selt sitt og flust búferlum til Spánar til að njóta efri áranna. Hann segist lifa góðu lífi á Spáni á lífeyrisgreiðslum og greiðslum frá Tryggingastofnun – alls 234 þúsund krónur á mánuði – framfærsla sem myndi aldrei duga eins vel heima á Íslandi. Hilmar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi við þáttastjórnendurna Gulla og Heimi. Hann segist búa í íbúð í bæ og í nálægð við fjölda annarra Íslendinga. Telji hann að um helmingur íbúa bæjarins séu aðfluttir útlendingar. Hilmar ákvað að flytja til Spánar fyrir rúmu ári, nokkru eftir að eftir að hafa komist á eftirlaun. Hafi hann gert það eftir samtal við son sinn þar sem hann nefndi að hann sæi fram á að þurfa að lifa á lífeyrisgreiðslum einum saman á Íslandi. „Og hann sagði: „Ekkert mál, pabbi minn. Þú bara flytur til Spánar.“ Við ræddum málið pínulítið. Hann þekkir nokkra Íslendinga sem búa hérna. Ég þekkti nú enga, sem ég vissi um. En allavega, þá kom það upp úr kafinu að það er hægt að lifa á ellilaunum á Spáni og hafa það töluvert gott,“ segir Hilmar. Aðspurður um veðrið segist hann ekki geta kvartað. „Það er sól hérna á hverjum degi. Ég er búinn að vera hérna síðan í júní í fyrra og það er búið að rigna átján sinnum.[…] Stysta rigningin var tíu mínútur en síðan hafa komið rigningar sem voru meiriháttarflóð og vesen.“Þarf ekki að borga til að ræða við lækni Hilmar segist hafa flutt lögheimili sitt til Spánar og sé „algerlega löglegur“ þar. Auðvelt hafi verið að komast inn í kerfið í landinu. „Um leið og ég er búinn að fá löglegt heimilisfang hér er ég kominn með mjög, þokkalega gott heilbrigðiskerfi hér. Ég þarf ekki einu sinni að borga fyrir að tala við lækni hér.“ Á Íslandi hafi hann verið með veikan maka í fjölda ára og það hafi kostað þau tugi þúsunda á ári, bara að fá að ræða við lækni. Fyrir utan svo lyfjakostnað og annað. „Ég get lofað þeim sem eru að hluta að þú ert ekkert verr settur hér á Spáni heldur en í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.“ Hverjir eru helstu ókostirnir að vera þarna?„Stærsti ókosturinn, sem mér finnst, er að ég á mjög stóran vinahóp á Íslandi. Hann er náttúrulega ekki í næsta húsi lengur. Að öðru leyti þá lifir maður mjög góðu lífi hér. Ég var svo heppinn að hafa efni á að kaupa íbúð sem er ljómandi góð. Og bíl.“ Á strípuðum eftirlaunum – það er þú ert bara með þau til ráðstöfunar – þá lifir þú góðu lífi.„Já. Og ég get nefnt sem dæmi að ég fer út að borða svona fimm sinnum í viku að meðaltali hérna. Stundum oftar. Og ég er að borga fyrir alveg ljómandi kjöt- eða fiskmáltíð og tvö glös af rauðvíni, ég að borga 10 evrur,“ segir Hilmar. Bítið Eldri borgarar Húsnæðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari er einn þeirra Íslendinga sem hafa selt sitt og flust búferlum til Spánar til að njóta efri áranna. Hann segist lifa góðu lífi á Spáni á lífeyrisgreiðslum og greiðslum frá Tryggingastofnun – alls 234 þúsund krónur á mánuði – framfærsla sem myndi aldrei duga eins vel heima á Íslandi. Hilmar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi við þáttastjórnendurna Gulla og Heimi. Hann segist búa í íbúð í bæ og í nálægð við fjölda annarra Íslendinga. Telji hann að um helmingur íbúa bæjarins séu aðfluttir útlendingar. Hilmar ákvað að flytja til Spánar fyrir rúmu ári, nokkru eftir að eftir að hafa komist á eftirlaun. Hafi hann gert það eftir samtal við son sinn þar sem hann nefndi að hann sæi fram á að þurfa að lifa á lífeyrisgreiðslum einum saman á Íslandi. „Og hann sagði: „Ekkert mál, pabbi minn. Þú bara flytur til Spánar.“ Við ræddum málið pínulítið. Hann þekkir nokkra Íslendinga sem búa hérna. Ég þekkti nú enga, sem ég vissi um. En allavega, þá kom það upp úr kafinu að það er hægt að lifa á ellilaunum á Spáni og hafa það töluvert gott,“ segir Hilmar. Aðspurður um veðrið segist hann ekki geta kvartað. „Það er sól hérna á hverjum degi. Ég er búinn að vera hérna síðan í júní í fyrra og það er búið að rigna átján sinnum.[…] Stysta rigningin var tíu mínútur en síðan hafa komið rigningar sem voru meiriháttarflóð og vesen.“Þarf ekki að borga til að ræða við lækni Hilmar segist hafa flutt lögheimili sitt til Spánar og sé „algerlega löglegur“ þar. Auðvelt hafi verið að komast inn í kerfið í landinu. „Um leið og ég er búinn að fá löglegt heimilisfang hér er ég kominn með mjög, þokkalega gott heilbrigðiskerfi hér. Ég þarf ekki einu sinni að borga fyrir að tala við lækni hér.“ Á Íslandi hafi hann verið með veikan maka í fjölda ára og það hafi kostað þau tugi þúsunda á ári, bara að fá að ræða við lækni. Fyrir utan svo lyfjakostnað og annað. „Ég get lofað þeim sem eru að hluta að þú ert ekkert verr settur hér á Spáni heldur en í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.“ Hverjir eru helstu ókostirnir að vera þarna?„Stærsti ókosturinn, sem mér finnst, er að ég á mjög stóran vinahóp á Íslandi. Hann er náttúrulega ekki í næsta húsi lengur. Að öðru leyti þá lifir maður mjög góðu lífi hér. Ég var svo heppinn að hafa efni á að kaupa íbúð sem er ljómandi góð. Og bíl.“ Á strípuðum eftirlaunum – það er þú ert bara með þau til ráðstöfunar – þá lifir þú góðu lífi.„Já. Og ég get nefnt sem dæmi að ég fer út að borða svona fimm sinnum í viku að meðaltali hérna. Stundum oftar. Og ég er að borga fyrir alveg ljómandi kjöt- eða fiskmáltíð og tvö glös af rauðvíni, ég að borga 10 evrur,“ segir Hilmar.
Bítið Eldri borgarar Húsnæðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira